Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 52
drykk og brátt urðu samræður líflegar og
fjörugar. Pegar þeir voru orðnir nokkuð
ölvaðir var mál svo komið, að Halli á-
kvað að fara með honum í þennan ævin-
týraleiðangur og skyldi haldið til Sví-
þjóðar í vinnuleit. Einar hafði keypt sér
stilabók sem hann hafði í vasa sínum og
hafði í hyggju að halda dagbók um ferða-
lagið og framtíðina, sem síðar skyldi not-
að í ritverk til bókar er hann gæfi út
seinna. Hann kallaði í þjóninn og spurði
hann hvað búlla sú héti er sú merka ferð
hefðist frá. Þjónninn brá sér fram í skrif-
stofukompu og kom svo með stimpil
mikinn og rak í bókina. Var þar nafn og
götunúmer kráarinnar. Einar starði sem
töfrum sleginn á stimpilmyndinma í bók-
inni, spratt síðan upp og þreif í hönd
þjónsins og hneigði sig. Þetta fannst
honum hafa slegið allt út. Nú yrði aðeins
nauðsynlegt að safna stimplum í bókina
meðfram ævintýralegri frásögn og þá
væriu sífellt hægt að greina í bókinn stað
og stund hins mikla ferðalags. Gerðust
þeir nú kátir og héldu niður á veitinga-
hús það þar sem skipsmenn héldu sig
vanalega. Þegar þeir komu í dyrnar rak
Einar upp eitt af sigurópum sínum sem
hans var vandi og breiddi út faðminn.
„Ert þú kominn á fyllirí, Einar?” kall-
aði einn af skipverjum. „Við héldum að
þú værir kominn í bindindi eins og
stundum hendir þig.”
,Já, ég er reyndar í antabus.” kallaði
Einar og brosti blíðlega.
Litlu síðar læddu þeir fálagar sér um
borð í skipið, tíndu saman pjönkur sínar
og tóku lest til Hamborgar. Þeir urðu á-
sáttir um að stansa svolítið í því byggðar-
lagi og njóta gestrisni þeirra Hamborgar-
búa. Gegnt járnbrautarstöðinni blasti við
geysi fínt hótel, kennt við krónprinsinn.
Þeir ákváðu að taka hús á fólki þar, þar
eð þá þyrftu þeir ekki að kaupa leigubíl á
járnbrautarstöðina handan götu er brott
yrði haldið að nýju. Herbergi var auð-
fengið og var þeim tjáð, að i vistarverum
þessum hefði nýlega hafst við kvik-
myndaflokkur frá Hollywood er starfað
hafði þarna að filmu og hafði ein
frægasata stjarnan búið í herbergi því er
þeir félagar fengu.
Þeir létu senda sér gott vín upp á her-
bergið og nutu lífsins í svo fínni vistar-
veru. Um kvöldmatarleyti héldu þeir nið-
ur í lyftunni og gengu í salinn. Þar voru
hvítdúkuð borð og svartklæddir þjónar
gengu um beina. Þeim var vísað til borðs
og þjónn rétti þeim matseðil og var sá
vel fegraður og skrautlegur.
„Ég skil nú ekkert í þessu ritverki.”
sagði Einar og vatt sér að tveimur stúlk-
um, sem sátu við næsta borð. „Hæ,
komman hír.” sagði hann. Þjónninn kom
hlaupandi og kvað upp úr með það, að
þetta væri
ekki staður þar sem kallað væri í stúlk-
ur.
,Jess” sagði Einar með blíðu brosi, rak
litla fingur virðulega upp í loftið, en
skyldi reyndar alls ekki mál þjónsins.
Þjónninn var á leið með matinn á borðið
þegar Einar rann af stólnum og undir
borðið. Hann náði að festa hönd á horni
dúksins og gerði tilraun til að vega sig
upp á honum, en dró hann þannig út af
borðinu og diskarnir tóku að rúlla um
salinn með brothljóði. Hann náði að
skreiðast undan borðinu, en var þá með
dúkinn breiddan yfir höfuð. Hann tók
að rása um salinn og reyndi að þvæla
honum af sér og líktist nú vofu, svo sem
þær eru gerðar í teiknimyndum.Þjónninn
kom þá á hraðskriði, hrifsaði af honum
dúkinn, kippti Halla upp úr stólnum og
ýtti báðum kumpánum á undan sér í
lyftuna og sagði að þeim yrði sendur
maturinn upp á herbergi. Þegar svo mat-
urinn barst fylgdi með reikningur og
hljóðaði hann upp á nokkur mörk fyrir
diskabrot.
Þetta hótel var yfirgefið að morgni og
SUÐURNESJAMENN
SAGA SJAVARUTVEGS
-
& '4%$ **** títtkdé.s
■J2L jjá
Þeir fara á kostum viðmælendur Gylfa Guðmunds-
sonar: Rúnar Júlíusson, Dagbjartur Einarsson, Sigríður
Jóhannesdóttir, Hjálmar Arnason, Ellert Eiríksson og
Reynir Sveinsson. Ab ógleymdri hefjunni Jay D. Lane
sem vann einstakt björgunarafrek við Svörtuloft í fyrra.
Loksins, loksins. Saga sjósóknar skiptir alla Islendinga
máli. Hvert var upphaf fiskveiða við Island? Er það
satt að árabátar hafi um aldir verið „skuttogarar'1
Islendinga? Hvað var gert við
seglskútur á Islandi? bókaútcAfan hólar y 7
þótti nú ekki vert annað en að líta á
Kaupmannahöfn, þann fræga og forna
höfuðstað íslands þar sem skáldin undu
og ortu saknaðarljóð til föðurlandsins og
drukku bjór. Þar var brugðið sér í nætur-
líf og gleði borgarinnar. Tók nú að saxast
bæði á upprunalegan gjaldeyrissjóð og
málmsölufé þeirra ferðafélaga. Þaðan
voru keyptir lestarmiðar til Gautaborgar.
Þegar lestin hafði rennt inn í ferjuna,
sem ílytja átti hana yfir sundið fóru þeir
félagar upp í veitingasal skipsins, fengu
sér bjór og innan skamms höfðu þeir
lent í spjalli við léttlynda svía, sem höfðu
brugðið sér yfir sundið sér til skemmtun-
ar. Þegar þeir töldu tíma til korninn
héldu þeir niður í skipið og hugðust fara
í lestina. Var þar aðeins að sjá tóma teina
og lestin var horfin norður í land. Þeir
fóru upp á bryggjuna og þurftu þá að
fara í gegnum varðstöð, sem stimplaði
passa. Þegar vörðurinn sá þjóðerni þeirra
í passanum sagði hann, að þeir þyrftu
ekki stimpil því hann væri óþarfur milli
norðurlandaþjóða. Einar linnti ekki lát-
um fyrr en hann fékk stimpil í passann
og í dagbókina líka, en Halli lét það kyrrt
liggja, þar eð ekki var þörf á því. Er þeir
komu út úr passaskoðun þessari mættu
þeir fljótlega lögregluþjóni og spurðu
hann hverju þetta sætti, að lestin væri
horfin og þeir stæðu hér eftir í vandræð-
um. Lögreglumaður kvaðst skyldi útvega
þeim svefnstað og fór með þá beint í
fangelsið. Þar stóðu á gólfi tvær emeler-
aðar könnur skellóttar fullar af vatni og
sín hrökkbrauðssneiðin ofan á hvorri.
Einar hrifsaði aðra könnuna, bruddi í sig
hrökkbrauðið og skólpaði í sig vatninu.
Hann þreif lil dagbókar sinnar og skrif-
aði í hana hátíðlega: Sitjum í fangelsi í
Svíþjóð og lifum á vatni og brauði. Síðan
hringuðu rnenn sig til svefns á trébekkj-
unum og voru innan skamms horfnir inn
í draumalandið.
Þegar þeir fóru að athuga sinn gang
morguninn eftir kom í ljós, að lestarmið-
inn gilti áfram til Gautaborgar og var að-
eins gataður á áfangastöðum. Nú máttu
fjármunir heita þrotnir og leit ekki vel út
með ferðalagið.
Þeir röltu dálítið urn götur Gautaborg-
ar, en þeir áttu ekki lengur fyrir leigu á
svefnstað og var nú úr sögunni að rápað
yrði um hallir Hollywoodmanna og
teiguð dýr vín úr kristalsglösum. Um
kvöldið gengu þeir upp á hæð nokkra
vaxna trjám og grófu sig niður í fallið
laufið. Það var ótrúlega hlýtt undir lauf-
inu og þeir sváfu vel þar til kona kom
snemma um morguninn með hrífu að
vopni og hafði hún þann starfa að halda
garðinum hreinum. Hún renndi hrífu
sinni eftir laufbingnum og yfir andlitið á
Einari og spratt hann þá upp með
felmntri miklu og voðalegu öskri. Konan
henti tæki sínu frá sér og hljóp veinandi
niður brekkuna. Einar varð alveg ruglað-
52 - Sjómannablaðið Víkingur