Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 56
smyglvarningar fundist s.s. litasjónvörp, hjólbarðar og bifreiðar.
En að smygla sandi er nokkuð sem ég held að ekki verði smygl-
varningur hérlendis. í Indónesíu hafa níu erlend skip verið
kyrrsett vegna smygls á sandi sem átti að fara til Singapúr. Með-
al þeirra skipa sem kyrrsett hafa verið er stærsta sanddæluskip
heims Vasco da Gama sem er í belgískri eigu og ber 60 þúsund
tonn. Siglingastofnunin þar í landi hefur gefið út að skipin fáist
laus gegn tryggingu sem nemur hehningi að verðmæti hvers
skips um sig. Skipin höfðu dælt um umræddum sandi frá svæð-
um sem þeim var óheimilt að dæla frá.
Svarta leyndarmálið
Það hefur legið í skugganum en er engu að síður opinbert
leyndarmál í alþjóðasiglingum að jafnvel reynslumiklir pakist-
anskir sjómenn eru orðnir úrhrak heimshafanna. Eftir að
Bandaríkjamenn lýstu yfir stríði við hryðjuverkamenn hafa fáir
þorað að nefna þetta og ríkisstjórnir ekki viljað viðurkenna
þessa stefnubreytingu gagnvart pakistönskum sjómönnum.
Pakistönskum sjómönnum er neitað um allt frá vísa til land-
leyfa, þurfa að undirgangast niðurlægjandi skoðanir og eru und-
ir vopnuðu eftirliti í stærri höfnum heims og þá sérstaklega
bandarískum höfnum. Mörg önnur ríki hafa gert mönnunarfyr-
irtækjum erfitt fyrir að fá vísa fyrir sjómenn til áhafnaskipta
þannig að þeir eiga erfitt með að komast til skipa sinna tíman-
lega. Þá hafa útgerðarmenn orðið að greiða þúsundir dollara
aukalega vegna pakistanskra sjómanna eða orðið að leita eftir
öðrum þjóðernum sem þeir hafa orðið að gera. Þúsundir pakist-
anskra sjómanna eru því að gjalda fyrir það að þeir teljast vera
“ógnun” við öryggi hafna.
Bandariskir kajbátaforingjar hafa átt í erfiðleikum með að kornast upp
á yfirborðið.
Úps!
Enn eru erfiðleikar hjá bandarískum kafbátaforingjum. Eins
og eflaust margir muna þá rakst bandaríkski kafbátur USS
Greeneville á japanska skólaskipið Ehime Maru í febrúar í fyrra
með þeim afleiðingum að það síðarnefnda sökk og með því 9 af
35 manna áhöfn og nemendum. Það hefði því mátt ætla eftir
slysið að bandarískir kafbátaforingjar hefðu verið beðnir um að
líta vel í kringum sig áður en þeir færu að ryðjast úr kafi. Svo
reyndist nú vera þegar skipherra USS Oklahoma City ákvað að
fara upp á yfirborðið en þar reyndist vera fyrir eitt stykki gas-
flutningaskip að nafni Norman Lady. Ekki fara fregnir af
skemmdum á skipunum né því hvað bíði skipherrans, en miðað
við kollega hans á USS Greeneville þá er hann víst líldega farinn
að leita sér að nýrri vinnu.
Draumurinn hverfur
Nú er ljóst að ekkert verður af draumaskipi norska útgerðar-
mannsins Kloster en hann ætlaði að byggja skip sem tæki 6.200
farþega. Kloster sem nú er orðinn 73 ára gamall hefur notað
allan auð sinn upp aðeins við að halda draumnum urn fuglinn
Fönix, eins og verkefnið hét, lifandi. Eyddi hann um 2 milljarða
íslenskra króna í drauminn senr hefði orðið að 250 þúsund
tonna skemmtiferðaskipi. Árið 1995 reyndi Kloster að fá banda-
risk stjórnvöld til að leggja fram ríkisábyrgð fyrir 87,5% af
hönnunar- og smíðakostnaði skipsins en engin svör bárust.
Kloster sagði nýlega í blaðaviðtali að hann væri að venjast þvi
að Fönix hugmyndin yrði ekki að veruleika.
Hvílið ykkur!
Eitt af hverjum fimm kaupskipaslysum er af völdum þreytu
segja talsmenn bandarísku flutingaslysanefndarinnar NTSB.
Formaður nefndarinnar sagði nýlega að “glataður svefn væri
sama og glatað líf’ og höfðaði þar til stjórnenda flutningafarar-
tækja en þreyta er aðalorsök alvarlegra slysa í flutningageiran-
um þar í landi. 16% orsaka sjóslysa eru taldar tengjast þreytu
segir formaðurinn og hefur nefndin lagt til að settar verði kröf-
ur unr lágmarkshvild þar í landi til að stemma stigu við þessari
óheillaþróun. Hér á landi liggur fyrir þinginu frumvarp um
hvildartíma sjómanna sem byggir á Evróputilskipun en hérna
megin Atlantshafsins höfðu rnenn gert sér grein fyrir hættunni
af þreytu á öryggi til sjós.
Nýtt gull
Og meira um “smygl”. Upp hefur komist umfangsmikið svin-
dl á Ítalíu sem hefur gert það að verkum að bananar eiga orðið
meira sameiginlegt með gulli en bara litinn. Það var fyrir algjöra
tilviljun að upp komst um svindlið en evrópunefnd um spill-
ingu var að rannsaka umfangsmikla smyglaðgerð er tengdist
kókaínsmygli þegar þeir rákust á fölsuð skjöl varðandi innflutn-
ing á banönum. Þeir sem að þessu stóðu hafa haft fleiri hund-
ruð milljóna evra úr krafsinu en það sem þeir gerðu var að setja
bananana í tollaflokk þar sem einungis 55 evru tollur kom á
hvert tonn í stað 850 evra. Farmarnir voru fluttir í gárnurn með
skipum til Ítalíu.
Varnir gegn sjóræningjum
Hollenskt fyrirtæki hefur kynnt nýjung sem ætti að koma úl-
gerðum heimsins að góðum notum sérstaklega ef skip þeirra
eru að sigla á svæðum sem mikið er um sjórán. Um er að ræða
varnarkerfi sem lagt er um skipin og er nokkurskonar girðing
sem áhöfnin setur upp þegar farið er um hættusvæði. “Girðing-
in” gefur frá sér 9000 volta stuð sem ætti að lama sjóræningja
en ekki að drepa þá. Um leið og komið er við girðinguna
kvikkna öll þilfarsljós. Ljóst er að hér er á ferðinni búnaður
sem gæti bjargað mörgum sjómanninum frá grimmilegri úlreið
eftir sjóræningja sem stöðugt verða grimmilegri og beita meira
ofbeldi en áður hefur þekkst. Nú er svæðið við Sómalíu talið
vera það hættulegasta í heiminum en nánast öll skip sem þang-
að koma verða fyrir tilraunum til sjórána.
Gámaskipavöxturinn
Gámaskip heimsins eru nú orðin 3.000 talsins og náðu þvi á
aðeins 40 árum eftir að bandaríska skipafélagið Sea-Land kynnti
fyrsta gámaskipið 1 heiminum. Gámaskipin draga hratt á tank-
skipaflotann sem telur 3.400 skip og gera menn (Clarksons) ráð
fyrir að jöfnuði verði náð árið 2007. Það verður mun lengra þar
til gámaskipin ná stórflutningaskipum en þau eru 5.400 talsins.
56 - Sjómannablaðið Víkingur