Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Síða 57
í fjörutíu ára sögu gámasltipa hafa þau lolts náð tölunni 3.000.
að koma til hafnar í Las Palmas en það var ekki fyrir en skip-
stjórinn sagði að skipið væri orðið olíu- og vatnslaust að það
fékk leyfi að koma til hafnar. Við skoðun kom í ljós að engin
skipsskjöl fundust urn borð og í fyrstu sagði skipstjórinn að þau
væru í höndum umboðsmanns skipsins en þegar enginn slíkur
fannst kvað skipstjórinn útgerðina hafa pappírana en hún hefur
ekki heldur fundist. Einu siglingatæki skipsins sem virkuðu var
farsími, GPS tæki, segul- og giróáttaviti. Sjókortin voru gömul
rússnesk kort sem notuð voru á leiðinni til Las Palmas. Ljósavél
sá skipinu fyrir rafmagni en hún var ekki skipsvél heldur var
um lausa vél á þilfari að ræða sem tekin hafði verið um borð
áður en ferð skipsins hófts og þurftu skipverjar að bera olíu að
henni. Ljósavélar skipsins voru ónýtar. Til að stýra skipinu
þurfti að vera maður í stýrisvélarými þar sem allar aðrar leiðir
voru bilaðar. Mikil tæring og ryð var í skipinu og víða göt í þil-
förum. Allur losunarbúnaður, björgunarbúnaður og vélbúnaður
skipsins var í slæmu ástandi og enginn skipverjanna voru með
tilskilin skírteini.
Frá 1965 til 1985 jókst gámaskipastóll heimsins upp í 1.000
skip. Árið 1996 urðu skipin 2.000 og á þeim sex árurn sem síð-
an eru liðin hafa 1.000 til viðbótar bæst í hópinn. Mikill vöxtur
í þessari skipagerð.
Hlutur Evrópu
Evrópskar útgerðir eiga og ráða yfir 41% af heimsflotanum
sem er aukning um 1% frá árinu á undan. Fjöldi skipa sem sigla
undir fánum Evrópuríkja er þó einungis 17,4% eða samtals
6.975 skip.
Ryðhaugur mánaðarins
Hafnarríkiseftirlitið sæmir reglulega skip þeirn vafasama heið-
ur að vera ryðkláfur mánaðarins. Ryðkláfur októbermánaðar
kom í hlut flutningaskipsins Ramaz sem er skráð i Togo. Skipið,
sem er 1300 tonn að stærð, kom lil Las Palmas í byrjun októ-
bermánaðar og hafði því verið siglt frá Máritaníu, þar sem það
hafði legið við akkeri í einhvern tíma, en skipið átti að fara í
viðgerð á Kanaríeyjum. Þegar skipið kom til hafnar fóru hafnar-
ríkiseftirlitsmenn þar um borð og ekki að ástæðulausu því skip-
ið leit hreint skelfileg út. Skipinu hafði reyndar verið neitað um
Le Joola
Fyrir skömmu mátti sjá í fréttum að ferja í Senegal hefði farist
og óttast væri að með skipinu hefði fjöldi manns farist. í hinum
vestræna heimi er oft ekki mikil umfjöllun um sjóslys sem eru
utan Evrópu nema ef um mikla mengun er að ræða. Með far-
þegaferjunni Estoniu sem fórst árið 1994 fórust tæplega 900
manns og er það slys enn í umfjöllun fjölmiðla í Evrópu. Hvað
varðar slysið á Le Joola þá fórust 1153 í því slysi eða 250 fleiri
en i Estoniuslysinu en 64 var bjargað. En hvað olli þessu mikla
slysi er ekki mikið fjallað um né hvernig björgun fólksins fór
frarn. Komið hefur fram að skipið var oflrlaðið af farþegum auk
þess sem lítið var af öðrum farmi um borð. Sá farmur sem þó
var urn borð var ekki bundinn niður og þegar skipið fór að
velta sökum veðurs fór farmurinn af stað og þá einnig farþeg-
arnir sem færðust í þá hlið skipsins sem það lagðist á. Hvað
varðar leit að eftirlifendum þá taldi herinn enga þörf á að senda
út leitarvélar átta tímum eftir slysið en þremur tímum seinna
var þó ákveðið að kíkja á staðinn þar sem skipið fórst. Eftirlits-
aðilar með öryggi skipsins höfðu oft gert viðvart um vandamál
varðandi stöðugleika skipsins en aldrei gert neitt annað í mál-
inu.
Meðal þess sem vantar
í nýju orðabókina
Afhenda = að höggva af hönd
Afturvirkni = samkynhneigð karla
Arfakóngur = garðyrkjumaður
Baktería = hommaveitingabúð
Búðingur = verslunarmaður
Dráttarkúla = eista
Dráttarvél = titrari
Dráttarvextir = meðlag, barnabætur
Féhirðir = þjófur
Flygill = flugmaur
Forhertur = maður með harðlífi
Formælandi = sá sem blótar rnikið
Frumvarp = fyrsta egg fugla
Glasabarn = barn getið á fylleríi
Handrið = sjálfsfróun
Hangikjöt = afslappaður getnaðarlimur
Heimskautafari = tryggur eigimaður
Herðakistill = bakpoki
Hleypa brúnum = kúka
Iðrun = uppköst, niðurgangur
Kóngsvörn = forhúð
Kúlulegur = feitur
Kópia = hjákona
Kviðlingur = fóstur
Líkhús = raðhús
Lóðarí = lyftingar
Loðnutorfa = lífbeinshæð konu
Maki = sminka
Meinloka = plástur
Nábýli = kirkjugarður
Náungi = maður sem deyr ungur
Neitandi = bankastjóri
Pottormar = spaghetti
Riðvörn = skírlífisbelti
Ringulreið = grúppusex
Sambúð = kaupfélag
Samdráttur = grúppusex
Skautahlaupari = lauslátur karlmaður
Skautbúningur = kvenmannsnærbuxur
Tíðaskarð = skaut konu
Undandráttur = ótímabært sáðlát
Undaneldi = brunarústir
Upphlutur = brjóstahaldari
Uppskafningur = vegheflisstjóri
Úrslit = bilun í úri
Veiðivatn = rakspíri
Vindlingur = veðurfræðingur
Vökustaur = hlandsprengur að morgni
Öryrki = sá sem er fljótur að yrkja
Sjómannablaðið Víkingur - 57