Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Side 64
Skipaskrá:
Leita |
Hafnaskrá:
1435 Haraldur Böðvarsson AK-12
Aflaheimildir | Útgerð ) Fiskistofa
852-2312
Leita
Þjónustusíður:
f'r " 1 Leita |
Leit í frétturn:
wmMk
Dptimar 3
Ljósmyndi Quámundur St Valdimarsson (1998
^ SCANMAR
ISLAND
Stærð og mál
Brúttórúmlestir
Brúttótonn
Bókatilboð
Mesta lengd
Breidd
Siómannaalmanakið
Vél
299,00 Nettótonn 169,00
562,00 Rúmtala 1.566,00
46,47 Skráð lengd 41,47
9,00 Dýpt 6,55
Almennar upplýsingar *1
Kallmerki TF-BF
Heimahöfn Akranes
Sími um boró 852-2312
Síml um boró 853-4398
Fax 852-2312
MMSI 251051110
StdC Fyrri nöfn: Baatsfjord F-60 425105110
Flokkun 5 |
Utgeróarflokkur Skip með aflamark
Tegund ístogari
Smiði ...."...g'|
Smíóastaóur Krístiansund
Smíðaland ísland
Árg./mán 1975/4
Innflutningsár 1975
Efniwiður Stil
Þilfor 2
rlnl/Um
um ílest þjónustu- og útgerðarfyrirtæki
landsins.
Lifandi fréttavefur
Skip.is er lifandi fréttavefur um sjávar-
útveg þar sem sagðar eru vandaðar fréttir
af sjávarútvegi á íslandi og víðar að. Dag-
lega bætist við fjöldi frétta en hægt er að
fletta í upp á öllum eldri fréttum í frétta-
banka. Ritstjóri fréttavefjarins er Eiríkur
St. Eiríksson, en hann var m.a. blaða-
maður hjá Fiskifréttum í f6 ár.
Skipaskrá uppfærð reglulega
Á Skip.is er hægt að leita í skipaskrá
Skerplu sem uppfærð er reglulega.
Myndir eru af öllum skipunum ásamt it-
arlegum upplýsingum um þau og útgerð-
ir þeirra. Leitarmöguleikar eru fjölbreyti-
legir auk þess sem boðið er upp á ýmsar
tengingar. Ritstjóri skipaskrárinnar er Ei-
ríkur St. Eiríksson.
Allar hafnir landsins
Á Skipum.is er hægt finna ítarlegar
upplýsingar um allar hafnir á íslandi,
starfsmenn og rekstraraðila. Myndir eru
af öllum höfnum og kort af fjölmörgum
hafnarsvæðum. Hægt er að kalla fram
lista yfir fyrirtæki í höfninni, skip sem
eru skráð í höfninni o.fl. Ritstjóri hafna-
skrárinnar er Ingibjörg Ólafsdóttir.
Gular síður
Á Skip.is er vönduð skrá um þjónustu-
og útgerðarfyrirtæki. Helstu skrár eru
fyrirtækjaskrá, þjónustuskrá, vöru-
merkjaskrá og skrá um einstaklinga. Á
einfaldan hátt er hægt að leita í öllurn
þessum flokkum og fá skýrt framsett
svör. Einnig er hægt að leita í flokkaðri
þjónustuskrá. Ritstjórar gulu síðnanna
eru Sigurlín Guðjónsdóttir og Þórarinn
Friðjónsson.
Allar nánari upplýsingar um Sjávarút-
vegsvef Skerplu - Skip.is, veitir Þórarinn
Friðjónsson í síma 533-6011, netfang:
thorarinn@skerpla. is.
SJRVflRIÍTVEGSVEFllR SHERPLU
Metaðsókn að sjávarútvegssýningunni
Metaðsókn varð að íslensku sjávarút-
vegssýningunni sem haldin var í Smár-
anum í Kópavogi dagana 4.-7. septem-
ber sl. Gestir á sýningunni voru sam-
tals 18.154, eða um 1 000 fleiri en á
sjávarútvegssýningunni 1999, sem var
þó hin fjölsóttasta frá upphafi slíkra
sýninga hérlendis. Fjöldi sýnenda nú
var tæplega 800 fyrirtæki frá 37 lönd-
um.
Mikil ánægja var með skipulag og
aðstöðu sýningarinnar, bæði meðal
sýnenda og gesta. Að lokinni sýning-
unni sagði Marianne Rasmussen, fram-
kvæmdastjóri að hið nýja sýningarhús í
Kópavogi, Fífan, hefði í raun gjörbreytt
aðstöðunni og með því hefði skapast
aðstaða til sýningarhalds, eins og best
verður á kosið. Á sýningunni 1999
voru notuð sex hús og skálar á svæð-
inu, en að þessu sinni rúmaðist sýning-
in í tveimur húsum og einum skála
með tengingu á milli. Var heildarsýn-
ingarsvæðið undir þaki nú um 13.000
fermetrar og að auki var sýningarsvæði
utanhúss um 600 fermetrar.
Það er breska útgáfu- og sýningar-
fyrirtækið Highbury-Nexus sem stendur
fyrir íslensku sjávarútvegssýningunni en
helstu samstarfsaðilar fyrirtækisins á ís-
landi eru Interfairs Limiled, fyrirtæki
Bjarna Þórs Jónssonar, og Fróði hf.
Islensku sjávarútvegsverðlaunin
í tengslum við íslensku sjávarútvegs-
sýninguna 2002 voru íslensku sjávarút-
vegsverðlaunin veitt öðru sinni. Voru
verðlaunin afhent á hátíðarkvöldi sem
haldið var á Hótel íslandi föstudaginn 6.
september og sóttu á sjötta hundrað
manns þá hátíð. Veitt voru fjórtán verð-
laun og voru verðlaunahafar eftirfarandi:
Besta nýja framleiðslan: Marel hf.
Besti sýningarbásinn: Skeljungur hf.
Besti hópbásinn: Færeyski sýningar-
básinn.
Framúrskarandi fiskimaður: Þorsteinn
Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg
SU.
Framúrskarandi útgerð: Samherji hf.
á Akureyri.
Framúrskarandi fiskvinnsla: Útgerð-
arfélag Akureyringa.
Framúrskandi framlag til sjávarút-
vegs: Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði.
Framúrskarandi framleiðandi - veið-
ar: Hampiðjan hf.
Framúrskarandi framleiðandi - fisk-
vinnsla: Skaginn hf.
Framúrskarandi markaðsfærsla sjáv-
arafurða: Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna.
Outstanding international supplier-
Catching: Scanmar, Norway.
Outstanding international supplier -
Handling and processing: Nesco weig-
hing system, UK.
International supplier marketing:
Cabin Plant, Demnark.
Best overall supplier: Marel hf.
64 - Sjómannablaðið Víkingur