Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2002, Qupperneq 67
Hagkvæmni togveiða Það hefur alltaf verið áhyggjuefni skip- stjóra við togveiðar hvort trollið vinni rétt. Skortur á upplýsingum um hegðan veiðarfærisins í sjónum hefur í raun hamlað þróun í gerð togveiðarfæra og hagkvæmni í notkun þeirra. Scanmar kom fram á sviðið fyrir rúmum 20 árum með þráðlausa rafeindanema sem gáfu skipstjóranum í fyrsta sinn upplýsingar um hegðan trollsins og hvar og hvenær afli kom í veiðarfærið. Alla tíð síðan hef- ur Scanmar leitt þróunina í gerð þráð- lausra rafeindanema sem veita skipstjór- um sífellt meiri upplýsingar um veið- hæfni veiðarfærisins og stuðla að stór- aukinni hagkvæmni veiðanna. Tíminn er dýrmætur, sérstaklega á það við í rekstri stórra fiskiskipa með dýr veiðarfæri og fjölmennar áhafnir. Allur tími sem ekki nýtist til veiða er dauður tími sem skapar engin verðmæti. Allur tími við veiðar verður að gefa hámarks afrakstur. Geómetría og veiðihæfni togveiðarfæris. Til að tryggja hámarks árangur við tog- veiðar verður trollið að vinna rétt allan tímann, en þar komum við að mesta veikleika togveiðanna, þ.e. skorti á vit- neskju um hegðan og veiðihæfni trollsins niður í sjónum. Rétt geómetria botn- trolls, þ.e. hámörkun veiðisvæðis framan við trollið og opnun trollsins sjálfs liggur í þremur megin þáttum: 1. Skverun hlera (hlerabil 2. Lóðréttri opnun trollsins (höfuðlínuhæð) 3. Sjóflæðinu í gegnum trollið. Tveir fyrst nefndu þættirnir, hlerabil og lóðrétt opnun trollsins ræðst af hönn- un þess, grandaralengdum og stærð og þyngd hlera. Þessir þættir mynda í raun veiðisvæði trollsins. Þriðji þátturinn í réttri geómetriu trollsins er sjóstreymið inní trollið, það skapast fyrst og fremst af hraða og stefnu trollsins i gegnum sjó- inn. Við skilyrði þar sem engir straumar eru við botn, er sjóstreymið beint inní trollið eins og það er dregið, en oftar enn ekki hafa botnstraumar og lögun botns- ins áhrif á veiðihæfni trollsins. Sem dæmi má nefna að þegar dregið er í botnhalla er eðlilega að hafa meiri lengd úti á vírinn sem er dýpra og átakið verð- ur því meira á efri vírinn. Svipað gerist þegar botnstraumur kemur á hlið á troll- ið, þá fær annar hlerinn strauminn í bak- ið en hinn fær strauminn á skverflötinn og eykst átakið á þann vír. í þessum til- vikum vinnur autotrollið ekki rétt. Við þessar aðstæður eru upplýsingar um þessa þætti ómissandi til að laga skekkju trollsins og hraðann í gegnum sjóinn og þar með að auka enn hag- kvæmni veiðanna með sparnaði í olíu og auknum afla á togtíma. Hönnun trolls gerir ráð fyrir að sjó- flæðið í gegnum trollið sé nægilegt við liltekinn kjörhraða sem skili aflanum aft- ur í pokann. Þekkt er að einskonar “sjótappar” geta þó myndast í trollum. Það gerist þegar einhver hluti trollsins ber ekki það sjóflæðið sem kemur inní það. Áhrifin eru lík því að draga eftir sér vatnsfötu og veldur því að trollið fer að ýta sjónum á undan sér framan við “tappann” og þá streymir sjórinn upp og til hliðar úr úr trollinu þar sem netið er gisnara og sömu leið fer sá fiskur sem korninn var inní trollið. Veiðafærastýrikerfi Scanmars sem samanstendur af mismunandi nemagerð- um getur mælt allar þessara stærðir 1 trollinu svo tryggt sé að það vinni rétt, það kemur í veg fyrir að trollið sé dregið; skakkt, laust frá botni, með svaga hlera, slitna grandara eða leggi, þ.e. að hámörk- un veiðanna náist : * Hleranema (sett) sem mælir hlerabilið, samanstendur af tveim nemum, stærri nerna sem staðsettur er á bb.hlera og tekur við merkjum frá minni nema, svokölluðum endurvarpa á stb.hlera. Stærri neminn sendir síðan upplýsing- arnar stöðugt upp til skipsins. Gagnsemi: Rétt fjarlægð milli hlera er nauðsynleg til að ná réttri virkni trollsins, ef hleri Sjómannablaðið Víkingur - 67 Þjónustusíður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.