Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 4
Þróun fiskverðs Undanfarna daga hefur undirritaður haft nóg að gera við að reyna finna svör við spurningum sjómanna sem haft hafa samband og eiga það sameiginlegt að botna hvorki upp né niður í því sem er að gerast varðandi verðlagningu sjávarfangs. Þar er um þessar mundir i aðal- hlutverki, auk LÍÚ að sjálfsögðu, Útgerðarfélagið Vísir h.f. sem und- anfarin ár hefur vaxið fiskur um hrygg umfram flestar aðrar útgerðir. Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir uppgangi fyrrnefnds fyrirtækis og má þar örugglega nefna til sögunnar hæfa stjórnendur og starfsmenn sem undanfarið hafa starfað saman í óvenju góðum friði og sátt um það sem mestu máli skiptir, þ.e.a.s. fiskverðið. Sá háttur hefur þar verið viðhafður til margra ára að útgerð og áhafnir hafa samið sín i milli um verð á þorski en undirmálsþorskur og allur annar fiskur hefur farið á markað. Þetta fyrirkomulag hefur svo sannarlega reynst fyrirtækinu heilla- drjúgt og því er það ákaflega dapurlegt þegar stjórnendur þessarar á- gætu útgerðar virðist horfa algjörlega fram hjá því heilladrjúga ferli sem einkennt hefur undanfarin ár og láta hafa sig í að gera kröfur um stórfelldar breytingar á því fyrirkomulagi sem við líði hefur verið um langa hríð. Allir vita að samningsmarkmið varðandi þorsk, ýsu og karfa voru langt frá því að ganga eftir og leiddu til þess að sjómenn urðu af launum upp á hundruð milljóna. Núna loksins, þegar mark- mið nást sem fyrir löngu áttu að hafa náðst, bregður svo við að krafist er stórfelldra lækkana á þeim tegundum sem lúta að gerðardómnum. Þ.e.a.s. þorskur, ýsa og karfi. Látum nú vera hefðu menn látið þar við sitja, en því var nú heldur betur ekki til að dreifa. Krafa var gerð um að allar tegundir sem fram til þessa höfðu farið á markað yrðu eftir- leiðis í beinni sölu. Úrskurðarnefnd, þ.e. fulltrúar LÍÚ, með fulltingi oddamanns urðu góðfúslega við kröfum útgerðarmanna. Öllum, að undanskildum al sverustu LÍÚ haukum, ætti að vera ljóst að rökin sem notuð voru í úrskurðinum eru með slíkum endemum að það hálfa væri nóg. Þar er vitnað í kjarasamninga málsaðila þar sem út- gerðarmanni er falið í umboði áhafnar að ákveða, hvernig sölu aflans skuli háttað. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fisk- inn, þó aldrei lægra en það sem útgerðarmaður fær. Svo er að sjá að þessi úrskurður byggi á því að ráðstöfunarréttur við sölu aflans skipti öllu máli en það virðist síðan algjört aukaatriði hvort sanngarnt verð fæst fyrir aflann eður ei. í kjölfar þessa úrskurðar getur útgerðarmað- ur keypt aflann af sjálfum sér á niðursettu verði, látið kallana éta það sem úti frýs og kyngja í leiðinni lækkunum upp á tugi prósenta. Taka verður fram að engin fordæmi eru fyrir því að úrskurðarnefnd standi með þessum hætti að breytingum um ráðstöfun aflans. Einnig er vert að geta þess að stjórnvöld settu á laggirnar fjölmenna nefnd sem ætlað var það hlutverk að vinna að vexti og viðgangi fisk- markaða. Sá gjörningur að taka allar tegundir af markaði hlýtur að ganga þvert á þau markmið sem að var stefnt. Sú staða sem nú blasir við að óbreyttu, er gamla verðlagsráðsverðið í þorski, ýsu og karfa, en frítt spil hjá útgerðum í öðrum tegundum. Þetta leiðir síðan til þess að þeir sem treyst hafa á markaðina og greitt hafa raunverð fyrir afl- ann, fá hægt andlát. Ami Bjamason Útgefandi: í-armanna- og fiskimannasamhand íslands, Borgartúni 18, 103 Reykjavík. Afgreiðsla og áskrift: sími 362 9933 Kifsljóri og ábyrgðarniaður: Sæmundur Guðvinsson, sírni 868 2139, nelfang sgg@mmedia,is. Auglysingastjóri: Sigrún Gíssurardóttir, sími 387 4647 Kitnefnd: Árni Bjarnason, kiríkur Jónsson, llilmar Snorrason Forscti I FSÍ: Árni Bjarnason Umbrot, filmuvinnsla. prentun og bókbaud: Gutenbcrg Aðildarfélög FFSÍ: kélag íslenskra skípstjórnarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendínga, Fclag íslenskra loflskéytamanna, l élag bryta, Félag matrciðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; ByJgjan, ísafirði; Sindri, Neskaupslað; Verðandi, Vestamannacyjum; Vísir, Suðurnesjum. FFSl Blaðíð kemur út fjórum sinnum á ári. Forsíðumyndina tók Jón Pdll Ásgeirsson 4 8-9 10 12-13 14-15 18-21 22-28 29-30 31-33 34-35 Þróun fiskverðs. Forystugrein Árna Bjarnasonar forseta FFSÍ. Ljósmyndakeppni sjómanna. Togararall Hafrannsóknarstofnunarinnar „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt". Viðtal við Hjört Valsson stýrimann á Baldvini Þorsteinssyni EA. Rætt við Margréti Jónasdóttur kvikmyn- dagerðarmann um nýja sjónvarpsmynd um líf og störf íslenskra sjómanna. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna svara spurningum blaðsins. Túlli stýrimaður - pabbi Björgvins söngvara. Fjallað um Halldór Baldvinsson stýrimann og viðtal við Björgvin Halldórsson. „Svona menn eru hetjur“. Frásögn Jay D. Lane, sigmanns björgunarþyrlu varnarliðsins af björgunarafrekinu við Svörtuloft. Hilmar Snorrason með fjölbreyttar fréttir utan úr heimi. Stúlkan á vatnsfötunni. Smásaga eftir Hafliða Magnússon. 37-38 41 42-43 44-45 Sagt frá tilraunaeldi á þorski að Stað í Grindavík. Rætt við Reyni Matthíasson framkvæm- dastjóri Poulsen. Sjóklæðagerðin - 66° NORÐUR. Rætt við Þórarinn Elmar Jensen og Elmar Frey Vernaharðsson. Fiskeldiskennsla í Hólaskóla. J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.