Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 6
Árni Bjarnason forseti FFSÍ Hval líður sameiningarmálum Eins og eðlilegt verður að teljast þá berast annað slagið fyrirspurnir frá mönnum varðandi títtnefnt sameiningar- ferli, ferli sem reyndar á sér ansi langa sögu. Pví er til að svara, að vinna við fyrir- hugaða sameiningu er í þeim farvegi sem til stóð og stefnan sett á, að þau þrjú fé- lög sem aðild eiga að málinu hafi lokið því sem ljúka þarf fyrir áramót og muni frá og með þeim tíma vinna að hagsmun- um skipstjórnarmanna sem eitt félag sem hefði innan sinna vébanda yfir 1.000 fé- lagsmenn. Drög að lögum hins nýja fé- lags eru nánast tilbúin auk þess sem á- ætlanir um starfsemi og verkaskiptingu eru vel á veg komnar. Ákveðið er að fé- lögin sendi til sinna félagsmanna kjör- seðla þann 2. maí og atkvæðagreiðslu Ijúki þann 11. júlí. Þar munu félagsmenn hvers félags fyrir sig kveða upp úr með hvort af samein- ingu verður eður ei. Verði af sameiningu mun öllum aðildarfélögum FFSÍ sem þess óska vera boðin aðild að hinu nýja félagi. Komi fram ósk um aðild innan 12 mánaða frá stofnun mun það félag sem um ræðir teljast til stofnfélaga hins nýja félags. Öllum sem eitthvað fylgjast með á Árni Bjamason. annað borð er ljóst viðhorf undirritaðs til þessa máls. Mér og fleirum finnst það al- gjör tímaskekkja, í því starfsumhverfi sem nú á tímum er boðið upp á, að þeir rúmlega 1.600 skipstjórnarmenn, sem eru heildarfjöldi stéttarinnar, skuli vera tvístraðir í tiu smáfélög með 10 mismun- andi lög, 10 útfærslur á félagsgjöldum. 10 mismunandi reglur um sjúkra- og styrktarsjóð svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem það getur vart talist vænlegt til árangurs að sérhvert aðildarfélag innan FFSÍ, sem ekki er fjölmennara en raun ber vitni, hafi í hendi sér hvort heildar- samtökunum sé veitt samningsumboð þegar kjaradeilur eru í gangi. I því návígi sem til staðar er hérlendis milli sjó- manna og útgerða kann þetta ekki góðri lukku að stýra, enda hafa viðsemjendur okkar nýtt sér það og valdið með þvi sundrungu og upplausn í liði sem svo sannarlega veitir ekki af allri þeirri sam- stöðu sem mögulegt er að virkja þegar í harðbakkann slær. Með sameinuðu félagi vaxa stórlega að mínu mati möguleikar manna til bættrar þjónustu og aukinna félagslegra réttinda. Ég geri mér grein fyrir að til eru menn innan okkar raða sem finnst ekki ástæða til breytinga af þessu tagi. Rök þeirra hef ég aldrei skilið, en virði engu að siður þeirra skoðanir og hvet alla félagsmenn í félögunum þremur til að greiða atkvæði í þessu afdrifaríka máli. Málfundir um öryggismál sjómanna Málfundir um öryggismál sjómanna verða haldnir víða um land á árinu. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig öryggi sjómanna varða eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum að. Boðað var til fyrsta fund- arins í Grindavík 31. mars, en næstu fundir eru áætlaðir á Snæfellsnesi í april, á ísafirði í maí, á Akureyri, Eski- firði og Vestmannaeyjum í haust. Fundirnir eru haldnir í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda og að þeim standa: Samgöngu- ráðuneyti, Siglingastofnun, Slysavarnarfélagið Lands- björg, Landhelgisgæslan, Landssamband smábátaeig- enda, Sjómannasambandið, Farmanna- og fiskimanna- sambandið, Vélstjórafélag íslands og Landssamband ís- lenskra útvegsmanna. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.