Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 41
Poulsen Rœtt \ið Reyni Matthíasson, framkvœmdastjóra Poulsen í Skeifunni Gamalgróið fyrirtæki sem nýtur mikils trausts á markaði um m/ §W ^ f 1 i Reynir Matthíasson framkvœmdastjóri Poulsen Poulsen er þekkt fyrirtæki sem margir haía átt viðskipti við á liðnum áratugum. Upphaf þess má rekja aftur til ársins 1910 þegar Valdemar Poulsen, danskur járn- steypumeistari fór að að versla með eld- fastan leir og ýmsa málma. Samhliða því rak hann járnsmiðju. Stærsti þátturinn í starfsemi fyrirtækisins var einmitt sala á Járnboltum sem framleiddir voru í smiðj- U|ini, Fyrirtækið þróaðist síðan með hreytingum í innflutmngi og samsetningu yerslunar í landinu og fór að flytja inn ýrnsar vörutegundir. Það voru helst ýms- ar vörur á sviði vél- og drifbúnaðar og einnig hafa smurkerfi orðið veigamikill þáttur í rekstrinum. Enn í dag er véla- deildin kjarninn í starfseminni. Þess hef- Ur jafnan verið gætt að þróast í takt við hreytta tíma og er sífellt að leita nýjunga 1>1 að treysta og efla fyrirtækið. Fyrir tveimur árum keyptu bræðurnir hagnar og Reynir Matthíassyni Poulsen °g fyrirtækið hefur verið flutt í rúmgott húsnæði í Skeifunni. Þeir bræður eru ekki ókunnir verslun og viðskiptum, syn- lr Matthíasar í Bílanausti sem hann og Ijölskylda gerðu að stórveldi á sínu sviði ^reð fjölbreyttu vöruúrvali á hagstæðu Verði. Reynir er framkvæmdastjóri Poul- Sen og Sjómannablaðið Víkingur spjallaði við hann um fyrirtækið. ^él 0g drifbúnaður «Við eru með mjög stóran lager af því 'e'sta sem er að ganga reglulega í við- aldi á færiböndum, flæðilínum og jerigslum, rafmóturum og gírum ásamt 1Vl sem við á í það svo sem reimar, tann- hjól og keðjur. I drifbúnaði erum við með allt það helsta, en að vísu eru oft sérverk- efni í gangi og þá erum við beðnir að út- vega einstaka hluti sérstaklega. Við erum í samstarfi við mjög þekkta framleiðend- ur í Evrópu í vél- og drifbúnaði sem hafa verið lengi í rekstri og eru kunnir fyrir viðurkennda framleiðslu,“ sagði Reynir „Þá erum erum við stærstir i inn- flutningi á talíum og Poulsen hefur lengi verið þekkl nafn í þeim búnaði. Við eru reglulega að selja bæði stórar og smáar talíur og svo er eitthvað um sérlausnir og þá er það yfirleitt gert á lengri tíma þar sem verið er að hanna einhvern búnað.“ Matvælavæn smurkerfl Það er víða sem Poulsen lætur til sín taka í hvers konar búnaði. Nefna má snekkjur, varíatora og gíra. „Við erum með búnað þar og það nýjasta í því er, að við bjóðum sjálfvirk smurkerfi fyrir flæðilínur sem er úr þannig feiti að hún er matvælavæn. Þetta hefur verið að þróast undanfarin ár og kannski meira í nýrri húsunt. Þar er þetta að taka við af þessari huglægu viðhalds- vinnu þar sem mismunandi efni eru sett á vélarnar. Nú er víða kominn sjálfvirkur hugbúnaður," segir Reynir ennfremur. Lítið fyrirtæki - stórir kúnnar Poulsen hefur alltaf verið lítið fjöl- skyldufyrirtæki og náði snemma ákveðn- um sessi með vissar vörur og hefur hald- ið þeim sess. Þenslustefna hefur ekki ver- ið ráðandi hjá Poulsen, en nú eru breyttir tímar og Reynir segir að þeir þurfi kannski að horfa á framtíðina í stærra samhengi. „Við erum með mjög stóra kúnna eins og i.d. Orkuveituna og þessi stóru fram- leiðslufyrirtæki og sinnum þeirn mjög vel. Poulsen er með tiltölulega fáa fasta viðskiptavini en nokkuð stóra. Svo höf- um við verið í samstarfi við fyrirtæki hringinn í kringum landið, en það er ekki hægt að segja að Poulsen sé mjög stór heildsali eða dreifingaraðili. Þetta eru til dæmis rafmótarar, hjól, kúlulegur og mikið úrval af reimum af öllum stærðum og gerðum. Þar er það Fenger sem við bjóðum, viðurkennt gæðamerki. Þeir eru mjög sterkir og þekktir í þeim geira og alls konar sérbúnaður í því.“ Heitir pottar Þegar litast er um að hinni glæsilegu verslun í Skeifunni kennir margra grasa. Og þar er fleira að finna en ýmis konar vélahluti, tæki og tól. Þarna má sjá falleg- ar baðinnréttingar af ýmsum gerðurn og glæsilega nuddpott til að auka ánægju og vellíðan. -Þið með mikil viðskipti við stórfyrir- tæki, en svo koma einstaklingar líka hingað og kaupa sér nuddpott eða bað- innréttingu. Hvernig fer þetta saman? „Við bræður teljum okkur vita ýmislegt unt það hvernig á að sinna viðskiptavin- um sem best og búum þar að reynslunni úr Bílanausti. Þegar við keyptum fyrir- tækið fyrir tveimur árum var Poulsen með baðinnréttingar. Við sáum hvað hægt væri að gera meira í þeim efnum, efla vöruúrval og bjóða upp á fleiri vöru- merki. Markaðurinn er með mismunandi þarfir sem nauðsynlegt er að sinna. Við erum með búnað fyrir sundlaugar, síu- kerfi, potta og allt sem tilheyrar. Þessi deild búin vera í Poulsen í 20 ár en hér í Skeifunni getum við haft þetta allt á sama gólfi, enda er þetta húsnæði nánast tvö- falt stærra en á Suðurlandsbraut þar sem Poulsen var áður til húsa. Þegar við horf- unt á vinnustaði í dag, eru hvarvetna uppi auknar kröfur hvað varðar hreinlæt- isstaðla á öllum sviðum, ekki síst þar sem matvælaframleiðsla er annars vegar. Ég segi ekki að þessu þurfi endilega að fylgja heitur pottur, en öll snyrtiaðstaða er allt önnur í dag en var fyrir 30 árum og þetta er ákveðinn markaður. Sjómannablaðið Víkingur - 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.