Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 38
Átak í þorskeldi Mjög mikill áhugi er í Noregi og fleiri löndum á að byggja upp þorskeldi sem atvinnugrein og ljóst að mikilvægt er fyr- ir framtíðarhagsmuni íslands að fylgjast vel með og nýta þau tækifæri sem gefast á þessu sviði. Á síðasta ári var stofnaður starfshópur með það að markmiði að meta sam- keppnishæfi þorskeldis á íslandi, móta stefnu í rannsókna- og þróunarvinnu og afla og miðla upplýsingum um þorskeldi. Verkefnið er samstarfsverkefni sjávarút- vegsráðuneytisins, auðlindadeildar Há- skólans á Akureyri, Hafrannsóknastofn- unarinnar og sjávarútvegsfyrirtækja. í starfshópnum voru Guðbrandur Sigurðs- son ÚA (formaður), Finnbogi Jónsson Samherja, Jóhann Sigurjónsson Hafrann- sóknastofnuninni, Jón Þórðarson HA, Kristinn Hugason Sjávarútvegsráðuneyt- inu og Kristján G. Jóakimsson Hrað- JON BERCSSON EHF. 9 9 boots builtto last Lynghálsi 4-110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Viðbygging 2003 Fjármögnun: Hygginga- og ta'kjasjóðiir RANNÍS Sjávarútvrgsráðiuieytið Harraiuisóknastoriuiiiin !■' ríim kvæ mdaraði lar: ArkitektÚI• og hönnun: Fjölliöniitiii clif Byggingaraðili liúss: Sparri ehf Grunnurogjarðvinna: IJtlafcll sf ogG.G. Sigurðsson Pípulagnir: E.V.II. vcrktakar og Sigurgcir Bjarnason Rafniagn: Raf|)jóiuista Hirgis chf Kælivól ogvannaskiptakerfi Frostmark clif Frógangur lóðar I.itlafcll sf Eftirlil: Frninkvænulasýsln ríkisins og Vcrkfræðistofn Suðiirncsin clif frystihúsinu-Gunnvöru. Stefnumótunar- fundur var haldinn í Reykholti í Borgar- firði 17.-18. október 2002. Niðurstöð- urnar er að finna á heimasíðu verkefnis- ins (www.thorskeldi.is). íslendingar hafa markað sér þá stefnu að fara hægt í sakirnar í seiðaframleiðsl- unni en leggja þess í stað höfuðáherslu á nauðsynlegar rannsóknir til að byggja upp þekkingu og færni áður en ráðist er í uppbyggingu þorskeldis í stórum stíl hér á landi. Af þessari ástæðu hefur Haf- rannsóknastofnunin gert samstarfssamn- ing við Stofnfisk hf., Fiskeldi Eyjafjarðar hf., Fiskey ehf. og Þorsk á þurru landi ehf. um kynbætur og þróun í seiðaeldi á þorski. Gert er ráð fyrir að seiðafram- leiðslan fari fyrstu árin fram í Tilrauna- eldisstöðinni. Stofnunin mun safna hrognum og sviljum úr hrygningarfiski á völdum stöðum við landið og klekja þeim út í stöðinni. Vonast er til að unnt verði að framleiða árlega nokkur hund- ruð þúsund þorskseiði, nægilegt magn til að gera marktækar lilraunir með á- frameldi á þorski á nokkrum vænlegustu eldissvæðum landsins. 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.