Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 20
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og varaformaður þingflokks Sjálfstœðisflokksins 1. Lífskjör á íslandi hafa batnað hraðar á íslandi en í flestum öðrum ríkjum. Al- menningur hefur notið lífskjarabatans sem betur fer og kaupmáttur er betri nú en nokkru sinni fyrr. Þetta hefur skilað sér til sjómanna jafnt og annarra starfs- stétta hér á landi. Ef sérstaklega er litið til þróunar fiskverðs þá fer auðvitað ekk- ert á milli mála að tekjuþróunin hefur verið jákvæð flest undangengin ár. Þetta er sannarlega fagnaðarefni. Stjórnvöld ráða vissulega ekki lífskjörunum með beinum hætti. En þau geta stuðlað að betri lífskjörum með aðgerðum sínum. Sá lagalegi rammi sem við setjum markar lífskjörin. Með stefnumótun okkar und- angengin árin höfum við lagt grunn að þessari lífskjarsókn. Við viljum halda á- fram á þeirri braut og leggjum grunn að henni með verkum okkar. í þeim efnum skiptir margt máli. Nefna má skattamálin. Eins og rækilega hefur verið sýnt fram á hafa skattar verið lækkaðir í okkar tíð. Gagnstætt vilja stjórnmálaandstæðinga okkar. Þeir hafa lagt áherslu á aukin ríkisútgjöld, sem fyrr eða síðar leiða til aukinna skatta. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt. Þeirra grundvallarskoðun er að betra sé að fela ríkisvaldinu fjármálavöldin en einstak- lingunum. Þeir vilja hafa vit fyrir al- menningi. Þar skilur á milli. Gott dæmi er sérstakur tekjuskattur, oft ranglega nefndur hátekjuskattur. Ætli nokkur starfsstétt greiði hlutfallslega jafn mikla skatta á grundvelli hans og sjómenn? Tekist hefur að lækka hann verulega en áfram viljum við halda áfram á þeirri braut, hvað sem líður andróðri vinstri flokkanna. 2. Aflahlutdeildarkerfi, kvótakerfi án framsals af einhverju tagi er óhugsandi. Við tölum oft um skort á sveigjanleika í núverandi kerfi og það með réttu. En hvað myndu menn segja um kvótakerfi þar sem framsal yrði bannað. Þar færum við úr öskunni í eldinn. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hins vegar staðið fyrir því að þrengja framsalið mjög verulega. Það gerðum við meðal annars í tengslum við kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Þá lögfestum við niðurstöðu í blóra við vilja útvegsmanna, en sem sjómenn höfðu staðfest. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að veiðiskylda eigi að vera mikil, þó ég vilji ekki banna með öllu framsalið. Eðlilegt er að þeir sem hafa aflahlutdeild til ráð- stöfunar í meginatriðum veiði hana sjálf- ir að sem mestu leyti. Einar K. Guðfinnsson Athyglisvert er að sjómenn og útvegs- menn eru nú sammála um að þrengja enn framsalið. Hins vegar er ljóst að full- trúar stjórnarandstöðunnar lögðust al- gjörlega gegn því að þrengja framsalsrétt- inn. Einnig þeir stjórnmálamenn úr þeirra hópi sem hæst hafa talað um nei- kvæðar hliðar á frjálsu framsali. Einnig kom á óvart hversu mikilli andstöðu það mætti frá sjómönnum, útvegsmönnum og fiskverkendum að þrengja framsalið, þó samtök þeirra stæðu að slíkri kröfu. Ég er því þeirrar skoðunar að ekki verði að sinni gengið lengra í kröfunni um aukna veiðiskyldu. Menn verði því að ná utan um vandann sem við er að glíma gagnvart kjaramálum sjómanna að þessu leyti með öðrum aðferðum. 3. Já það getur vel verið eðlilegt. Mark- miðið með rekstri sjávarútvegsins er auð- vitað að hámarka þjóðfélagslegan arð. Þannig þurfa að njóta góðs af rekstri sjávarútvegsins, sjómenn, útvegsmenn, landverkafólk, fiskverkendur, byggðirnar og þjóðfélagið í heild. Til þess að það sé hægt þarf að vera hægt að byggja á stöð- ugleika; vissu um hráefnisframboð og svo framvegis. Með því að slíta algjörlega á milli fiskvinnslu og útgerðar er verið að rýra öryggi við hráefnisframboð. Það mun rýra hlut fiskvinnslunnar og rnark- aðshæfni hennar. það mun af sjálfu sér leiða til verri afkomu og lakari viðskipta- kjara. Markaðurinn erlendis krefst stöð- ugleika í framboði. Hann unir því ekki að fá ekki stöðugt framboð. Þess vegna hefur það orðið þróunin í rás áratuganna að byggja upp samspil útgerðar og fisk- vinnslu. Án þess er líklegt að fiskvinnsl- an stæði höllum fæti. Ekki síst úti um landið. Víða hefur þetta líka komið sér vel fyr- ir einyrkja útgerðir. Þær hafa haft stuðn- ing af slíku samstarfi, eins og segja má frá með ótal dæmum. Það er því auðvelt að sýna fram á að slíkt samstarf hefur tryggt störf sjómanna líka, rétt eins og það hefur án nokkurs vafa tryggt starfs- öryggi landverkafólks. Þess vegna er ég sannfærður um að langtímahagsmunum beggja, sjómanna og landverkafólks, er betur borgið þar sem hægt er að tryggja hráefnisframboð með tengslum útgerðar og fiskvinnslu, þó ef til vill megi færa fyrir því rök að í skammtímanum gætu sjómenn og útvegsmenn haft af því stundargróða að slíta þarna á milli. Á hinn bóginn er hægt að ganga þannig frá málum, í kjarasamningum og tneð löggjöf að tryggt sé að fiskverð sé eðlilegt og sanngjarnt. Nú er til dæmis tekið mið af markaðsverðmæti og eðli- legt er að sh'kt sé þróað áfram. Æskileg- ast er að slíkt sé á hinn bóginn gert í samningum á milli hagsmunaaðilanna sjálfra og að ríkið komi einungis að því með lögfestingu þess ramma sem menn kjósa að afmarki verkefnið. 4. Á Norðurlöndunim, t.d i Danmörku hefur verið gert sérstakt átak í því að flagga kaupskipum heim. DIS hefur þetta verið kallað. Þetta hefur verið gert með skattalegum aðgerðum. Fyrirtækin inn- heimta skatta af sjómönnum sínum og fá þá síðan endurgreidda frá hinu opinbera. Þessi leið hefur verið skoðuð hér á landi, en menn hafa ekki talið hana færa. Aug- ljóslega er hún örðug. Eða setjum okkur í þau spor að Eimskip og Samskip fái endurgreidda skatta starfsmanna sinna á kaupskipum, en önnur fyrirtæki fengju ekki slíkar endurgreiðslur af sínum starfsmönnum á öðrum sviðum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það. Menn sjá undireins vandkvæðin sem fylgja þessari leið Hitt er annað mál að menn skoði aðra þætti sem kunna að auðvelda slíka skráningu. Niðurfelling stimpilgjalda og aðrar opinberar aðgerðir gætu verið liður í slíku. Forsenda þess að vel takist til í þessum efnum, er að sjómenn, útgerðar- menn farskipa og stjórnvöld korni saman að slíku verki. 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.