Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Side 14
Margrét Jónasdóttir ogjón Karl Helgason íflotgöllum á dekkínu borð í varðskipinu Tý, tilbúin aðfara um borð í bát Ný sjónvarpsmynd er í framleiðslu og fjall- ar hún um störf ís- lenskra sjómanna í haráttu við óhlíð náttúruöfl og hinar ýmsu hœttur hafsins. Myndin er framleidd fyrir„eina af sjón- varpsstöðvum Discovery í Banda- ríkjunum og verður seld um allan heim auk þess sem hún verður sýnd á Stöð 2 „Þessi mynd sem við erum að gera núna ber vinnutitilinn Hættur hafsins og fjallar um baráttu íslenskra sjómanna á miðunum. Tilgangurinn er að gera mynd sem sýnir þær óskaplegu erfiðu aðstæður sem íslenskir sjómenn eru oft að vinna við. Þetta hefur gengið vel nema hvað tíðin hefur verið svo góð að undanförnu að við bíðum enn eftir góðri brælu til að ná myndum af því. Jafnvel þó spá hafi verið vond dettur allt í dúnalogn þegar við mætum um borð!,“ sagði Margrét Jónasdóttir kvikmyndagerðarmaður í samtali við Sjómannablaðið Viking. Framleiðandi hinnar nýju sjónvarps- myndar sem unnið er að er Stormur, sem einnig gerði myndirnar um Þorskastríðin og Vestmannaeyjagosið, en þær myndir vöktu mikla athygli. Að baki framleiðsl- unnar stendur ein af sjónvarpsstöðvum Discovery í Bandaríkjunum. Myndin er unnin í samvinnu við franskt fyrirtæki sem er þegar búið að selja hana til sýn- ingar í Frakklandi og ef lil vill víðar, en ætlunin er að koma henni á heimsmark- að. Þá mun myndin verða sýnd á Stöð 2 á haustmánuðum. Stormur réði Jón Karl Helgason kvikmyndatökumann til að annast tökur, leikstýra og klippa rnynd- ina. Leita að myndefni „En þótt við höfum enn ekki lent í neinum alvörubrælum erum við farin að skilja hvers vegna er til svona lítið af myndefni frá slæmum veðrum á sjó. Það er nefnilega alls ekki auðvelt að athafna sig þegar er mikil ölduhæð. Ég skil bara ekki hvernig sjómenn geta unnið sitt starf við þær aðstæður. En við erum að leita að myndefni sem menn hafa kannski tekið um borð hjá sér á ein- hverjar litlar tökuvélar þar sem er virki- lega vont í sjóinn og vildum gjarnan komast í samband við þá menn,“ sagði Margrét. 14 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.