Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 28
Aldreifékk Túlli svona einkennisklœðnað. Björgvin varfenginn til að skemmla um borð í farþegaskipinu Eddu og dressaður uppfyrir jómfrúarferðina. fór að þvo og taka til“ i herberginu okk- ar. Það var svona prýðilega gert. Allt svo fágað og snyrtilegt. í dag er sunnudagur og kl. er 13.00. Björgvin er sofnaður hér á bekknum. Hann borðaði svo mikið af steik og ís. Ég ætla að vita hvort hann sefur í allan dag. Því næst slekk ég bæði ljósin og á útvarpinu og fer að leggja mig. Þegar ég vaknaði kl. 9,30 var Björg- vin aftur í , hálfdaufur fannst mér. Það kom líka á daginn þvi hann var hálf lumpinn. Hann segist ætla að fara snemma að sofa. Var sofnaður kl 10. 24. júní Sá sem ætlaði að fara snemma á fætur, vaknaði ekki fyrr en 11,30. Þegar pabbi vakti hann kl 10 bað hann utn að fá að sofa lengur og var það veitt góðfúslega. En nú á hann að fara að þvo sér og fara að borða. Hann borðaði með mér og borðaði vel „kjöt í karrí“ og kjötsúpu. Þegar ég fór upp þá sat hann aftur í borðsal og lapti kaffi. Ætli hann fái sér ekki smók á eftir? Ekki hafði hann verið að „smóka“, enda var þetta grín. Þegar ég vaknaði lá vel á stráksa. Hann hafði verið í sólbaði. Hann var að tefla um kvöldið svo var hann uppí brú hjá mér til kl. 2 um nótt- ina og fór svo að sofa. 25. júní Nú er fyrst að koma lag á Björgvin, hann borðar vel, og er ekki eins úrillur á morgnana. Þegar ég ætlaði að vekja hann í morgun var hann vaknaður og kominn á fætur. Búinn að þvo sér og bursta tennur og búinn að fá sér morgungöngu á bátadekkinu. Hann fór með mér að borða og nú verð ég að passa að hann borði ekki yfir sig. Hann borðaði sig belgfullan af nautasteik. Honum fannst hún góð. Hann fær sér sopa eftir matinn eins og rótgróinn togarakarl. Núna er hádegi og hann er að spila við karlana. Hann var að leika sér allan daginn og lá prýðilega á honum. Hann virðist vera farinn að sætta sig við sjómennskuna. Fór að sofa á skikkanlegum tíma. 26. júní Var ekkert úrillur þegar hann vaknaði. Hann spurði, hvað væri til matar. Það var saltfiskur og mjólkurgrautur. Hann var nú ekki hrifinn af því, og skaust í mat á undan mér, til þess að þurfa ekki að éta saltfiskinn. Situr nú í borðsalnum og sötrar kaffi uppað 10. Þegar ég kom úr koju var Björgvin að háma í sig smásteik, hann kunni víst bet- ur við hana heldur en saltfiskinn. Ann- ars er hann farinn að borða sæmilega. Hann var að kjafta við strákana fram eftir öllu 27. júní Kl. 3 i nótt kom hann upp i brú til mín, til að sjá stórt skip sem við mætt- um. Þá sá hann tunglið og spurði mig hvort mamma sæi það alveg eins. Nú er kl 5 að nóttu og hann steinsefur hér á bekknum. Ég tek eftir því að hann hefur ekki þvegið sér, áður en hann fór í koju, hann hefur stundum gleymt því. Hann er voða kátur núna, því að við lögðum af stað heim í nótt. Ég reif Björgvin upp kl. 10 og fór með hann í bað. En veðrið er hálf slæmt svo hann átti bágt með að standa. Það voru drullugar lappir sem ég varð að bursta. Hann varð hálfsjóveikur í látunum, át búðing og borðaði ekki baunir um hádegið. Hann svaf megin- partinn af deginum. Borðaði lúðu og majónes og brauðsneið kl 6. Veðrið er skárra. Við vorum að lesa og hlusta á út- varpið. Ég sofnaði aðeins um átta leytið. Þegar ég vaknaði kl. 8.30 var Björgvin búinn að klæða sig og farinn aftur i, glorhungraður og sjóveikin horfin. 28. júní Ég fór að fá mér snarl um miðnættið, en hvergi sá ég Björgvin. Ég bað Bjössa að svipast um eftir honum og hann frétti af honum fram í lúkar. Hann átti að reka hann í koju. Urn tvö leytið sé ég ein- hvern vera að paufast i myrkrinu. Það var þá Björgvin. Hann kom upp til mín, og sagðist hafa verið að spila. Hann var hjá mér til kl. 3. Ég kom niður 3.30 og við vorum að rabba lil kl 4,30. Nú er kl. 10 að morgni og hann steinsefur auðvitað. Hann fór ekki í mat en svaf til kl. 8. Ég færði hon- um mat í kojuna. Hann fór á fætur kl 9 um kvöldið. 29. júní Kl. er 24.00 og Björgvin er aftur í borðsal. Ég sagði honum að hann yrði að fara að sofa svo hann næðist út á daginn. Þetta er það sem hann vill gera heima, hafa endaskipti á nóttu og degi. Það kom líka á dag- inn, að hann gerði það. Ég vakti hann kl 10 en það var ómögulegt að ná honum fram úr. Hann er alveg eins og Magga. Hann vill sofa á dag- inn en vaka á næturnar. Þegar ég kom niður kl. 3.30 í nótt var hann að lesa og vildi fara að rabba. Við röbbuðum saman til kl 4.00 þá sagði ég honum að hann ætti að fara að leggja sig. Hann var sofnaður kl 4.30. Þegar ég var að vekja hann kl 10.30 sagði hann að sér væri flökurt. Ég hef tekið eftir því að hann er farinn að nota sér linkind mína lil þess að fá að dorma. Honurn er aldrei nökurt á kvöldin, þó það sé kolbrjálað veður. Það kom á daginn þegar hann loks fór í mat var hann auðvitað glor- hungraður. Hann át saltfisk og graut, þá er hann hungraður. Hann er búinn að vera að leika sér í góða veðrinu í allan dag. Nú er kl. 4 um nótl. Mér sýnist Björgvin vera nýsofnað- ur. Hann er kominn öfugu megin á sól- arhringinn. 30. júní Já, hann er ábyggilega kominn á vit- lausan helming sólarhringsins. Hann var að leika sér einn lil kl 2 í nótt. Var dálítið „svekktur" fyrst þegar túrinn var dreginn um einn dag, en það lagaðist. Þegar ég leit til hans kl. 3 var hann að lesa. 1. júlí Nú er kl. 11,30 og ég er að reyna að vekja hann, en það gengur hálf illa. Þó náðist hann nú út. Kl. 3 vakti hann mig, það var tann- pína. Codephin og svaf til 6. Þá var farið í bað í annað skiptið í túrnum og farið að gera klárt til heimferðar. En þá var þvi frestað um sólarhring. Minn maður setti upp skeifu. En jafnaði sig von bráðar, og spurði: „Þarf ég að fara í bað aftur á morgun?“ 2. júlí Ég ætla að reyna að hátta hann - Ég háttaði hann, og hann vaknaði ekki fyrr en 6 um kvöldið. Þá var hann glaður og kátur því nú var verið að halda heim. Þá er þessari sjóferð lokið. HB 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.