Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 37
Hafrannsóknastofnunin hefur opnað endurbœtta tilraunaeldisstöð að Stað við Grindavík Átak í tilraunaeldi Þann 28. mars opnaði sjávarútvegsráð- herra Árni M. Mathiesen formlega opna nýtt og endurbætt húsnæði við Tilrauna- eldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar að Stað við Grindavík. I Tilraunaeldisstöðinni hefur á undan- förnum árum verið unnið að marghátt- uðum rannsóknum á eldi ýmissa sjávar- dýra svo sem á lúðu, sæeyra, sandhverfu og þorski, bæði fjölgunar- og vaxtartil- raunir, svo og sjúkdómstengdar rann- sóknir. Markmið Hafrannsóknastofnun- arinnar hefur verið að auka þekkingu á eldi þessara tegunda og miðla henni út í samfélagið, einkum til sprotafyrirtækja í greininni. Undanfarið hefur áhugi vaxið mikið hér innanlands á þorskeldi og eldi ann- arra sjávarlífvera. Starfsmenn stöðvarinn- ar hafa undanfarið náð mikilsverðum ár- angri við eldi sandhverfu- og þorskseiða. Vonast er til að með öflugu rannsókna- starfi megi skapa ný tækifæri í eldi sjáv- ardýra. Nýlega gerði Hafrannsóknastofnunin samstarfssamning um þróun þorskseiða- eldis og kynbætur á þorski við nokkur öflug innlend fyrirtæki á sviði fiskeldis. hfeð samningnum og endurbættri að- stöðu er vonast til að unnt verði að kanna eldismöguleika á þorski og vinna öauðsynlegt undirbúningsstarf að hugs- anlegu framtíðareldi. Hin nýja aðstaða við Tilraunaeldisstöð- lna að Stað er nær tvöföldun á tilrauna- U'mi, en um er að ræða 790 m2 einangr- að stálgrindarhús með öllum helsta bún- aði úl seiðaframleiðslu, svo sem 5 stór klakfiskaker, 12 lirfueldisker með ^feinsibúnaði, 12 lítil seiðaker, 12 stór seiðaker og fullkominni aðstöðu til rækt- nnar hjóldýra. í gamla húsinu eru 18 stór ker til vaxtartilrauna en einnig að- staða til að klekja út hrognum og klefi til r*ktunar á saltrækju sem er ásamt hjól- öýrunum nauðsynleg fæða við frarn- h'iðs] u fiskseiða. Fullkomin hitastýring er á sjónum í stöðinni. Til staðar er síað- Ur svalur sjór (7°C) og heitur jarðsjór (65°C) og með varmadælu fæst mjög kaldur sjór allt niður í -1°C. Til að fjármagna nýbygginguna fékk kktfrannsóknastofnunin 22 milljóna kr. stýrk úr Bygginga- og tækjasjóði ■tANNÍs og sömu upphæð frá sjávarút- Vegsráðuneytinu. Áætlað er að nýbygg- ingin kosti fullbúin um 70 milljónir kr. Stöðvarstjóri að Stað er Matthías Odd- geirsson, en þeir Dr Björn Björnsson og Agnar Steinarsson fiskeldisfræðingar stjórna tilraunastarfi stöðvarinnar. Helstu rannsóknaverkefni sem unnið hefur xerið að á undanförnum árum Lúða Fyrstu árin voru gerðar ýmsar vaxtar- tilraunir með villta smálúðu sem safnað var í Faxaflóa, m.a. til að kanna hvernig kjörhiti breytist með fiskstærð, hve mik- ið af fiski er hægt að ala á flatareiningu og við hvaða stærð lúðan verður kyn- þroska. Eitt innlent fyrirtæki, Fiskey ehf., stundar nú lúðueldi, bæði seiðaeldi á Hjalteyri og matfiskeldi í Þorlákshöfn. Sæeyra Árið 1988 voru flutt inn sæeyru frá Kaliforníu og þeirn kornið fyrir í sóttkví í Tilraunaeldisstöðinni. Nokkrum árum seinna tókst starfsmönnum stöðvarinnar að fjölga tegundinni. Nú eru tvö innlend fyrirtæki sem stunda eldi á sæeyra, Sæ- býli hf. í Vogum og Stofnfiskur hf. í Hauganesi og hafa innfluttu dýrin verið nýtt til undaneldis. Aðalmarkaður fyrir sæeyru er í Japan, en þangað eru þau flutt lifandi með flugi. áþorskí Sandhverfa Hafrannsóknastofnunin hefur siðan 1991 safnað villtri sandhverfu með hjálp sjómanna til að byggja upp framtíðar klakstofn í stöðinni. Árið 1998 tókst að framleiða 1500 sandhverfuseiði og á tímabilinu 1999-2001 voru árlega frarn- leidd 10 000-30 000 seiði í stöðinni. Á síðasta ári nam framleiðslan um 130 000 sandhverfuseiðum sem seld voru tveimur innlendum eldisfyrirtækjum, Sæbýli hf. í Vogum og Silfurstjörnunni hf. í Axar- firði. Auk þess var Sæbýli afhentur tölu- verður fjöldi kviðpokalirfa ásamt lifandi fóðurdýrum. Mjög góð reynsla er hér- lendis af eldi á sandhverfu, vöxturinn er góður, afföll lítil og verð hátt (900 kr/kg). Kjörhiti sandhverfu er á bilinu 15-23°C og því er aðgengi að ódýrum jarðhita forsenda fyrir arðbæru eldi. Þorskur Frá árinu 1994 hefur Hafrannsókna- stofnunin verið að byggja upp þekkingu og færni við framleiðslu þorskseiða. Að jafnaði hafa árlega verið framleidd nokk- ur þúsund þorskseiði til tilrauna í stöð- inni, m.a. til að kanna hvernig vaxtargeta þorsks breytist með hita og fiskstærð. Á síðasta ári tókst að framleiða alls um 27 000 þorskseiði og meirihluti þeirra var seldur þremur innlendum eldisfyrirtækj- um, Útgerðarfélagi Akureyringa hf., Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. og Síld- arvinnslunni hf., sem hafa haslað sér völl í þorskeldi. Helstu rannsóknir Lúða: 1987 - Söfnun úr Faxaflóa, þéttlciki, kjörliiti, vaxtargcta, fjölgun, fóðurgcrð, fjölgun . Sæeyra: 1988 - Iniifliitningur, fjölgun, kjötiúti, yaxtargcta, þurrfóður I’orskur: 1992 - Klak- og lirognagæði, lirfu- og sciðacldi, kjörliiti, vaxlargcta, vaxtarmódcl, fóður, óuaHnÍKrannsókuir Sandliverra: 1992- Söfnuu á klakfiski, sciðafraiulctðs 11, 'IfjHl! arðsemisútreikningar, kjörliiti og vcxtargeta L Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.