Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 36
Sigling um Netið 9
í umsjón Hilmars Snorrasonar
Að þessu sinni ætla ég
að byrja á taka fyrir síður
sem fjalla um seinni
heimsstyrjöldina. Margt
er að finna á Netinu um
þessi blóðugu stríðsár og
þann fjölda skipa sem
urðu kafbátum Þjóðverja
að bráð. Ég hef áður fjall-
að um síður sem hafa að
geyma upplýsingar um
kafbáta Þjóðverja en
fyrsta síðan að þessu sinni
er um breska flotann. Síð-
an sem ber heitið Naval-
History.net er geysi öflug
siða um breska flotann
bæði í fyrri og seinni
heimsstyrjöld og
Falklandseyjastríðinu. Að
vísu er ekkert fjallað um
þorskastríðin, en þar
reynda báru Bretarnir
ekki sigur úr býtum.
Slóðin er
http://www.naval-histo-
ry.net. Önnur mjög
skemmtileg síða sem
einnig er um breska flotann er að finna á slóðinni
http://www.world-war.co.uk/index.php3 en sú síða er prýdd
mörgum góðum Ijósmyndum af þeim miklu bryndrekum sem
börðust hetjulega í seinni heimsstyrjöldinni. Síða sem hefur að
geyma upplýsingar um allar gerðir breskra kafbáta á síðustu öld
er á slóðinni http://www.britsub.net/ Hér er skemmtileg fram-
setning á kafbátasíðu þar sem auðvelt er að finna hverja gerð fyr-
ir sig og upplýsingar um þá.
Næsta síða sem er frá seinni heimsstyrjöldinni fjallar ekki um
skip heldur einn af ógnvöldum þeirra eða þýskar orustuvélar
sem reyndust mörgum skipum illa ef svo má að orði komast.
Luftwaffe Resource Center er að finna á slóðinni http://www.war-
birdsresourcegroup.org/LRG/index.html en þar geta menn leitað
uppi hinar ýmsu flugvélar sem þekktar voru fyrir að ráðast á
skip og eru myndir að finna af flestum gerðum. Fyrir þá sem
hafa áhuga á olíuskipum af gerðinni T2 sem smíðuð voru í rað-
smíðaverkefni Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni geta
skyggnst inn í heim þessa skipa á slóðinni
http://www.geocities.com/capecanaveral/-
campus/3415/t2tanker.html en síðan heitir einfaldlega T2.
Liberty skipin voru einnig raðsmíðuð og var sú aðferð sem
notuð var við smíði þeirra skipa algjör bylting í skipasmíðum og
einnig hvað hraða áhrærði. Síða Project Liberty Ship er að finna
á http://www.liberty-ship.com/ er að kynna sjálfboðaliðasamtök
sem stofnuð voru til varðveislu á einu þessa skipa John W.
Brown. Fjölda mynda frá skipinu er þar að finna en þetta skip er
varðveitt vestur í Bandaríkjunum. Skemmtileg síða þar sem tneð-
al annars er hægt að gerast meðlimur. Georg Duncan nokkur
heldur úti síðu sem hann kallar Marilime Disaster of WWIl,
sem útleggst sem sjóslys á seinni styrjaldarárunum, á slóðinni
http://members.iinet.net.au/~gduncan/maritime.html. Þar er
að finna stuttar frásagnir frá fjölmörgum skipstöpum á styrj-
aldarárunum. Síðan hefur yfir sér fagmennsku brag mikinn og
ætti engin að láta hana óséða fram hjá sér fara.
Fjöldi breskra togara fórst á styrjaldarárunum og upplýsing-
ar um þá er að finna á http://www.royal-naval-
reserve.co.uk/lost.htm en síðan heitir Trawlers Lost During
WWIl. Þar er að finna ýtarlegan nafnalista yfir togara sem fór-
ust og má sjá að þó nokkuð margir voru skotnir niður um-
hverfis ísland. Síðasta stríðssíðan sem verður með að þessu
sinni er bandarísk og er um kaupskip þeirra í seinni heims-
styrjöldinni. Slóðin á American Merchant Marine at War er að
finna á slóðinni http://www.usmm.org/ og kennir þar ýmissa
grasa. Ekki er mikið af ljósmyndum en óhentju mikið magn af
upplýsingum fyrir hvern þann sem er að spá í styrjaldarárin.
Lokasíðan að þessu sinni er norsk og heitir Sjömennene
Minnehall og segir frá minningareit um norska sjómenn sem
létu lífið í báðum heimsstyrjöldunum. Þessi reitur er í Stavern
og þar hefur verið reist mikið hús sem lýtur út eins og
pýramídi og var það vígt af Noregskonungi árið 1926. Slóðin á
síðuna er http://www.minnehallen.no en þar er einnig að finna
gagnagrunn með nöfnum þeirra Norðmanna sem fórusl með
skipum á þessum styrjaldarárum.
36 - Sjómannablaðið Víkingur