Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 33
hversu góða gjöf hér er um að ræða því ljóst er að Indverjar verða að kafa djúpt í vasa sína eftir fjármagni þar sem gera þarf umtalsverðar breytingar á skipinu þannig að það nýtist þeim sem skyldi sem og að ákveðið er að um borð i því eigi að vera 50 MIG orustuvélar sem eftir er að kaupa. Það skyldi þó ekki vera að þegar allt kemur til alls að gjöfin reyndist bara vera bjarnargreiði. Orlög Tricolor Búið er að taka ákvörðun um að ekki verði reynt að ná bíla- skipinu Tricolor á (Iot aftur eftir að skipið lenti í árekstri í Ermasundi við gámaskip með þeim afleiðingum að það sökk. Skipið, sem liggur á hliðinni og með bakborðssíðuna aðeins upp úr, hefur ekki alveg verið laust við að verða fyrir meiri skemmdum eftir að það sökk. Nú hefur nokkrum skipum tekist að sigla á flak Tricolor þrátt fyrir að búið er að rnerkja flakið rækilega með ljósum og tilheyrandi sjómerkjum. Mönnum er nú rnikið í mun að hefja niðurskurð á flakinu svo ekki komi til þessa að fleiri skip sigli á það. Skipstjórinn á Prestige Apostolos Mangouras leiddur á brott af spœnshum lögregluþjónum eftir að honum var bjargað frá skipi sínu. Stóra svindlið komst upp Upp hefur komist upp um ekkert smá prófsvindl á Fillipps- eyjum en aðeins 3.000 nemendur við stýrimannaskóla tóku þátt í svindlinu. Ákveðið hefur verið að láta þennan hóp endurtaka prófið en grunsemdir vöknuð þegar í ljós kom að viss samsvör- un var í úrlausnum þessara nemenda og það sem meira var að þeir voru allir með sömu villuna á prófinu. Komið hefur í ljós að á prófinu gekk skjal á milli nemendanna en ekki hefur enn iekist að finna þann sem var upphafsmaður að þessu svindli. Við skulum vona að þetta hafi verið eina prófið sem svindlað var í. Haettulegt starf skipaskoðunarmanna Skipaskoðunarmenn í Brellandi eiga ekki sjö dagana sæla og segja menn að þetta starf sé orðið mjög hættulegt. Líkja menn því við að skipaskoðunarmenn verða að vera búnir eiginleikum fndiana Jones til að komast lífs af úr þeim háska sem þeir standa frammi fyrir. En hvað er það sem svo hættulegt er við þetta starf? Pað eru áhafnir þeirra skipa sem þeir eru að skoða. Einn skoðunarmaður sagðist hafa lent í því að skotið hafi verið ú hann í Venezuela, honum kastað í sjóinn þegar hann var að homa um borð í skip, ýtt úr landgang og niður í Mississippiá og að hafa setið í ílugvél á flugvelli þegar tankbifreið keyrði á og eyðilagði væng flugvélar sem hann sat í á leið sinni til skoðunar á skipi. Þá hafði hann tvívegis verið sakaður um njósnir, sakað- Ur af vopnuðum lögreglumanni í Bandaríkjunum um fíkniefna- sölu og orðið fyrir fjölmörgum matareitrunum í starfi sínu. ^agði hann sögur af félögum sínum sem hefðu orðið fyrir árás- Ulu skipshunda sem sigað hefði verið á þá sem og kolvitlausum eiginkonum skipstjóra sem ekki vildu að eiginmenn þeirra væru hlaupandi á eftir tilgangslausum skoðunarmönnum. Það er ekki nóg með að þeir séu í lífshættu við störf sín heldur eiga beir oft í erfiðleikunt nteð að finna og eða komasl til þeirra skipa sem skoða á. Nefnt var dæmi unt skoðunarmann sem búrfti að taka tvær lestar, flug, tvær rútur, skíðabát, leigubíl og léttbát áður en hann náði loksins að takmarki sínu sem var skipið og þetta varð hann að gera án þess að geta rætt við nokkurn mann þar sem hann gat ekki talað mál þeirra. Skipstjóraraunir í nóvember s.l. brotnaði bahamaíska olíuskipið Prestige und- an ströndum Spánar með þeim afleiðingum að skipið sökk og hefur valdið umtalsverðri mengun en mikið magn af olíu var um borð i því eða urn 70 þúsund tonn. Nóg er búið að fjalla um slysið í blöðum en lítið hefur þó verið rætt um áhöfn þess. Skipstjórinn Apostolos Mangouras, sem er 68 ára gamall, var bjargað ásamt áhöfn sinni en hann fékk ólíkar mótttökur þegar lent var með þá eftir björgunina. Á móti honum tóku lögreglu- menn og var honum stungið samstundis í fangelsi. Þegar þetta er skrifað í mars situr skipstjórinn enn í fangelsi og ekki útséð um að honum verði sleppt. Að sögn talsmanns siglingayfirvalda á Bahamaeyjum þá segja þeir að meðferðin á skipstjóranum sem verri en meðferð glæpamanna. Þegar hafa Alþjóðlegu útgerðar- samtökin ISF og Flutningaverkamannasambandið ITF harðlega fordæmt framferði Spánverja og hafa bent á að þessi meðferð á skipstjóranum skaði ekki aðeins orðstír Spánverja heldur séu þeir að brjóta alþjóðalög. Eins og formaður ÍSF, Norðmaðurinn Rolf Westfal-Larsen, sagði, þá lifum við á 21. öldinni en ekki á límum rannsóknarréttarins á Spáni. Þrátt fyrir áfrýjunarbeiðni hefur skipstjórinn ekki fengið að losna og nú hefur verið farið fram á 3 milljón evra sem tryggingu fyrir skipstjórann. Enginn er þó til að greiða þessa upphæð þar sem eigur leigutakans hafa verið frystar og eigandi skipsins vill ekki greiða upphæðina til að skapa ekki fordænti. Skipstjórinn situr því sem fastast í fang- elsi þrátt fyrir að hann hafa bent á að hann sé ekki þjófur, ekki morðingi, ekki eiturlyfjasmyglari né hryðjuverkamaður, aðeins skipstjóri sem bauðst til að yfirgefa ekki skip sitt fyrr en í lengstu lög í þeirri veiku von að geta bjargað þvi. Sjómannablaðið Víkingur - 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.