Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 42
Sjóklœðagerðin lif. - 66° NORÐUR hefur staðið af sér alla stórsjói við- skiptalífsins áratugum saman og heldur áfram að koma með merkar nýjungar í sjó- og útivistarfatnaði íslendingar sem aðrir velja gœðavöru Elmar Freyr Vernharðsson og Þórarinn Elmar Jensen segjafrá framleiðslu 66° Norður. Það eru hartnær 80 ár frá því Sjóklæða- gerðin hf. hóf að framleiða skjólfatnað fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breyst í tímans rás. Fjölmörg fyrir- tæki í fataiðnaði hafa risið og hnigið en á- vallt hélt Sjóklæðagerðin velli. Nú er svo komið að það fyrirtæki, sem heitir í dag Sjóklæðagerðin - 66° Norður, er eina ís- lenska fyrirtækið í þessum geira sem hef- ur staðið af sér allar sviptingar á markaði og opnun íslands fyrir óheftum innflutn- ingi á hvers konar fatnaði. Eitt af því sem hefur einkennt fyrir- tækið frá upphafi er náið samráð við þá sem nota framleiðsluna og íslenskir sjó- menn hafa jafnan verið ósparir á yfiriýs- ingar um hvað betur mætti fara að þeirra áliti og fullt tillit hefur verið tekið til þess. Pað er kannski þess vegna meðal annars sem þetta fyrirtæki hefur ávallt sótt fram og framleiðsla þess viðurkennd gæðavara jafnt hérlendis sem í öðrum löndum. Sjómannablaðið Víkingur heim- sótti Sjóklæðagerðina - 66°Norður í glæsileg húsakynni þess í Miðhrauni í Garðabæ. Par sátu fyrir svörum þeir Þór- arinn Elmar Jensen, Eskfirðingurinn og eldhuginn sem áratugum saman hefur staðið í stafni Sjóklæðagerðarinnar og átt ómetanlegan þátt í vexti og viðgangi þessa merka fyrirtækis ásamt sonum, og svo barnabarn hans, Elmar Freyr Vern- harðsson, sem nú er markaðsstjóri fyrir innanlandsmarkað 66° NORÐUR. Þeir nafnar og langfeðgar sögðu okkur undan og ofan af starfseminni. Um tvennt að velja Við fengum harða samkeppni frá keppinautum okkar i Skandinaviu um og uppúr 1992 þegar þeir fóru að framleiða vörur í Balkanlöndum. Við höfðum alltaf haldið okkar markaði í samkeppninni sem fyrir var, enda með vörur sem höfðu verið þróaðar í samvinnu við íslenska sjómenn alla tíð, þegar sjófatnaður er annars vegar. Þegar við stóðum frammi fyrir breyttri samkeppni og verðstríði átt- um við um tvennt velja: Láta framleiða vörurnar fyrir okkur annars staðar en hér heima, eða við flyttum framleiðsluna þangað þar sem keppinautar okkur voru og framleiddum þá við sömu skilyrði og þeir og héldum henni áfram sjálfir. Það varð úr og þannig urðu við aftur sam- keppnisfærir í verði á nýjan leik. Þar með höfðum við einnig áfram stjórn á gæðum og þróun framleiðslunnar. Um gæði okkar framleiðslu þarf ekki að deila, enda vilja sjómenn það sem gott er og reynist þeim vel. í dag erum við að nota efni sem eru sérþróuð og mætir þörfum sjómanna hvað varðar olíu- og kuldaþol. Nú eru þessi efni sem við notum orðin umhverf- isvænni. Það er að segja efnin eru sér- staklega þróuð til að mæta kröfum mat- vælaiðnaðar hvað snertir hreinleika efn- isins þar sem óæskileg efni hafa verið fjarlægð við samsetningu þeirra. Öll efni í PU-flokki sem notuð eru i framleiðslu 42 - Sjómannablaðið Víkingur J

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.