Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 27
Túlli hélt dagbók á nœturvaktini í fyrstu sjóferð Björgvins með honum á togaranum Ágústi frá Hafnarfirði. Björgvin vissi ekki um tilvist bókarinar fyrr en hann var kominn á fullorðinsár, enda var hún skrifuð fyrir Siggu mömmu. Dagbókarkorn úr ævisögunni hans Björgvins sæfara Skráð af Halldóri Baldvins- syni í júní ogjúlí 1964 13. júní Farið frá Hafnarfirði. Björgvin hýr og kátur, ekkert sjóveikur enda besta veð- ur,- 14. júní Björgvin hvumpinn og glansinn farinn af lífinu, veður sæmilegt. Svaf vel um nóttina, engin lyst. 15. júní. Björgvin sjóveikur. Borðar ekkert og selur dálítið upp. Tekur sjóveikilyf. Etur ekkert - allt ómögulegt. 16. júní Brjálað veður. Heldur skárri, nærist lít- ið eitt með skömmum. 17. júní Góður af sjóveikinni, en langar heim til mömmu. Etur yfir sig af sælgæti. 18. júní Fer seint að sofa, sefur lengi en vaknar nieð tannpínu, og grátandi, langar heim. Babbi gefur honurn sterk deyfilyf og hann sefur allan daginn. Er uppi með pabba fram á nótt og leggur sig síðan í besta skapi. Fékk sér að borða áður. 19. júní Eg vakti Björgvin kl. 11. Hann er ekki sJóveikur, en honum leiðist svo lífið að hann er að drepast! Hann fór upp í brú °g sat þar þangað til ég rak hann í mat túeð mér. Síðan upp og lagði sig. Ég varð að reka hann með harðri hendi út i góða veðrið. En það eru allir svo leiðin- ^egir, segir hann. Ég veit ekki, hvers Vegna alltaf er verið að barma sér yfir því, að ekki sé hægt að koma stráknum í Sveit, því þangað á hann, eða börn eins °g hann ekkert erindi, það veit ég af eig- Björgvin um líkt leyti og hannfór d sjóinn mcð pabha. in raun. Hann mundi drepast úr leiðind- um og úrræðaleysi. 19. júní Þegar ég skrifa þetta þetta var ég að fara í koju. Þegar ég kem úr koju var Björgvin kátur og hress, búinn að borða vel af kótelettum og ýmsu góðgæti, og það sem best var, að fara á W. C. í annað sinn. Hann var í brúnni með mér til kl. 2 um nóttina. Hann ætlaði að fara að mála með strákunum á morgun. 20. júní Ég vakti Björgvin kl 11,30. Hann var ágætur þegar hann vaknaði. Kom með mér í mat og borðaði dálítið. Lagði sig eftir matinn en þegar ég ætlaði að leggja mig, datt eitt fýlukastið í hann. Við fengum gott hal og ég sýndi honum það, en nú þóttist hann vera svo þreytl- ur, og þurfa að leggja sig. Hann var svo hræddur um að þurfa að fara að hjálpa til. Ég sagði honum að hann skyldi bara fara og sjá karlana taka fiskinn inn, og hann fór með hangandi hendi og ólund. Þegar ég vaknaði, lá svona ljómandi vel á honum. Hann borðaði vel um kvöldið og fór snemma í koju, þreyttur eftir að hafa ver- ið að sýsla allan daginn. Ég er farinn að halda að hann sé svona sjókaldur, þegar hann kemur úr koju. - (Fór á W.C.) 21. júní Vakti vininn um kl. 11 og lá þá prýði- lega á honum. Hann potaði sér í mat á undan mér, annars borðurn við alltaf saman, hann segir að ég troði svo miklu á sig, en hann borðaði vel. Það besta sem hann segist fá er steikt lúða, enda er þetta eina máltíðin sem hann hefur étið almennilega. Nú er hann ekkert að tala um leiðindi, en hann spurði hvað væri langt þangað lil að við legðum af stað heim. Þegar ég vaknaði lá vel á mínum rnanni, hafði borðað vel, verið að leika sér allan daginn. Svo gerði rigningu. Þá var hann að spila við kokkana. Hann fór frekar snemma í koju, og naslaði í sig appelsínu áður en hann fór að sofa. 22. júní Nú var eins og verið væri að vekja allt annað barn. Hann vaknaði kl 11.30 og spurði almennra tíðinda. Kom með mér í mat og át saltfisk og mjólkurgraut. Ég var alveg steinhissa. Nú fór hann aftur í eldhús, til þess að fá sér rúgbrauð, það gerir mikla lukku, hann var að leika sér allan daginn. Um kvöldið þegar ég vaknaði var hann kátur og glaður. Hann fór að hátta og lesa, hlusta á danslög um 10 leytið. Um kl 11 leit ég inn til hans. Þá var hann vakandi og bað mig um að vekja sig snemma. 23. júní Ég vakti Björgvin kl. 10. 00. Hvað heldurðu að hann fari að gera? „Hann Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.