Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 16
Gestur Gunnarsson skrifar SAGAN ENDALAUSA Fyrir nokkrum áratugum átti sá er þetta ritar eitthvert erindi við Pál S. Páls- son hæstaréttarlögmann. Páll var um þessar mundir að verja bændur fyrir á- sælni íslenska ríkisins, en fulltrúar þess vildu ná undir ríkið einhverjum afréttar- löndum. Það sem Páll hafði sínum skjól- stæðingum til málsbóta var það, að þeir og þeirra forfeður hefðu nytjað þetta land til beitar og með þvi haft sitt lifi- brauð af landinu. Pessi afnot mynduðu því eignarrétt. Pví ekki er hægt að svifta fólk framfærslu, samkvæmt þeim skráðu og óskráðu reglum sem gilda hér á landi. Ein af greinum stjórnaskrárinnar fjallar um eignarréttinn, þar segir að eignarrétt- ur sé friðhelgur nema almannaheill liggi við. Önnur grein stórnarskrárinnar fjallar um atvinnufrelsi, inntakið er þar að eng- ar hömlur megi leggja á atvinnufrelsi. Nú svo er öllum skylt að sjá fyrir sér Úfbúum lyfjakisfur fyrir skip og báfa Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðarog heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452 VLyf&heilsa _____ APÖTEK B E T R I LÍÐAN Gestur Gunnarsson. og sínum. Lengi hafa verið í gangi hug- myndir um það, að ef mennirnir minnk- uðu fiskveiðar þá myndu veiðar aukast seinna. Svona hugmyndir hafa fætt af sér ýmiskonar fiskveiðistjórnunarkerfi sem engum árangri hafa skilað hvað varðar aukna veiði. Einasti árangurinn er sá að svo kallaðar fiskveiðiheimildir hafa safn- ast á hendur fárra stórra fyrirtækja. Há- marksyfirráð eins aðila eru samkvæmt núgildandi lögurn 12% af heildarkvóta og eru farnar að heyrast raddir sem finnst það of lítið. Nýlega fréttist af því að mógúlar í mat- vöruverslun hafi ætlað að múta Davíð forsætisráðherra gegn því að hann léti þá í friði. Nú er það mismunandi hvað bítur á menn, 300 milljónir freistuðu ekki for- sætisráðherrans, en hann varð hugsi og gat ekki sofnað. Nú er fjármögnun stjórnmálabaráttu á íslandi nánast öll undir borðinu og á margra vitorði að öfl- ug fyrirtæki kosta stjórnmálabaráttu og gera með því stjórnmálamennina skuld- bundna sér. Nútíma stjórnmálabarátta virðist ganga út á það að endurtaka sömu vitleysuna það oft að fólk fari að trúa sömu vitleysu. Petta svokallaða lýðræði virðist því vera að breytast í einhvers- konar „fjárræði" þar sem atkvæðum er náð með þindarlausum áróðri. Svo þegar menn hafa náð kosningu er farið að möndla við einhverja löggjöf sem er kostendum þóknanleg. Nú eru það ekki mútur heldur stuðningur við heilbrigða stjórnmálastarfsemi og allir sofa vært. Pað liggur fyrir að sjómennska er einhver hættulegasta atvinnugrein sem til er, menn verða öryrkjar tiltölulega ungir, eru þá settir í land og draga fram lífið á örorkubótum og margir hreinlega veslast upp. Nú eru þessir menn í fullum rétti að stunda þá atvinnugrein er þeir hafa valið sér að ævistarfi. Óljósar hug- myndir svo kallaðra fiskifræðinga um það hvernig hugsanlega sé heppilegast að nýta fiskistofna geta ekki ógilt atvinnu- frelsiákvæði stjórnarskrárinnar. Hér á landi hefir það nefnilega tíðkast að sjó- menn komnir á efri ár hafi séð fyrir sér og sínum með trilluútvegi. Petta er bara eitt af ótalmörgu sem gleymdist þegar á- kveðið var að stjórna lífinu í sjónum með lagaboði. Þegar menn fara að stunda einhverja atvinnugrein myndast hjá þeim eign sem er þekking og færni í viðkom- andi grein og þessi eign verður ekki tek- in bótalaust. KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.