Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 35
lægjandi stöðu sína, er honum fannst svo vera, en fljótlega sofnaði hann svo út frá þeim hugsunum sínum. Hann vaknaði við það, að stúlkan brölti fram úr rúminu. Hún hafði ekki fyrir því að tína á sig spjarirnar, heldur fór hún nakin að ofninum og lagði í hann bréfarusl og smáspýtur til upp- kveikju. Hún fyllti málmvarða fötu af vatni, lét hana yfir hellu á eldavélinni og kveikti undir henni. Fljótlega varð nota- legt i herberginu og gufu lagði brátt upp af vatninu í fötunni þegar það fór að hitna. Stúlkan opnaði fataskáp og tók að velja sér fatnað við hæfi til hinnar fyrir- huguðu læknisskoðunar. Halli lá rólegur úndir sænginni og lét sér vel líka að virða stúlkuna fyrir sér nakta við vafstur sitt. Heldur sótti á hann þorsti sem rekja mátti til rommdrykkjunnar kvöldið áður. Hann iðraðist þess nú stórlega að hafa ekki keypt sér nokkra bjóra til nestis áður en haldið var lil dyngju fegurðardís- arinnar. Stúlkan kippti fötunni af eldavélinni og snaraði henni út á á mitt gólf. Hún náði sér í tusku og ilmsápu og hóf að þvo sér hátt og lágt upp úr fötunni. Eftir að hafa snurfusað efri hluta líkamans vel og vandlega, settist hún á fötuna, rak hönd sina niður á milli læra og skvetti með henni upp undir botn sinn. Hún brosti mildilega til Halla og augnaráðið var nú allt blíðara en kvöldið áður. Hún greip svo duluna og þvoði sér vandlega um miðhlutann. Hún þurrkaði sig vand- lega, seildist svo í greiðu og renndi henni nokkrum sinnum gegnum fagurhærðan brúskinn. Að lokum tók hún ilmvatns- úðara og dældi úr honum nokkrum gusum yfir nýgreitt svæðið og þá var hún loks reiðubúin að halda á vit doktorsins til skoðunar. „Ég kaupi fyrir þig bjór,“ sagði hún um leið og hún smeygði sér í kápuna. Hún virtist hafa greint þörfina fyrir þann drykk eftir útliti höfuðsins, sem stóð dapurlegt upp undan sænginni. „Svo för- um við að leika okkur þegar ég kem til baka.“ Bætti hún við. Hún hvarf út úr dyrunum og hann heyrði að hún snéri lykli í skránni. Hann fann lil hálfgerðra ónota að finna sig læstan inni. Hann lá kyrr um stund í bólinu, en fann hve þorstinn ágerðist. Honum fannst hann skyndilega finna til innilokunarkenndar við að vita af læstum dyrunum, jafn vel þó hann hefði ekki í hyggju að hreifa sig frá húsi. Hann hlakkaði til endurkomu stúlkunnar, en honum fannst biðin verða æ lengri og hann gerðist óþreyjjufullur eftir komu hennar. loks spratt hann fram úr rúminu og dreif sig í fötin. Hann á- kvað þá að láta stúlkuna lönd og leið og reyna að koma sér í burtu. Hann greip um hurðarhúninn aðeins til að fullvissa sig um að honum væri sú leið bönnuð. Þá athugaði hann glugann, sem reyndist vera á lömum og hann var hæfilega stór til að hægt væri að skríða út um hann. Hann renndi honum upp á gátt og ískalt loftið streymdi að honum að utan. Hann skreið út, lokaði glugganum á eflir sér og þrammaði út í frostið. Heimur á heljarþröm... Heimurinn hlýtur að vera kominn á heljarþröm þegar... Besti rappari í heimi er hvítur. Besti golfari í heimi er svartur. Frakkar saka Bandaríkjamenn um hroka. Þýskaland vill ekki fara í stríð. Ekkjan og homminn Stórbóndinn andaðist skyndilega á besta aldri. Ekkjan, bráð- 'úyndarleg kona á fertugsaldri vildi gjarnan halda búskapnum á- kam en þekkti lítt til verka. Því brá hún á það ráð að auglýsa eftir ráðsmanni. Tvær umsóknir bárust. Önnur var frá drykk- klldum náunga en hin frá ungum homma. Ekkjan velti þessu fyrir sér og hugsaði sem svo, að sennilega væri hún öruggari um S1g með hommanum en þeim drykkfellda. Hún réði þvi hommann til starfa. Hann reyndist í alla staði hinn besti verk- ,T>aður og búreksturinn dafnaði sem aldrei fyrr. Ekkjan var him- úiilifandi og föstudag einn spurði hún ráðsmanninn hvort hann v>ldi ekki skreppa til bæjarins um kvöldið og sletta úr klaufun- Urn. Hann var til í það og hvarf á braut þegar leið á kvöldið. Ékkjan sat við arininn og beið heimkomu hommans. Klukkan varð eitt og hún varð tvö, en það var ekki fyrr en klukkan að Verða fjögur að hann kom heim. Konan kallaði á hann og sagði Þonum að koma inn lil sín, sem hann gerði. ~ Hnepptu blússunni minni frá, sagði hún. Hann fálmaði eftir tölunum og hneppti frá. ~ Losaðu svo brjósahaldarann minn. Skjálfandi fingrum tókst hommanum að losa haldarann. ~ Svo er það niður með pilsið. Hann opnaði lásinn og renndi pilsinu niður. ~ Siðan er það niður með nærbuxurnar mínar. Þrátt fyrir fát og fum runnu buxurnar niður á hæla. - Svo ætla ég bara að láta þig vita það, að ef þú ferð aftur í föt- unum mínum í bæinn rek ég þig á stundinni, sagði ekkjan á- kveðin. Heiðarleiki Forstjórinn sendi konu sinni svohljóðandi fax: - Til elskulegrar eiginkonu minnar. Þú skilur væntanlega að eftir 54 ár í hjónabandi eru ákveðnar þarfir sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög hamingjusamur með þér og virði þig sem góða eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa lesið þetta fax, munir þú ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með 18 ára gömlum ritara mínum á Hóteli Borg. Farðu ekki í uppnánt út af þessu, góða mín. Ég verð komin heim fyrir miðnætti. Þegar maðurinn kom heim fann hann eftirfarandi skilaboð á borðstofuborðinu: - Minn kæri eiginmaður. Ég hef móttekið faxið frá þér og þakka hreinskilnina. Ég vil nota tækifærið og ntinna þig á að þú ert líka 54 ára. í leiðinni langar mig að segja þér, að þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með tenniskennaranum mínum honum Mich- ael, sem er 18 ára eins og ritarinn þinn. Sem gamalreyndur bissnesmaður og með þína frábæru þekk- ingu í stærðfræði muntu sjá að við erum í samskonar málum - þó með einum smá mun: 18 gengur oftar upp i 54 heldur en 54 upp í 18.... og þvi verð ég ekki komin heim fyrr en um hádegi á rnorgun! Koss og knús frá eiginkonunni sem virkilega skilur þig. Sjómannablaðið Víkingur - 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.