Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 43
fatnaðar hjá 66° NORÐUR, hvort sem um er að ræða almennan regnfatnað, barnarregnfatnað eða fatnað til notkunar í matvælaiðnaði hafa hlotið svonefnda „ÖKO-TEX“ viðurkenningu. Það er við- urkenningarstimpill sem t.d. Þjóðverjar leggja mikið uppúr. Um er að ræða staðal sem sjálfstæð evrópsk textilrannsóknar- fyrirtæki hafa unnið að með það að leið- arljósi að mæla vistfræðileg gæði vefnað- arvöru á hlutlausan og vísindalegan hátt. Núna framleiðum við barnaregnfatnað eingöngu úr þessum viðurkenndu efnum í A-flokki og í sjó- og almennum regn- fatnaði eru nú einnig notuð umhverfis- væn efni. Allur sjófatnaður okkar, þó hann sé framleiddur úr PVCog PU flokki efna sem eru notuð vegna styrkleika og langr- ar endingar, er framleiddur úr hreinni efnum en áður. Það hafa verið fjarlægð óæskileg efni sem ollu ákveðnum skaða við förgun og má þar nefna plastolíur, cadmiunr, formaldehyde og sterkir þynnirar, svo dæmi séu nefnd. Vatnslökkun efnisins hefur leyst ol- íulökkun af hólmi. Það hefur verið unnið að þessu innan fyrirtækisins á undan- förnum árum og hefur skilað sér í hreinni efnum sem eru að sama skapi.umhverfisvænni. Við vitum hins vegar ekki hversu hrein efnin eru sem flutt eru inn á íslenskan markað frá Kína og Austurlöndum fjær. Þetta er rnikil- vægt að hafa í huga þegar litið er á fatn- að frá okkur sem er notaður i matvæla- iðnaði. Sjófatnaður frá 66° NORÐUR hef- ur sérstöðu á heimsmarkaði sem einstök gæðavara og er meðal annars seldur til Bandarikjanna, Kanada, Bretlands, Nor- egs og Hollands. Flotvinnugallar og Grettisjakkinn Nú er fyrirtækið komið með þriðju út- gáfuna af flotvinnugöllum á 12 árum. Þessir gallar hafa reynst mjög vel og bjargað mannslífum. Fyrir tveimur árum hófst framleiðsla á Grettisjakkanum. Við hönnun á honunr var farið eftir leiðbein- ingum dansks læknis á varðskipinu Vædderen. Hann kom með ábendingar um hvað þyrfti til að halda lifi í sjómanni sem fellur útbyrðis á Grænlandshafi. Kuldinn er hættulegastur. Jakkinn er bet- ur einangraður á vissum stöðum og bú- inn ílotmagni. Þessi jakki hefur verið í þróun og reynslu í á þriðja ár og sjó- ntenn á línubátum hér eru farnir að nota hann talsvert þar sem hann hefur þegar sannað gildi sitt. Þá er einnig að hefjast framleiðsla á björgunarvestum bæði fyrir börn og fullorðna og koma vestin á markað innan fárra mánaða. Um er að ræða nýja hönnun sem unnin er hér á landi og jakkinn nýtist bæði sem skjólflík og björgunarvesti. Aðeins það besta í flísefnum Við erunr sterkir á innlendum markaði og fyrirtækið hefur góða ímynd. Fólk treystir því að það sé að kaupa gæðavöru þegar fatnaður frá okkur er annars vegar. Stór hluti framleiðslunnar núna er útvi- starfatnaður sem er framleiddur úr önd- unarefnum og mætir ströngum kröfum. Fólk svitnar mun minna í fötum úr þess- urn efnum en þau eru jafn vatnsþétt eins og áður. Við erum einnig með framleiðslu á flís- fatnaði. Það skiptir öllu máli að að vand- að sé til flísefna sem keypt eru til fata- framleiðslunnar. Frá 1990 hafa verið not- uð „Polartech“flísefni frá bandaríska framleiðandanum Maden Mills, en þetta flísefni er ahnennt talið standa uppúr hvað gæði varðar og mjög vinsælt hjá stærri framleiðendum í heiminum. 66° NORÐUR framleiðir eingöngu úr þessu viðurkennda gæðaefni. Flísinu hefur ver- ið rnjög vel tekið hér á landi, enda sé flísfatnaður mun auðveldari í allri nreð- höndlun en ullarfatnaður. Fh'sfatnaður er hlýr, léttur og þægileg- ur og 66°NORÐUR hefur þróað mjög fjölbreyttan flísfatnað á börn og full- orðna. Hann fæst nú vind- og vatnsþétt- ur. Þess má geta að hægt er fá sérmerk- ingar á fatnað sem fyrirtækið framleiðir, svo sem fyrirtækjamerki eða heiti og fé- lagaheiti. Fyrirtækið rekur eigin hönnun- ardeild sem öll framleiðslan er byggð á, en hún er seld vtða um heima auk innan- landsmarkaðar. Þá er útivistarfatnaður 66°NORÐUR einnig að ryðja sér til rúms á erlendum mörkuðum í auknum mæli. Nýr björgunarsveitagalli Sjóklæðagerðin - 66° Norður hefur átt gott samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um þróun björgunarsveita- galla. Björgunarsveitamenn gera miklar kröfur til slíks fatnaðar, enda getur það oft skilið milli lífs og dauða að sllkur hlífðarfatnaður sé eins fullkominn og unnt er. Nýr galli var í prófum hjá Landsbjörg, sem fullyrðir, að um sé að ræða besta galla sem frarn hefur komið til þessa. Gallinn er úr nýju öndunarefni, Dermizax-ZR sem er ný kynslóð Dermizax 3ja laga öndunarefna. í lok umsagnar Landsbjargar um þennan galla segir: - Það er niðurstaða þeirra sem prófuðu gallann að þetta sé sá besti björgunar- sveitagallinn hingað til. Þar kemur bæði til mýkra og þægilegra efni sem andar nrun betur svo og betri hönnun, bæði í sniði og hvað varðar ýmsar lausnir, s.s. * hettu og sk*lmum... Nýi gallinn er orð- inn fullkomlega fullnægjandi fyrir alla þá sem stunda björgunarstörf á landi og verðið er undir því sem gerist á sam- bærilegum fatnaði. Þetta er gallinn sem við höfum beðið eftir. Tilkynningaskyldan Sjómenn! • Muniö aö tilkynna breytingar á símanúmerum til Tilkynningaskyldunar. • Munið að tilkynna um brottför. • Sími Tilkynningaskydu íslenskra skipa er 552 3440 . • M t¥>- ^ — _______________ SLYSflVHRNHFÉlflGIÐ _______ LRNDSBJÖRG Sjómannablaðið Víkingur - 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.