Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 31
Hilmar Snorrason skipstjóri 1 Jtan úr heimi Verndun dugar ekki til Það er ekki mjög fýsilegt að reka skip undir bandaríska fán- anum sökum mikils kostnaðar sem því fylgir. Fyrirtæki að nafni Matson Navigation Co. hafði gert samning um kaup á tveimur nýsmíðuðum gámaskipum sem hvort um sig á að bera 2600 TEU’s en vill nú hætta við kaupin og taka þau á leigu. Skipin sem eru í smíðum hjá Kværner Philadelphia Shipyard eru fjár- mögnuð og vernduð gegn samkeppni samkvæmt Jones Act lög- um þar í landi. Þau eiga að sigla á leiðinni frá USA til Hawaii en vegna meðal annars launahækkana hjá bandarískum sjómönn- um telur útgerðin ekki lengur vera grundvöll fyrir að kaupa skipin. Það verður einnig að taka með í reikninginn að banda- rísk lög verja bandariska hagsmuni í hvívetna og þar með að skip sem sigla á innanlandsleiðum skulu smíðuð þar í fandi. Smíðakostnaður hvers skips er um 110 milljónir dollara en samskonar smíði utan Bandaríkjanna myndi kosta einungis 33 milljónir dollara. Sjórán í nýja stefnu Nú eru sjórán á Malaga sundi farin að taka nýja stefnu þar sem sjóræningjarnir hafa fundið ný fórnarlömb sem auðveldara er að eiga við. Þessi fórnarlömb eru áhafnir dráttarbáta sem sjó- tæningjarnir ráðast á og kasta áhöfninni fyrir borð ef hún hefur ekki áður látið sig hverfa. Dráttarbátarnir eru síðan teknir inn á fljót þar sem þeir eru málaðir, skipt um nafn á þeim og þeir sið- an seldir. Kj ölfestudælingar Nú er bandaríska strandgæslan enn að herða kröfur til skipa °g nú eru þeir með í bígerð að sekta skip sem ekki halda skrá yfir kjölfestudælingar. Skráning á kjölfestudælingum hafa til þessa verið frjálsar en nú hefur flutningaráðuneytið lagt til að kröfurnar verði hertar hvað varðar skip sem kotna til hafnar í Bandaríkjunum sem og sigla um bandarískt yfirráðasvæði. Sekt- h munu geta orðið allt að 25.000 dollurum. Nú er því eins gott að fara að hafa skráningar á öllu lilfærslum í lönkum ef skip ætla að koma í bandaríska lögsögu. HerskipiS RSS Courageous eftir árekstur við gámaskip Harður árekstur Arekstur milli gámaskipsins ANL Indonesia og singapúrska herskipsins RSS Courageous kostaði fjórar konur í áhöfn her- skipsins lífið. Árekstur skipanna gerðist í góðu veðri en ekki er vttað um ástæður þess. Konurnar voru allar sofandi þegar á- reksturinn átti sér stað og er herskipið að líkindum ónýtt eftir areksturinn en varla sáust skemmdir á gámaskipinu. Skipatjónum fækkar Tilkoma öryggisstjórnunarkerfis fyrir kaupskip, svokallaður ISM kóði, sem öll skip áttu að vera komin með eigi síðar en 1. júlí 2002 hefur að mati tryggingafélaga breytt rniklu. Trygginga- klúbbar víða um heim lofa ISM kóðann og halda því fram með tilkomu hans hafi skipatjónum fækkað um 30% á síðustu þrem- ur árum. Þá vilja klúbbarnir láta þær útgerðir sem lítil eða eng- in tjón hafa njóta þess sérstaklega og má því búast við að örygg- isstjórnunarkerfið eigi eftir að skila útgerðum umtalsverðum fjárhæðum til baka. Nú hríngja allir heim Nú hefur danska útgerðin A.P. Möller í Danmörku fjárfest í Irridium símum sem sett verða í yfir 200 skip í flota þeirra. Er þetta gert í og með til að gera áhöfnum kleyft að vera i ódýru sambandi við heimili sýn hvenær sem er og hvar sem er í heim- inum. Lítur útgerðin á það sem mikilvægan lið í ánægju áhafna sinna að geta verið í símasambandi við fjölskyldur sínar. Með Irridium símasambandi kostar hver mínúta einungis 69 krónur hvort heldur er að nóttu eða degi meðan að ódýrasta samtal á Inmarsat B kostar 266 krónur á dagtíma en 217 á næturtaxta. Ljóst er að hér er virkilega verið að huga að vellíðan skipverja að geta verið í öruggu sambandi heim fyrir viðráðanlegan kostnað. Dularfullur eldsvoði Japanska mafían Yakuza hefur verið grunuð um að hafa átt aðild að bruna um borð í strönduðu bílaskipi við eyjuna Os- hima í Japan. Skipið setn heitir Haul strandaði í hvirfilbyl í október s.l. og ekki tókst að ná skipinu á flot aftur. Ekki var um að ræða neitt smáskip en það getur flutt 6200 bíla en einungis voru 4000 notaðir bílar um borð þegar það strandaði. Skipið hafði verið dærnt ónýtt og ekki stóð til að reyna frekari björg- unaraðgerðir til að ná því á flot. Bílarnir um borð voru þó ó- skenundir og voru uppi áform um að bjarga þeiin. Talið er full- víst að mafían standi á bak við eldsvoðann um borð sem gaus upp með miklum látum þannig að allur farmurinn eyðilagðist sem og að olía fór að leka úr skipinu. Ekki liggur fyrir hvers vegna mafían vildi eyðileggja farminn. Röð óhappa Það átti eftir að draga langan dilk eftir sér þegar eldur kom upp í ekjuskipinu Jolly Rubino 10. september s.l. þar sem það var á siglingu undan Suður Afríku. Skipið sem var mannað ítal- skri áhöfn varð fljótt alelda og var áhöfninni bjargað frá borði með aðstoð þyrla. Ekki vildi síðan betur til en að skipið rak log- andi á land og strandaði eftir að óveður brast á eftir að skipið var yfirgefið. Hafa björgunaraðilar óttast að skipið kynni að brotna á strandstað. Þegar vinna átti að hefjast við að ná brennsluolíu úr skipinu þurfti að flytja björgunarmenn um borð í hið útbrunna og strandaða skip. Þyrla sem flutti fjórtán björg- unarsérfræðinga hafði slakað 4 niður á þilfar skipsins þegar plastpoki fór inn í rnótor þyrlunnar með þeim afleiðingum að hún hrapaði. Sem betur fór fórst enginn en tveir voru fluttir á sjúkrahús. Varúð hvar akkerin falla Útgerðin MSC (Mediterranean Shipping Co) á yfir höfði sér milljón dollara sekt eflir að gátnaskip í eigu þeirra MSC Diego varð fyrir því óhappi að láta akkeri falla á mjög verðmætt kóral- Sjómannablaðið Víkingur - 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.