Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 13
frá fjölskyldunni, en á móti kemur að maður á mjög góð frí á milli túra, þá gefst góður tími með fjölskyldunni svo þetta jafnast nokkuð út“ Þetta er ævistarfið ,Eg held að það sé alveg borðleggjandi að þetta verður ævistarfið mitt, ég á ekki von á að það rnuni breytast neitt. Pegar maður er i starfi sem manni líkar vel og er ánægður, þá sér maður enga ástæðu til að fara að breyta lil“ segi Hjörtur. En kannast hann við að skipstjórnar- menn sem vilja komast í land eftir lang- an feril til sjós eigi oftar en ekki erfitt með að fá almennilega vinnu í landi? ,Já þetta hefur maður margoft heyrt og það er oft talað um það að skipstjórar sem fara í land eftir langan sjómennsku- feril fái ekkert að gera i landi. Stundum er sagt að þeir endi helst sem afgreiðslu- menn á bensinstöðvum. Launin lækka mikið og þetta hlýtur að vera erfitt. Ég gæti trúað að ástandið sé betra hjá öðr- um eins og t.d. vélstjórum og kokkum, það er örugglega meira fyrir þá að gera ef þeir vilja fara í land“. Ábyrgð stýrimanna mikil Stýrimenn til sjós bera mikla ábyrgð eins og þeirra yfirmenn, skipstjórarnir. „Við erum staðgenglar skipstjóra á vöktum, reglan er yfirleitt sú að skip- stjórarnir ganga dagvaktirnar en stýri- mennirni næturvaktirnar og bera þá á- byrgð á öllu um borð“. - Hvaða veiðiskap ert þú hrifnastur af? „Mér finnast trollveiðarnar skemmti- legastar, en ég hef langmesta reynslu af þeim veiðum. Mig vantar t.d. reynslu af úppsjávarveiðum með flottroll, en það sem ég hef kynnst af þeim veiðiskap líst mér mjög vel á“. Góður andi nauðsynlegur Hjörtur segir að lifið um borð í togara sé skemmtilegt, enda sé alveg nauðsyn- legt að góður andi sé um borð í skipum þar sem menn eru í ,,návígi“ vikum sam- an. ,Það er grundvallaratriði að mönnum komi vel saman, enda fara menn ekki neitt í burtu ef kastast í kekki. Mín reynsla af þessu er góð og samstaða manna sem er um borð helst þótt í land sé komið og menn gera ýmislegt saman i landi líka. Þetta með léttleikann, sam- heldnina og góða móralinn er forsenda þess að mönnum líði vel út á sjó“. baldvin frábært skip Baldvin Þorsteinsson er sérlega glæsi- legt skip, sama hvar á það er litið og það er áeiðanlega draumur margra að fá að starfa um borð í slíku skipi. >,Þetta er frábært skip í alla staði og það fer einkar vel um mannskapinn urn borð. Við erum auðvitað nýbúnir að fá Stoltur stýrimaður við glœsilegt fley. skipið í okkar hendur þannig að það á eftir að koma reynsla á marga hluti. Mér sýnist þó á öllu að það séu ekki mörg betri sjóskip í flotanum og Baldvin er stórt og mjög kraftmikið skip með óend- anlega möguleika“. Þegar við ræddurn við Hjört var Bald- vin Þorsteinsson í slipp á Akureyri þar sem m.a. var verið að setja í skipið vinnslulínur fyrir rækju og síld, heilfrystilínu fyrir karfa og grálúðu og karfaflökunarvél. „Möguleikarnir um borð í þessu skipi eru óþrjótandi og það er geysilega gaman að fá að fá að vinna við þessar aðstæður og þetta skip á án efa eftir að reynast mjög vel“ segir Hjörtur Valsson. -gk Nefnd með ærin verkefni Sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að fara ítarlega yfir hina líffræðilegu þætti fisk- veiðistjórnarkerfisins og skila tillögum um ráðstafanir, sem leiði til betri nýt- ingar á aflanum, meiri verðmæta eða bætts ástands fiskistofna. Meðal þeirra atriða, sem nefndin þarf að takast á við er hvernig beita megi veiðarfærastýringu, svæðalokunum og efnahagslegum stjórntækjum til þess að bæta gæði hráefnis, jafnframt því að vernda smáfisk og hrygningarfisk. í þessu sambandi skal nefndin meta notagildi breytilegra stuðla (undir- og yfirstuðla) 1 þorskígildum ásamt al- mennu notagildi mælieiningarinnar þorskígildi. Þá skal nefndin fjalla um hvort rétt sé að aðlaga slægingarstuðla betur að ástandi fiskjar hverju sinni. Þá er nefndinni jafnframt ætlað að skoða hvaða áhrif einstakar stjórnunar- aðgerðir geti haft á sókn fiskiskipaflot- ans, samsetningu fiskistofna og hvort æskilegt sé, miðað við núverandi þekk- ingu, að stýra veiðum eftir stofnhlutum. Loks er nefndinni falið að skoða reynslu nágranna okkar s.s. Færeyinga af veiðarfærastýringu og svæðalokunum. Nefndina skipa: Tryggvi Þór Her- bertsson, formaður, Árni Bjarnason, Björn Ævar Steinarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Kristján Þórarinsson, Oddur Sæmunds- son, Sjöfn Sigurgísladóttir og Tumi Tómasson. Nefndin skal skila áfangaáliti fyrir 1. janúar 2004. Sjómannablaðið Víkingur - 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.