Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 46
Það sem ekki má segja Ef löggan stoppar þig við akstur er sumt sem þú mátt aldrei segja. Til dæmis: - Jæja, ég skal leita að ökuskírteininu. En þú verður þá að halda á bjórnum mínum á meðan. - Ég var bara að fylgja umferðinni... Já, ég veit að það er eng- inn annar bíll nálægt. En það sýnir bara hvað þeir eru komnir langt á undan mér. - Fyrirgefðu. Ég hef bara gleymt að kveikja á radarvaranum. - Heyrðu. Þú hlýtur að hafa orðið að fara upp í 140 til að ná mér. Vel gert, vinur. - Ég hélt að menn þyrftu að vera í góðu andlegu jafnvægi til að verða löggur. - Hva, erþað ekki Maggi kálfur sonur Siggu belju? Og þú bara orðinn lögga eins og ekkert sé. Settu nú seríuna og ilautuna á vinur og svo bruna ég á eftir þér beint á barinn. Ég er að þynn- ast upp. Lítt þekkt staðreynd Japanir borða mjög lítið af fitu og fá sjaldnar hjartaáföll en Bandaríkjamenn og Bretar. Á hinn bóginn borða Frakkar mjög mikið af fitu, en fá samt sjaldnar hjartaáföll en bæði Bretar og Bandaríkjamenn. Af þessu sést að þú mátt borða það sem þú vilt; það er enskan sem drepur! Svona hugsa konur Konur trúa því að ef kettir fara á flakk, þá er það vegna þess að það er ekki nógu vel hugsað um þá heima hjá þeim. Konur trúa því að ef hundar fara á flakk, þá er það vegna þess að það er ekki nógu vel hugsað um þá heima hjá þeim. Konur trúa því að ef konur fara á flakk, þá er það vegna þess að það er ekki nógu vel hugsað um þær heima hjá þeim. Konur trúa því að ef karlar fara á flakk, þá er það vegna þess að þeir eru grimmar skepnur. Misskilningur Siggi sailor kom í land á Akureyri eftir langan túr og snaraðist inná kaffihús. Þar gekk gullfalleg stúlka um beina og Siggi varð strax funheitur. Hann hékk yfir kaffibollanum og hafði ekki augun af stúlkunni. Ákvað svo að láta til skarar skríða strax og færi gæfist. Reyndi hvað hann gat til að fanga augnaráð stúlkunnar en hún virtist hafa varann á og forðaðist að lita í augun á honum. Að lokum þraut Sigga þolinmæðina. Hann elti stelpuna fram í eldhús, króaði hana af og bauð henni út um kvöldið. Honum til undrunar og léttis þáði hún boðið þegar í stað. - En þú vildir aldrei horfast í augu við mig þarna frammi? sagði Siggi. - Já, þú meinar það. Ég hélt sko að þú vildir bara meira kaffi. Hefur þu hugleitt NÁM í FISKELDI? Hólaskóli býður upp á eins árs nám í fiskeldisfræði Námið er traustur undirbúningur fyrir öll störf í fiskeldi Námið er bæði bóklegt og verklegt og því lýkur með verknámi í fiskeldisstöðvum Mikil eftirspurn hefur verið eftir fiskeldisfræðingum frá Hólaskóla % Skólinn er vel búinn tölvum og öðrum tækjum til kennslu Góð aðstaða er fyrir nemendur og mötuneytið er margrómað Á nemendagörðunum eru fjölskylduíbúðir og á Hólum eru leikskóli og góður grunnskóli Nemendur eru á aldrinum frá tvítugu til fimmtugs Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans WWW.HDLAR.IS SIMI 453 63QO FAX 4 53 530 1 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.