Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 22
Tiílli i brúmii ú Porkcli Mána árið 1969 Halldór Baldvins- son stýrimaður \ar kunnur tog- arasjómaður í Hafnarfirði sem gekk undir nafn- inu Túlli. Björg- vin sonur hans stundar annars konar sjó- mennsku, en scek- ir margt til föð- urins. Sæmundur Guðvinsson spjallaði við Björgvin Hall- dórsson og glugg- aði í sögur af Stundum þegar ég hef rætt við gamla veðurbarða togarajaxla og beðið þá um að rifja upp eftirminnilega atburði frá sjómennskunni hefur nafn Túlla stýri- manns komið upp. Þeir taia um hann af virðingu og hlýju. ísing á Nýfundnalandsmiðum og menn stóðu við að höggva klakann í allt að þrjá sólarhringa. Skipið farið niður ef Túlli stýrimaður hefði ekki hvatt menn áfram og verið alltaf fremstur í flokki. Brotsjór við Grænland og skipið lá flatt, hrakti undan veðri og vindum. En Túlli hélt ró sinni og allt fór vel. Dottið hressi- lega í það í erlendri höfn og löggan skarst í leikinn. Það voru gerð boð eftir Túlla sem kom og bjargað máium. Svona mætti áfram telja. Síðan er jafnan bætt við til nánari skýringar: Túlli er pabbi hans Björgvins Halldórssonar söngvara. Og maður spyr sjálfan sig: Hver var þessi Túlli? Það þekkja allir nafn listamannsins Björgvins Halldórs- sonar, dáður og dýrkaður poppsöngvari með meiru frá því hann var barnungur. En á hann eitthvað sameiginlegt með togarajaxlinum og hvernig maður var Túlli, það er að segja Halldór Baldvins- son, í hans augum? Hvernig var samband þeirra feðga? Björgvin hefur jafnan verið í kastljósi fjölmiðla, en það kastljós beindist lítt að Túlla frekar en öðrum sjómönnum. Ætlaði ekki á sjóinn - Ég lærði mikið af föður mínum og þegar ég skoða fjölskyldumyndir sé ég að ég er nánast orðinn eins og hann í útliti. Ég finn æ betur hvað ég er líkur honurn í skapi og háttum, segir Björgvin þegar við setjumst niður á heimili hans í Hafnar- firði og ég fer að spyrja um Túlla. - Pabbi var nánast alltaf á sjónum og heima var það mamma, Sigríður Þorleifs- dóttir, sem stóð vaktinni í brúnni og stýrði heimilinu. Við erum fimm systkin- in og því í nógu að snúast fyrir mömmu. Þetta var svona klár verkaskipting. Pabbi aflaði þjóðarbúinu og heimilinu tekna og réði um borð í sinu skipi, en mamma sá um reksturinn heima fyrir. Þótt pabbi væri sjaldan heirna voru þau mjög sam- hent hjón. Annars mun pabbi ekki hafa ætlað á sjóinn þótt Baldvin faðir hans væri skipstjóri. Pabbi fór í Verslunarskól- ann, lagði kapp á sund og náði þar mjög góðum árangri. Vann til margra verð- launa. En seltan virðisl hafa legið í blóð- inu því eftir Versló fór hann í Stýri- mannaskólann og það var ekki aftur snú- ið. Var áratugi á sjó, lengst af sem 1. stýrimaður á togurum og skipstjóri í af- leysingum. Hann var afskaplega víðles- inn og vissi allt milli himins og jarðar, las mörg tungumál. - En kynntist þú þessum manni sem var svo sjaldan heima? - Ég gerði það á vissan hátt. Pabbi var þessi stóri maður sem við bárum öll 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.