Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Blaðsíða 19
Jóhann Ársœlsson þingmaður Samfylkingarinnar 1. Sjómenn og samtök þeirra hljóta að horfa til langrar framtíðar í afstöðu sinni til sjávarútvegsstefnu. Núgildandi stefna kemur i veg fyrir nýliðun í greininni og útilokar sjómenn frá þeim möguleika sem hefur um langa tið verið þeirra réttur, að hefja útgerð ef þeir vilja. Lokað kerfi einokunar fárra stórra sjávarútvegsrisa virðist óumflýjan- leg afleiðing frjálsa framsalsins á veiði- réttinum. Sjómenn hljóta að berjast fyrir at- vinnufrelsi til útgerðar fyrir sig og sína afkomendur. Stefna Samfylkingarinnar er að endurheimta sameiginlega auðlind úr tröllahöndum og að koma atvinnufrelsi á að nýju til útgerðar . Til að Samfylkingin geti knúið fram breytingar á sjávarútvegsstefnunni þarf hún verulega aukið fylgi í komandi kosningum, fylgi sem sýnir að þjóðin vill ótvírætt breytingar á fiskveiðistefnunni. Það þarf afl Samfylkingarinnar til að breyta. Sjómenn sem kjósa atvinnufrelsi °g jafnræði ættu þess vegna að kjósa Samfylkinguna. Guðjón A. Kristjánsson 1. Frjálslyndi flokkurinn hefur skýrt mót- aða stefnu urn það með hvaða hætti væri hægt að breyta fiskveiðistjórnun úr því kvótakerfi brasks og verðmætasóunar sem viðgengist hefur á undanförnum áratug. Frjálslyndi flokkurinn hefur mót- að stefnu um ferli breytinga, sem byggð- ar eru á aðskilnaði flotans, í fjóra að- gfeinda útgerðarflokka. Með þeirri aðferð væri fyrst breytt veiðistýringu smábáta °g strandveiðiflotans. Nánari útfærslu má lesa á heimasíðu Frjálslynda flokks- ins www.xf.is Þar er einnig rnargur ann- ar fróðleikur. 2. Frjálslyndi flokkurinn hafnar algjör- h'ga þeim framsalsaðferðum sem nú eru a óveiddum fiski í sjónum. Baráttan gegn kvótabraskinu hefur staðið lengi og kvótaframsalið hefur verið einn versti hluti kerfisins. Kvótaokrið, sem gefið hefur sægreifum hundruð milljóna í tekj- úr og gert margan sjómanninn að arð- s°mum leiguliða í takt við gamla vistar- handið þegar allur arður af vinnu fólks næði við sjósókn og sveitastörf tilheyrðu óðalsbændum, er óþolandi framtíð. heiguliðar nútímans greiða rnest allan Jóhann Ársœlsson. 2. Við viljum innkalla veiðiheimildir sem þýðir að allir sem hafa yfir veiðiheimild- um að ráða láta þær af hendi á tilteknu árabili en geta leigt til sín aflahluldeild til Guðjón A. Krístjdnson. arð af fiskveiðum sínum til kvótaréttar- hafans sem fær sérhlutdeild í sameign þjóðarinnar. Útgerðin þarf aðeins aðgang að veiðirétti ekki leigu- og sölurétt. Þau forréttindi útgerðar á að afnema. 3. Frjálslyndi flokkurinn hefur margsinn- is haft forystu um að flytja tillögu til þingsályktunar um aðskilnað veiða og 5 ára í senn i staðinn. Þá aflahlutdeild mega þeir ekki framselja. Við höfum hins vegar ekki lagt til að framsal núgildandi heimilda verði lagt af á aðlögunartímanum. Enda hljóta umframheimildir að hverfa mjög hratt á úreldingartímanum. Það eru líka sterk rök fyrir því að á meðan úreldingartíminn gengur yfir þurfi töluverðan sveigjanleika til að stýra fyrir- tækjunum i gegn urn breytingarnar. 3. Nei. Samfylkingin hefur markað þá stefnu að skilið verði milli veiða og vinnslu. Reynsla af slíku fyrirkomulagi hefur verið góð í löndunum hér í kring og sérstaka athygli hefur vakið uppgang- ur vinnslunnar í Færeyjum í kjölfar reglna sem þar voru settar um aðskilnað veiða og vinnslu. 4. Já, við teljum það rétt markmið að kaupskipaflotinn sigli undir íslenskum fána. Frjálslynda flokksins vinnslu ásamt þingmönnum úr Samfylk- ingu og Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Framganga þeirrar tillögu hef- ur ætíð verið stöðvuð af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna. Frjálslyndi flokk- urinn er sannfærður um að þjóðin öll myndi njóta mikils virðisauka af því að aðskilja veiðar og vinnslu eins og gert er víðast hvar í öðrum löndum. 4. Frjálslyndi flokkurinn myndi heilshug- ar styðja að hérlendis yrðu gerðar laga- legar ráðstafanir til þess að setja kaup- skipaútgerð við sama borð og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. En það er í raun undrunarefni að stjórnvöld sem í orði kveðnu eru sífellt að tala um að við verðum að búa við sambærilegar rekstrarreglur og önnur lönd í hvívetna skuli enn vera á því steinaldarstigi að skynja ekki möguleika okkar í kaup- skipaútgerð ef starfsskilyrði sjómanna og útgerða hér væru sambærileg við Norð- urlöndin í skattalegu tilliti. Sjómenn sem aðrir landsmenn munu sjá jákvæðar breytingar nái Frjálslyndir góðu fylgi í kosningunum í vor. Sjómenn geta treyst Frjálslynda flokknum til góðra verka sem byggð eru á skýrri stefnumótun. X-F á kjördegi jafnt sem aðra daga! alþingismaður og formaður Sjómannablaðið Víkingur - 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.