Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 40
 Lóni í austri og vestur fyrir Eyjafjallajökul, eða um það svæði sem oft er nefnt sunnan jökla. Höfundur staldrar við á nokkrum landskunnum sögustöðum á leið sinni og rifjar upp gang sögunnar. Textinn er hnitmiðaður og persónuleg- ur og leiðir okkur um mestu náttúruperlur landsins með nýstárlegum hætti. Hundruð nýrra og gamalla ljósmynda skapa loks glæsilega umgjörð um textann svo úr verður heillandi listaverk. Bók- in er litprentuð og er hvergi til sparað að gera hana sem best úr garði. Atli Sigurðsson nemandi í fiskeldisdeild Hólaskóla A sj ónum Atli Sigurðsson er nemandi 1 fiskeldisdeild Hólaskóla. Hann er ættaður úr Vestmannaeyjum og var í 33 ár til sjós áður en hann ákvað að fara í fiskeldisnám. „Ég hef verið á sjó frá því að ég var 17 ára gamall. í framhaldi af því fór ég í Stýrimannaskólann og lauk honum 1973. Síðan þá hef ég verið stýrimaður og skipstjóri á ýmsum bátum frá Vest- mannaeyjum. „Það má segja að það sé kvótakerfinu að þakka eða kenna að ég fór í skóla. Ég var með útgerð og sérhæfði mig í veiðum á skötusel og löngu sem voru utan kvóta. Útgerðin gekk vel og við höfðum eins árs starfsfrið, en þá var settur kvóti á þessar tegund- ir sem kippti grundvellinum undan útgerðinni. Þar sem að atvinna var af skornum skammti í Vestmannaeyjum stóð ég uppi atvinnulaus og ákvað því að drífa mig í skóla. Það var meira tilviljun að ég fór í Hólaskóla. Ég heyrði um skólann í útvarpinu, kíkti á heimasíðu skólans og leist vel á. í samráði við fjölskylduna var ákveðið að kýla á þetta og við fluttum á Hóla. Skólavistin hefur verið skemmtileg og lærdómsrík. Þetta er mikið nám, miklu meira en ég hélt. Námið hefur gengið vel og ég er ákveðinn í því að fara í framhaldsnámið. Okkur hefur liðið vel á Hólum og þetta hefur verið farsæl breyting á okkar hög- um.“ „Það er óvíst hvað við gerum í framtíðinni, en það væri gaman að geta rekið eigin fiskeldisstöð.11 sagði Atli Sigurðsson að lokum. Atli Sigurðsson 40 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.