Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2003, Page 21
Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - grcens framboðs 1. Allar stéttir hljóta að horfa á stefnu stjórnmálaflokkanna heildstætt og máta hana við lífsviðhorf sín almennt. Við mótun stefnu flokksins var sérstaklega horft til hagsmuna sjómanna en þeir eru nátengdir hagsmunum einstakra byggð- arlaga og hagsmunum atvinnulífsins í heild sinni. Við teljum að kvótakerfið eins og við þekkjum það hafi verið skað- valdur i íslensku atvinnulífi og gengið þvert á þá byggðastefnu sem við höfum viljað stuðla að í landinu. Tilvera heilla byggðarlaga hefur verið háð duttlungum kvótahafa og þegar þeir hafa framselt kvótann úr byggðarlaginu hefur stoðun- um verið kippt undan öllu atvinnulífi viðkomandi staða. Kvótakerfið hefur haft ýmsar aðrar slæmar afleiðingar og stríðir gegn hagsmunum sjómanna. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hef- ur lagt fram skýra stefnu um afnám kvótakerfisins og jafnframt tillögur um nýtt fyrirkomulag um sljórn fiskveiða. Stefna flokksins byggir á fyrningu veiði- heimilda á tuttugu árum. Veiðiheimild- irnar verði fyrndar út úr kvótakerfinu og þeim endurráðstafað þannig að þriðjund- Ur þeirra verði byggðatengdur, þriðjung- ur boðinn til leigu og þriðjungur boðinn núverandi handhöfum til afnota með leigusamningum. Núverandi kerfi hefur leitt til þess að jafnt og þétt hafa afla- heimildir safnast á stöðugt færri hendur. Stefna VG byggir á því, að hægt sé að skila nýtingarréttinum til þeirra byggða sem hafa verið sviptar grundvelli at- vinnulífs síns vegna kvótasölu. Stefna gefur aukna möguleika fyrir sjómenn að koma inn í greinina, þar sent framsal veiðiheimilda verður ekki leyfilegt. Fiskveiðistefna VG stuðlar einnig að hættri umgengni um auðlindir hafsins, sem til lengri tíma styrkir grundvöll fisk- veiða með markvissri uppbyggingu fiski- stofnanna. Pess vegna höfum við lagt lil hreytingar á reglum um meðafla og lönd- un á smáfiski til að stemma stigu við hrottkasti. Einnig teljum við mikilvægt að taka upp nýtingarstuðla sem hvetja til Hotkunar vistvænna veiðarfæra. Þannig Ögmundur Jónasson. leggur Vinstrihreyfingin - grænt framboð til að fyrir 1 tonn sem tekið er á hand- færi dragist aðeins 0,8 t frá aflaheimild- um, fyrir hvert tonn á línu dragist 0,85 t frá og fyrir hvert tonn sem tekið er í önnur kyrrstæð veiðarfæri reiknist 0,95 t af veiðiheimildunum nýtt. Afli sem tek- inn er í dregin veiðarfæri dragist hins vegar að fullu frá aflamarki viðkomandi skips. 2. Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gerir ráð fyrir því að framsal á óveiddum fiski sé ekki heimilað. Ónýtt- um aflaheimildum verði skilað inn, og þær verði til ráðstöfunar fyrir aðra. Þing- flokkur VG hefur flutt frumvarp um þetta á Alþingi. VG vill gæta hófs í álög- um á sjávarútveginn. Þegar því hins veg- ar er haldið fram að útgerðin þoli ekki neins konar álögur þá vill það gleymast að hluti útgerðarfyrirtækja, einkum hin smáu, búa þegar við mikla gjaldtöku. Hér er vísað í gjald fyrir leigu eða kaup á kvóta. Það eru ekki raunverulegir eig- endur auðlindarinnar, það er að segja sjálf þjóðin, sem nýtur góðs af sölu eða leigu á veiðiheimildum heldur tíma- bundnir handhafar réttindanna. Þessir aðilar háfa inn gróðann sem þeir iðulega flytja út úr greininni og færa jafnvel út fyrir landsteinana. Þessir aðilar eru í reynd að ráðstafa eignum sem ekki eru þeirra þótt þeir hafi af þeim ómældan hagnað. 3. Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að skilið verði á milli veiða og vinnslu, þannig að verð afurðar- innar verði í samræmi við stöðuna á markaði. Nú þegar veiðar og vinnsla hafa safnast á æ færri hendur, þá er nauðsynlegt að verðmyndun á fiskinum sé gagnsæ og er það því afar mikilvægt fyrir hagsmuni sjómanna, að skilið verið á milli veiða og vinnslu. 4. Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur afar mikilvægt að kaupskipafloti landsins sé á hendi íslendinga og mannaður ís- lenskum farmönnum og að þar gildi ís- lenskir kjarasamningar. Flokkurinn er tilbúinn að leita allra leiða til þess að stuðla að því að flotanum veriði flaggað heim eins og það er orðað. Bæði þarf að beita skipafélögin þrýstingi og fortölum og hafa þingmenn flokksins tekið undir kröfur sjómannasamtakanna hvað þetta snertir. Einnig þarf að huga að því af raunsæi hvað þurfi að gera til þess að skipafélög- in sjái sér hag í því að sigla kaupskipa- flotanum undir íslensku flaggi. Að sjálf- sögðu eiga þau að sjá sóma sinn í því skjóta sér ekki undan siðferðilegum skyldum sinum við íslenska sjómenn hvað þetta snertir. Það hefur verið dapur- legt að fylgjast með tilraunum íslenskra skipafélaga til að sniðganga íslenska kjarasamninga en þeim mun aðdáunar- verðari hefur verið þrotlaus barátta sjó- rnanna til að standa vörð um eigin kjör og réttindi og svara kalli Alþjóðaflutn- ingaverkamannasambandsins og annarra fjölþjóðlegra verkalýðssamtaka sem hald- ið hafa á lofti baráttufána sjómannna um heim allan. Nýlegt frumvarp rikisstjórnarinnar um útflöggun var samið í anda atvinnurek- enda og gengur þvert á kröfur sjómanna. Vinstrihreyfingin - grænt framboð reynir ekki að gera öllum til geðs í þessari deilu heldur tekur afdráttarlausa afstöðu með íslenskum sjómönnum og samtökum þeirra og heitir því að vinna að lagasetn- ingu sem yrði til þess fallin að treysta réttindi sjómanna í sessi. Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.