Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 4
Kj aramál fiskimanna Óhætt er að segja að kjaramál fiskimanna séu að stórum hluta til í upp- námi um þessar mundir. Hágengis-stefna stjórnvalda er á góðri leið með að rústa tilvist íslenskrar sjómannastéttar. Vart líður sá dagur að maður heyri ekki í skipstjórnarmönnum sem kveinka sér yfir ástandinu. Varlega áætlað má, með örfáum undantekningum, fullyrða að laun sjó- manna hafi lækkað um 10 - 25 % i þessari miklu gósentið sem einkennst hefur að yfirlýsingum talsmanna stjórnarflokkanna um almenna kaup- máttaraukningu og launaskrið. Hækkanir á afurðaverði sjávarfangs í er- lendri mynt hafa hvergi nærri vegið upp það hrun sem orðið hefur á gjaldmiðlum okkar helstu viðskiptalanda í samanburði við íslensku ofur- krónuna. Segja má að víða sjáist þess merki að við vaxandi erfiðleika er að etja hjá útgerðarfyrirtækjunum. Þær greinar sem veikast stóðu eru nú þegar komnar í þrot og víða er barist í bökkum um þessar mundir. Velta má upp þeirri spurningu hvort stjórnvöld telji það innan marka ásættanlegs fórn- arkostnaðar að slátra stórum hluta sjávarútvegsins og þar með sjómanna- stéttinni til að viðhalda þessari óskiljanlegu pappírs-pólitík sem er á góðri leið með að knésetja útíiutnings-atvinnugreinar landsmanna. Útgerðir hafa brugðist við aðsteðjandi vanda með ýmsum hætti. Þær sem brugðist hafa við á raunsæjan hátt hafa lagt enn meiri áherslu en áður á að há- marka gæði og þar með verðmæti þess hráefnis sem þær hafa úr að spila. Aðrar útgerðir hafa á sama tima brugðist við með þeim fráleita hætti að fækka í áhöfnum án þess að nokkrar forsendur séu til þess. Með því að fækka í áhöfnum skipa sem beitt er af fullum þunga eru þeir sem þannig haga sér að stórauka álag á mannskapinn. Álag sem að mati allra sem til þekkja var þá þegar í algjöru hámarki. Þetta hefur leitt til aukinnar slysa- hættu, viðvarandi brota á vökulögum og síðast en ekki síst er þessi gjörningur í hróplegu ósamræmi við marg ítrekaðar yfirlýsingar ýmissa útgerðarmanna urn að þeir séu fyrst og fremst matvælaframleiðendur sem leggi ofuráherslu á gæði þess afla sem á land kemur af þeirra skipum. Ylla ígrundaðir skammtímahagsmunir virðast því miður ráða ríkjum hjá of mörgum aðilum í sjávarútveginum. Ef almennt launafólk væri um þessar mundir í sporum sjómanna þá væri forsendur kjarasamninga Iöngu brostnar og allsherjarverkfall skollið á. Þessi staðreynd beinir athygli að því hvort forsendur fyrir launakerfi stórs hluta islenskra fiskimanna séu ekki lengur í takt við tímann. Tals- verðum hluta fiskiskipaflotans nú á tímum er stýrt með þeim hætti að líkja mætti við strætisvagna sem gert er að halda áætlun frá degi til dags. Það er klárt þegar lagt er úr höfn hvað veiða má í veiðiferðinni, lengd veiðiferðar, aflamagn og fisktegundir. Með þetta í huga er ekki óeðlilegt þótt þeir sjómenn sem við slíkar aðstæður búa leiði hugann að þvi hvort ekki væri einfaldlega hreinlegra að vera á föstum mánaðar-launum. Það er því engin tilviljun að í skoðana könnun á heimasíðu Félags skipstjórnar- manna er u.þ.b. helmingur svarenda til í að hverfa frá hlutaskiptakerfinu yfir í fastlaunakerfi. I öllu falli þyrftu menn þá ekki að svekkja sig á verð- myndun sjávarafla. Er þetta framtíðin í ákveðnum veiðigreinum? Sennilega hefði svar við sömu spurningu árið 2002, þegar afkoman var best, verið að upp undir 100 % hefðu viljað hlutaskiptakerfið áfram. Svona hafa sviptingarnar í greininni verið í áranna rás, en sú dífa sem nú hrellir sjómenn er dýpri og verri en dæmi eru til í langan tíma. Vonandi réttum við úr kútnum áður en langt um líður. Það verður hreinlega að gerast ef ekki á illa að fara. Sjómönnum öllu óska ég gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Árni Bjarnason Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar í samvinnu við Farmanna og fiskimannasamband íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, jonhjalta@hoimail.com Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462-2515, netfang; jonhjaIta@hotmail.com Pósthólf 427, 602 Akureyri. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647. Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Ami Bjarnason Prentvinnsla: Gutenberg. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna. Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skípstjóra- og stýrimannafélögin V'erðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. Forsíðumyndin: Matsveinninn á skólaskipinu Sœbjörgu, Sigríður G. Sverrisdóttir, horjir til lands. Mynd: Hilmar Snorrason yfirlit Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 6-10 Akranesið á sjóræningjaslóðum. Þröstur Haraldsson ræðir við Jón G. Magnússon og ferð hans árið 1985 umhverfis jörðina á Akranesinu. 12-14 Skipaáhugamaðurinn Hilmar Snorrason finnur gamla „vini“ í fjarlægum höfnum, m.a. Fagranesið í San Francisco. 16-21 Víkingur leggur við eyrun á 42. sambandsþingi FFSÍ og fær að birta hluta úr ræðu Ægis Steins Sigþórssonar um stöðu íslenskra farmanna. 22 Varð Titanic eldi að bráð? 24-26 Breskt varðskip strandar í Ólafsfirði. Grein eftir Rögn- vald Möller um strand Edouard van Flandern. 28-30 Tryggingamál sjómanna. Þorsteinn Hjaltason lögmaður, sem getið hefur sér gott orð fyrir að vera betri en eng- inn komi babb á bátinn, spurður spjörunum úr um stöðu sjómanna er lenda í óhöppum. 31 Ljósmyndakeppni Sjómannablaðsins Víkings 2005. Hilmar Snorrason kynnir reglurnar og hvetur til þátttöku. 32-34 Saga sjávarútvegs á íslandi. Birtir tveir kaflar úr 3. bindi þessa mikla verks sem Jón Þ. Þór er höfundur að en þetta er jafnframt lokabindi sögunnar. 35 Hæna veidd á stöng. Þegar vorar ætlar Víkingur að vera með stangveiðiþátt. Þetta er upphitun fyrir hann. Sögu- maður er séra Birgir Snæbjörnsson. 36-37 Jón B. Stefánsson fer í saumana á Fjöltækniskóla ís- lands sem hann segir nýjan skóla á gömlum grunni. 38 Snilldarkokkurinn á Friðrik V, Friðrik Valur Karlsson, kennir okkur að búa til fiskisúpu. 40-41 Lífið um borð í Sólbaki EA 7. Myndaopna. 44-48 Páll Pálsson sóttur til Japans. Víkingur gekk á fund skipstjórans og alþingismannsins, Guðjóns A. Kristjáns- sonar, og fræddist um upphaf skuttogaravæðingar ís- lendinga og ferð Guðjóns til Japans árið 1972 að ná í skuttogarann Pál Pálsson. 49 Hilmar Snorrason flækist um netheima. 52-53 Ragnar Ingi Aðalsteinsson leggur vísnaþrautir fyrir les- endur Víkings. Verðlaun eru í boði. 54 Peningaleysi í ellinni eða ... ? Bjarney Sigurðardóttir fjallar um séreignasjóði Gildis. 56-57 Hilmar Snorrason færir okkur fréttir utan úr heimi, sum- ar skuggalegar, aðrar skondnar. 60-61 Isborgin, dáinn maður á kreiki. Gluggað í bók Erlends Haraldssonar, Látnir í heimi lifenda, og athugað hvað lesendur Víkingsins hafa um þau mál að segja. 62 Krossgátan er, vegna jólanna, helmingi viðameiri að þessu sinni. 64-67 Aldrei fleiri farist með einu skipi, frá l’slandi til Frakk- lands. Jón Hjaltason skrifar um örlög Lancastriu. 69 Raddir af sjónum. Landkrabbar fá einnig að leggja orð í belg. 70 Bernharð Haraldsson skrifar okkur frá Kaupmannahöfn um mikið vinnuálag á danska hafnsögumenn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.