Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Qupperneq 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Qupperneq 70
Bernharð Haraldsson skrifar frá Kaupmannahöfn Álag á hafnsögumenn ógnar öryggi Ný rannsókn bendir til þess, að starfsálag á danska hafnsögumenn sé það mikið, að það ógni öryggi til sjós. Þetta viðurkenna yfirvöld og vilja fá fleiri lóðsa til starfa. Rannsóknin, sem Morten Vinter, læknir, gerði sýnir, að lóðsar eru undir of miklu starfsálagi, þeir eru stressaðir, heilsa þeirra er í hættu og það getur haft hættulegar afleiðingar i för með sér. „Vinnuálag á þá vex og þeir geta átt á hættu að þurfa að vinna lengi án svefns og hvíldar. Við vitum, að þeir geta komist í þær aðstæður að vinnuá- lagið sé afar mikið og þá getur skapast hættuástand" segir læknirinn í skýrslu sinni. Stig D. Thomsen, formaður hafn- sögumannanna, er tekinn sem dæmi. Hann kom heirn úr siglingu á undir morgunn á miðvikudegi, árla á fimmtudag fór hann til Borgundar- hólms og tók þar við rússnesku risaol- íuskipi og lóðsaði það gengum sundin Mikið og vaxandi vinnuálag er á dönskum hafnsögumönnum en þeir eru ennþá til á bryggj- unum sem hafa það náðugt eins og myndin sannar. Ljósm.: Bernt Sáfström og Kattegat út að Skagen, alls var þetta 28 tíma sigling. Það var ekki svo að hann væri einskipa. Umferðin er gífurleg og fer vaxandi. í fyrra, árið 2004, fóru um 11400 olíuskip um dönsku sundin, tæplega 5600 um Eyrarsund, 300 fleiri um Stórabelti. Þá eru ótalinn öll önnur skip, stór sem smá. Árið 2000 voru olíuskipin um 10400, sem sigldu þessa leið. Það er ekki aðeins að skipunum hafi fjölgað, heldur hafa þau líka stækkað. Árið 2000 var meðal- stærð olíuskipa, sem fóru um Eyrarsund 9800 dwt, en var í fyrra 12700 dwt. Stærri skipin fara urn Stórabelti og meðal- stærð þeirra var árið 2000 um 29000dwt, en er nú orðin 44600 dwt. Fjölgun skip- anna og aukna stærð þeirra má fyrst og fremst rekja til ört aukins olíuútflutnings frá Rússlandi. Rússar hafa aukið mjög hafnaraðstöðu sín við Eystrasalt og því munu olíuflutningar um dönsku sundin örugglega vaxa næstu árin. Danska siglingamálastjórnin hefur þessi mál á sinni könnu. Þar á bæ við- urkenna menn vandann. „Það hafa verið mikil vandamál varð- andi vinnutima lóðsanna. Olíuskipum hefur fjölgað og það þýðir, að lóðsarnir eru mjög önnum kafnir. Það hefur sýnt sig, að það getur verið erfitt fyrir þá að fá nægjanlega hvíld og frítíma og það er vandamál, sem taka verður tillit til“. Yfirleitt hefur verið hægt að fá menn til starfa þegar eftir hefur verið leitað, en þó hefur það komið fyrir, að sækja hef- ur þurft menn úr fríi eða leita til lóðsa, sem komnir eru á eftirlaun. Siglinga- málastofnunin er að leita leiða til úr- lausna. Nú þegar hafa 23 nýir lóðsar verið ráðnir og verða þeir í starfsþjálf- un næstu mánuðina, en 11 lóðsar fara innan skamms á eftirlaun, svo vandinn er langt frá því leystur. Jafnframt er verið að endurskipuleggja vinnutíma lóðsanna til að draga úr álaginu. Sigl- ingaleiðirnar eru viðkvæmar og augna- bliks athyglisbrestur getur leitt til ó- bætanlegs slyss. Því verður „karlinn í brúnni“ að vera vel úthvíldur. Þess vegna er þessi nýja rannsókn tekin mjög alvarlega. Ég var að skíra lítinn dreng. Eldri systir fylgdist vel með öllu því sem fram fór. Svo illa vildi til þegar ég var að setja vatn á höfuð barnsins, að nokkrir dropar láku niður á fínan dúkinn sem var á borðinu. Þá heyrðist i þeirri litlu sem undrandi var á framferði prestsins: „Mamma, mamma, hann er að sulla.“ Það má mikið vera ef einhver hefur ekki átt erfitt með sig. • Það var verið að skíra lítinn dreng við skírnarfontinn í Akur- eyrarkirkju. Eldri bróðir hans fékk mikinn áhuga á skírnarfont- inum sem er marmaraengill með hörpudisk. Þegar strákur var í óða önn að skoða fæturna hrópaði hann undrandi: „Mamma, mamma, það er engin vond lykt.“ \ 70 - Sjómannablaðið Víkingur • Margar ánægjulegar ferðir fór ég með Karlakórnum Geysi bæði innanlands og utan. Þar bar af för til Ítalíu undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar. Auk þess að vera frábær söng- kennari var hann einnig annálaður fararstjóri innanlands og utan. Það var lifandi dautt fólk sem ekki hreifst með af frásögn um hans. Oft kom hann í Ásbyrgi og jóðlaði fyrir hópinn. Setti hann upp 10 kr. fyrir jóðlið og 5 krónur fyrir bergmálið. Eitt sinn var í hóp hjá honum kona sem var síspyrjandi. Við Detti- foss spurði hún: „Af hverju er vatnið svona skítugt?“ Demetz svaraði að bragði: „Það er af því að fjandinn baðar sig í því daglega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.