Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Síða 25
Miðvikudaginn 20. febrúar 1941 setti ég á mig skíðin og hélt heim þegar ég hafði lokið kennslu í Hofi. Það var norð- austan gjóla og hríðarhraglandi en ljótur bakki til hafsins benti lil þess að veður færi vaxandi, enda var komin stórhríð um kvöldið. Ég var eitthvað úti við um kvöldið og frétti þá að varðskipið myndi hafa komið inn að Kleifum í ljósaskipt- unum og lagst þar. Stórhríðin geisaði alla nótlina og þegar ég hélt að heiman rétt fyrir kl. átta um morguninn var enn mik- il ofanhríð en vindurinn hafði gengið meira til norðurs og var orðinn byljóttari en smá upprof öðru hverju. Allmikill snjór var á jörðu en skíðafæri sæmilegt. Skyggni var ekki nreira en það að þegar ég fór yfir brúna sá ég ekki í húsin í þorpinu en þau voru þá reyndar miklu lengra frá brúnni en nú er. Þegar ég kom þar sem norðurendi flugvallarins er nú fannsl mér ég sjá djarfa fyrir einhverri nýlundu yfir kamb- inn í átt að Kleifarhorninu, eins og þarna væri komið lágt hús eða kumbaldi. Ég breytti stefnunni og nær samstundis sá ég að þarna var Edouard van Flandern strandaður um 100 metra frá landi. Ég fór fremst á kambinn og virti skipið fyrir mér. Það lá þvert fyrir með bakborðshlið- ina í vind og sjó. Framendinn var nokk- uð siginn sem benti til þess að sjór væri kominn í skipið. Afturendinn reis nokk- uð upp og var sæmilega þurr en í ólög- unum gekk sjór yfir hvalbakinn og upp á gluggana í stýrishúsinu en stjórnpallur- inn fékk nokkrar gusur yfir sig. Engar mannaferðir sá ég á skipinu enda stóð ég ekki lengi þarna heldur sneri hið bráð- asta við og hraðaði mér til baka og fór beint til Þorsteins Símonarsonar, lög- reglustjóra, sem þá hafði skrifstofu og heimili á Kolku. Vegna þess að ég var þarna vel kunnugur fór ég beint upp og vakli hann og sagði honum tíðindin. Brá hann skjótt við og bað mig að hitta hér- aðslækninn svo hann yrði viðbúinn ef á þyrfti að halda. Gerði ég það en síðan var ég eitthvað með bæjarfógetanum áður en ég fór á strandstaðinn. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að árið 1938 eða 9 komu hingað fullkomin björgunartæki, líklega fyrir forgöngu Slysavarnardeildar kvenna. Tækin voru þessi: 1. Schermuly-fluglínubyssa af slærstu gerð. 2. Nokkur flugeldaskot í byssuna. 3. Nokkrir kassar sem fluglínur voru geymdar í en þær voru 350 yardar á lengd sem var langdrægi byssunnar. 4. Tildráttartaug úr grönnum Man- ilakaðli en ekki veit ég hve hún var löng en sennilega hefur hún verið á fimmta hundrað metrar því hún var dregin í gegnum sérstaka blökk og endarnir siðan splæstir saman svo Edouard van Flandern berst um i fjörunni. taugin myndaði hring. Blökkin var kölluð: 5. Halablökk, hún var einskorin og við hana festur alllangur kaðall. Við kað- alinn var bundið spjald með áletruð- um leiðbeiningum á sex tungumálum. 6. Björgunarstóll 7. Líflína, sterkur Manilakaðall, senni- lega um 200 metrar á lengd. Líflínan var geymd í stórri trékistu. 8. Þrífótur úr járnrörum. Efst á honum var kósi sem líflínan var dregin í gegnum áður en þrífóturinn var reisl- ur upp. Þetta var gert til að hækka Iíf- línuna yfir sjó Til samans voru tækin allþung enda voru kistan og þrífóturinn ekki tekin með nema hægt væri að koma við farar- tækjum. Var köðlum og öðrum búnaði annars jafnað niður á menn til burðar eins og sést í kvikmyndinni, Björgunar- afrekið við Látrabjarg. Líklega hefur það verið um svipað leyti og ég kom fyrsl á strandstaðinn að menn, sem voru við gegningar í fjárhús- um vestast í þorpinu, sáu móta fyrir strandinu. Brugðust þeir skjótt við og kölluðu út björgunarsveilina og safnaðist hún fljótt saman auk fjölda sjálfboðaliða, enda tíminn góður þar sem allir voru komnir á fætur. Voru öll björgunartækin tekin og sett upp á vörubíl Árna Sæ- mundssonar og síðan klöngrast vesturyf- ir ósinn og út á kambinn á strandstað- inn. Gekk þetta ótrúlega vel enda mann- afli nægur til að hjálpa bílnum. Þegar á staðinn kom voru tækin tekin af bílnum og komið fyrir þar sem hcntugast þótti, þrífóturinn reistur upp og líllínan dregin gegnurn kósann. Mun skytta björgunar- Brynjólfur Sveinsson/Minjasafnið d Akureyri sveitarinnar, Ágúst Jónsson trésmíða- meistari, hafa haft stjórn á hendi. Veður var nú þannig að talsverð snjókoma var en norðanátt náði sér með mjög hvöss- um byljum fyrir Hlassið úr Árdalnum og varð skyggni þá næstum ekkert. Brim var mikið. Þegar björgunarsveitarmennirnir höfðu komið tækjum sínum fyrir miðaði Ágúst byssunni og skotið reið af. Eldflaugin þaut yfir skipið en um leið kom bylur sem feykti skotlínunni aftur fyrir skipið. Aftur var byssan hlaðin og ný skotlína tekin, skotið, og i þetta skiptið datt línan niður á bátapallinn rétt fyrir aftan stjórn- pallinn. Til þessa hafði ekkert sést til mannaferða í skipinu en nú snaraðist maður út um dyr á stjórnpallinum - það var stýrimaðurinn - og hljóp til og fór að draga línuna inn. Annar maður birtist og tók að hjálpa honum. Nú er það venjan að skotlínan sé bundin í halablökkina og hún fyrst dregin um borð ásamt tildrátt- artauginni en einhverra hluta vegna var líflínan einnig bundin á skotlínuna og allt þetla dregið um borð í einu og lókst það vel vegna þess hve stutt var út í skipið, annars hefði skotlínan varla þolað þungann, Skipverjarnir tveir vissu vel hvað þeir áttu að gera því á mjög sluttri stund höfðu þeir bundið halablökkina við bálsuglu og líflínuna eins hátt uppi og þeir gátu. Síðan gáfu þeir merki og björg- unarmennirnir drógu björgunarstólinn frarn og skipverjarnir bundu hann við ugluna en hurfu síðan inn um dyrnar á stjórnpallinum og lokuðu á eftir sér. Svo leið löng stund að ekkert gerðist. Mönn- um í landi fór að leiðast og Þorsteinn Símonarson, lögreglustjóri, fór að tala Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.