Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 61
sé hann greinilega, bæði klæðnað og vöxt. Það var frekar bjart og hann stóð alveg í ljósinu sem kom upp um lúkarskappann, stendur þar smá stund og fer svo aftur eftir dekk- inu. Ég hélt að þetta væri maður sem væri nýbyrj- aður og fer niður til þess að tala við hann en þá er enginn þarna niðri ... Eg hugsaði eiginlega lítið um þetta meira þarna í augnablikinu, lauk minni vakt. Svo fer ég að spyrja þá að þessu eða manninn sem ég hélt að þetta hefði verið, en það hafði þá ekki verið sá. Ég lýsti fyrir þeim þessunt manni sem ég sá og þeir þekktu hann af lýsingunni Norð- firðingarnir um borð. Þá er þetta maður sem hafði verið á bátnum áður og var dáinn fyrir nokkrum árum. Ég vissi ekkert um hann ... Sjórinn getur seytt og laðað en þar gerist líka eitt og annað sem okkur skortir skynscmi, þckk- ingu og kannski líka tilfinningu til að útskýra. Um það eru reynslusögurnar í bók Erlends Har- aldssonar glöggt dœmi. Ljósm.: Jón Kr. Friðgeirsson Sjómaður í sjávarplássi á Norðurlandi Þetta var haustið 1959. Þá reru hérna tveir bátar á línu og við sem beittum fyr- ir annan bátinn, ég var landformaður á þessum bát, urðum oft varir við mikinn undirgang á nóttunni hérna í fjörunni. Þar virtist okkur tunnum vera kastað til og óeðlilegur hávaði, ílestir voru orðnir myrkfælnir og þorðu ekki einir þarna um í myrkri. Eina nótt var ég að fara að heiman klukkan 5 til að beita, er að fara niður brekku og að brú yfir á sem er hérna, þá sé ég mann sem kominn er yfir brúna. Það var ljós á staur þarna við brúna og ég sá manninn svo vel þarna í ljósglampanum, sé alveg hvernig hann er klæddur en fannst ég ómögulega kannast við að hann væri einn af okkar mönnum, beitumönnum. Ég hugsa með mér að ég skuli nú ná í þennan mann, ég var ekkert meira en svo ósmeykur að labba þarna um fjöruna. Hann gekk það rólega þegar ég sá hann að að ég hefði átt að ná hon- um þegar hann kom ofan í fjöruna. En ég sá aldrei meir þennan mann. Ég fór að spyrja strákana þarna af báðum bátunum en þeir höfðu ekki orðið varir við neinn og það vantaði engan. Stuttu seinna fórst annar báturinn, fórst hérna í höfninni hjá okkur. Ég fór seinna að segja föður eins þeirra sem fórst frá manninum sem ég hafði séð og lýsti honum. Hann kann- aðist strax við manninn af lýsingunni, þetta hafði verið góðvinur sonar hans en hann hafði farist í sjó áður. Ólætin sem við heyrðum í fjörunni heyrðum við einnig eftir þetta. Féíag skipstjómarmanna óskar féíagsmönmim sínum og aðstandendum peirra gíeðiíegra jóía ogfarsceídar d komandi dri. Þökkum samstarfið d ííðandi dri. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Borgartúni 18, 105 Reykjavík Skipagötu 14, 600 Akureyri Heimasíöa www.officer.is og www.skipstjorn.is Tölvupóstfang officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is Sjómannablaðið Víkingur - 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.