Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 8
Jón G. Magnússon með hundinn Lása sem er mikill varðhundur og lét blaðamann ekki komast upp með neinn moðreyk. Bróðir hans er vcerukœrari og hírði í körfu sinni. Osaka var framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustudeildar hafnarinnar mættur með fylgdarliði til að taka á móti fyrsta íslenska skipinu sem lil þessarar borgar hafði komið. Hann afhenti mér skjöld því til staðfestingar og var afskaplega á- nægður með okkur." Frá Osaka var farið til Kawasaki og af- gangurinn af kísiljárninu losaður. Þaðan heims. Við geymum okkur sög- una af því fram í næsta blað en þá segir Jón okkur frá siglingum um skipastiga og skurði hér og þar í heiminum. Þegar skurðinum sleppti tók Rauðahafið við og eftir það Ind- landshaf. Leiðin lá suður fyrir Indland og Sri Lanka inn í Malakkasundið og lil Singapore. „Það var heitt á þessum slóðum og þegar við sigldum nærri landi á Súmötru urðum við að slökkva öll ljós á nóttinni svo flugurnar sæktu síður í okkur. Það var reyndar einnig gert til þess að fela sig fyrir sjóræningjum en af þeim er töluvert á Jressum slóð- um eins og oft kemur fram í fréttum," sagðir Jón. Singapore, Japan, Kina Eftir 18 daga siglingu var komið til Singapore þann 17. febrúar þar sem tekinn var kost- ur og olía. „Þar biðu tugir, ef ekki hundruð skipa eftir verk- efnum. Meðan við vorum þarna komu sölumenn um borð og settu upp búðir sínar þar sem þeir seldu bókstaf- lega allt milli himins ogjarðar. Við gál- um gefið áhöfninni frí og ég held að flestir hafi komist í land lil að skoða sig um,“ segir Jón. Eftir hálfan annan sólarhring var hald- ið áfram inn á Suður-Kínahaf. Siglt var á rnilli Tævan og Filippseyja, úl á Kyrrahaf og áfram til Osaka þar sem hluli farms- ins, 4.060 lonn af kísiljárni frá Grundar- tanga, skyldi losaður. Sú sigling tók tíu daga. „Þegar við lögðumst að bryggju í var svo haldið inn á Gulahaf og siglt til borgarinnar Dalien í Norður-Kína, ekki langt frá landamærum Norður-Kóreu. Þangað var komið 9. mars og nú var hitabcltisloftslagið víðsfjarri. Það var fjögurra gráðu frost þegar akkerum var varpað úti fyrir borginni. Þarna biðu 150 skip afgreiðslu og Akranesið mátti bíða úti á legunni í eina fimm daga áður en lestun hófst. Farmurinn var 6.000 tonn af magnesíti sem flytja álti til Baltimorc í Bandaríkjunum. Eftir að lestun hófst gekk hún fljótt og vel og 17. mars var allt orðið sjóklárt fyrir siglinguna yfir Kyrrahafið. Öðruvísi haf „Kyrrahafið er öðruvísi en öll önnur höf sem ég hef siglt um. Þar verða öld- urnar ótrúlega langar og stórar þannig að í stað þess að skoppa á öldutoppunum var þetta eins og að sigla upp og niður fjallshlíðar, það skiptust á há fjöll og djúpir dalir. Við hrepptum leiðindaveður fyrstu 12 dagana en sluppum þó við að lenda í flóðöldum sem eru víst algengar á Hawaii. Þær geta magnast upp og sjó- menn sem hafa lent í þeim segja að þá sé ekkert annað að gera en stöðva skipið og Áhafnarlistinn: Áhöfn M/S Akraness í hnattsiglingu 16. 1. 1985- 16. 5. 1985 Jón G. Magnússon skipstjóri Sigurður Arason yfirstýrimaður Ólafur Hallgrímsson 2. stýrimaður Haraldur Sigfússon yfirvélstjóri Sigurður Svavarsson 1. vélstjóri Hallgrímur H. Gíslason 2. vélstjóri Sigurður Björgvinsson loftskeytamaður Ásta Thorarensen matsveinn Gunnar Sveinsson bátsmaður Róbert Þór Gunnarsson háseti Baldvin Þórsson háseti Sigurður D. Sveinsson háseti Gísli Hjartarson luiseti Gísli Aðalsteinsson háseti Bergmundur Stcfánsson viðgerðarmaður Ólafur Th. Skúlason dagmaður i vél Jón Haraldsson dagmaður í vél Jóhannes H. Haraldsson vikadrengur Líkan af M/S Akrancsi scm er á byggðasafninu Görðum á Akranesi. 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.