Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 22
Frœðimenn velta xöngum yfir því hvort eldur, sem var laus djúpt í lestum Titanic, hafi ef til vill orðið til þess að skipið fórst og með því 1.500 manns. Menn eru þó ekki á einu máli um þetta frekar en margt annað sem tengist Titanic. Deilt er um hvort hljómsveitin lék, „Hærra, minn guð, til þín“ eða ragtime á meðan skipið var að sökkva - eða hvort hún spilaði yfirleitt eitthvað síð- ustu mínúturnar. Tala lát- inna er meira að segja á reiki. Sumir segja 1.635 hafa farist með Titanic, aðrir nefna töluna 1.517 og enn aðrir 1.490. Titanic var hleypt af stokkunum hinn 31. maí 1911. Við tóku tíu mánuðir við að útbúa skipið og prófa það. Þetta glœsilegasta skip heimshafanna var 46.328 brúttólestii; 882,5 fet að lengd og 92,5 fel á breidd. Það geltk 24-25 sjómílur, var búið tvöföldum botni og 15 vatnsheldum skil- veggjum. Það var sagt ósökkvandi. Myndin er afr Titanic í skipasmíðastöð Harland og Wolff i Belfast en þar hófst hin stutta raun- arsaga skipsíns. Varð Titanic eldi að bráð? Það er því varla von til þess að nokkur ein skoðun verði samþykkt um eldinn sem í marga daga samfleytt logaði í lest- um skipsins áður en það sökk. Prófessor Ray Boston, sem hefur rann- sakað örlög Titanic í mörg ár, vill frekari athugun á brunanum: „Eldurinn í kola- geymslu númer 6 var höfuðástæða þess að Titanic var siglt á fullri ferð yfir Atl- antshafið," segir Boston, „og það þrátt fyrir íshættuna. Þá má vel vera að eldur- inn hafi skemmt svo beinagrind skipsins að það sökk mun hraðar en ella sem varð aftur til þess að mun fleiri fórust en hefði annars orðið.“ Arnie Gellar, forseti Titanic félagsins í Bandarikjunum, segir suma sagnfræðinga leggja mikla áherslu á brunann en aðrir telji hann ekki mikilvægan. Hvorugir hafi þó sannað eitt né neitt um eldinn og endalok Titanic. Þegar slysið var á sínum tíma rannsak- að af bandariskum yfirvöldun leiddi eng- inn athygli að eldinum. Það er þó stað- fest af slökkviliðsmönnum og kolamok- urum um borð í Titanic að eldsins varð fyrst vart á meðan það var enn i reynslu- siglingum hjá skipasmiðastöðinni i Belfast. Titanic, sem var smíðað af Harland og Wolff, lagði úr höfn i Southampton í jómfrúarferð sína hinn 10. apríl 1912. Eldurinn logaði áfram og tólf slökkviliðs- menn voru á vakt við að sprauta vatni á hann á meðan kolamokararnir týndu gló- andi kolin í ofnana. Einn slökkviliðs- maðurinn bar það síðar að þeim hefði verið stranglega bannað að minnast á eldinn við farþegana. Sumir sjónarvottar segja að eldurinn hafi enn brunnið þegar skipið sökk. Aðr- ir að hann hafi verið kæfður daginn áður. Sunnudaginn 14. apríl, laust fyrir mið- nætti, sigldi Titanic á 22 mílna hraða á ísjaka. í kjölfarið sökk þetta hrað- sigldasta skip heimsins, og í þokkabót ósökkvandi, á aðeins tveimur og hálfri klukkustund. Prófessor Boston heldur þvl fram að eldurinn hafi verið ein ástæða þess að auðjöfurinn J. P. Morgan, og eigandi White Star sem aftur átti Titanic, skip- aðij. Bruce Ismay, framkvæmdastjóri White Star-félagsins, að keyra skipið áfram á fullri ferð. Vissulega vildi Morg- an monta sig af skipinu og sýna keppi- nautum sínum hvers það væri megnugt. Hitt vakti þó líka fyrir honum að koma skipinu eins fljótt og hægt var til hafnar í New York svo ráða mætti niðurlögum eldsins og afmá verksumerki hans áður en hátíðarhöldin hæfust vegna Titanic þar sem sjálfur forseti Bandaríkjanna, William Howard Taft, ætlaði að vera við- staddur. Vitni hafa borið um skemmdir á burð- arbitum vegna eldsins. Meðal annarra Charles Hendrikson, sem var í forystu slökkviliðsins um borð, en hann bar fyrir breskum rannsóknarrétti að hann hefði fengið svarta olíu og verið skipað að mála yfir skemmdirnar eins og hægt var. Þegar Titanic sigldi á borgarísjakann kom gat á skipið, nálægt kolaklefanum númer 6. „Póstgeymslan, sem var næst við hlið- ina á kolaklefa 6, var fyrsta rýmið sem fylltist af sjó,“ útskýrir Arnie Gellar. Á þetta bendir líka prófessor Boston sem stendur á því fastar en fótunum að veggir kolaklefans hafi vegna eldsins verið orðnir deigir og því fljótlega gefið eftir. Það var nánast eins og forlögin hefðu ákveðið að Titanic skyldi farast og að sem Bestir um borð ættu að drukkna. Þvi var siglt á fullri ferð þrátt fyrir aðvaranir um ís. Björgunarbátar skipsins rúmuðu ekki nema hluta þeirra 2.200 farþega og áhafnarmanna sem voru um borð. Til að bæta gráu ofan á svart voru sumir björg- unarbátarnir látnir fara með aðeins örfáa um borð. í 16 kílómetra fjarlægð lá skip- ið California og hafðist ekki að. Loft- skeytamaðurinn hafði lokað fjarskipta- lækjunum klukkan hálftólf eins og reglur kváðu á um. í brúnni gaf annar stýri- maður California hinu ókunna skipi auga sem lá hreyfingarlaust í ísnum og skaut upp flugeldum. „Skrýtið," hugsaði hann með sér, „að skip skuli vera að skjóta flugeldum á næturþeli." Fórn Titanic varð þó ekki til einskis. Ýmsum öryggisráðstöfunum á sjó var meiri gaumur gefinn en áður. Stofnað var til eftirlits með ísreki og settar fastar reglur um fjölda lífbáta og búnað þeirra. 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.