Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 24
Rögnvaldur Möller StríðsskÍD hans hátignar strundar Imaí 1940 hertók breski herinn ísland og herstöðvar urðu algeng sjón um allt land, meðal annars í Eyjafirði. Þung áhersla var lögð á að stjórna allri skipaumferð um fjörðinn. Við Hrísey vestanverða lónuðu vopnuð varðskip og gættu ímyndaðrar varðlínu, sem dregin var úr eyjunni sunnanverðri í Birnu- nesnafir, en tundurduflagirðing úr eyj- unni yfir í austurlandið átti að hindra skip í að laumast fram hjá þeim megin. Allir sjófarendur á leið inn fjörðinn urðu að hafa samband við varðskipin sem lengst af voru tveir togarar, Viking Dis og Dorothy Grey, en sex punda fall- byssu hafði verið komið fyrir á stefni þeirra. Þegar Bretarnir höfðu gengið úr skugga um að öllu væri óhætt morsuðu þeir nauðsynlegar upplýsingar, nafn við- komandi skips, fjölda skipverja og fleira, til varðstöðvarinnar í Hrísey sem sendi þær áfram í strandvarnarvirki sem var nokkru innar í firðinum. Hér segir Rögnvaldur Möller af því þegar eitt þessara varðskipa breska hersins fórst við Ólafsfjörð. Ég var á þessum árum farkennari i sveitinni og á Kleifum. Um veturnætur 1940 bar svo við einn góðan veðurdag að lítið, grámálað gufuskip sigldi hægt inn fjörðinn og staðnæmdist alllangt frá landi undan Kleifum. Fljótt á litið virtist skipið ámóta stórt og línuveiðari, stýris- húsið var lítið en ofan á það hafði verið byggður stór stjórnpallur úr timbri sem náði þvert yfir skipið, fram stýrishúsið og aftur að reykháfi. Þekktu Kleifarmenn strax að þarna var á ferðinni eitt varð- skipið frá Hrísey. Eftir nokkra bið var báti skotið út af skipinu og settust tveir menn undir árar en sá þriðji stýrði. Báturinn lenti inn í Löngufjöru, stóðu ræðararnir við bátinn, en stýrimaðurinn, vörpulegur maður í einkennisbúningi, dökkur á brún og brá, gekk upp á bakkann til manna sem þar stóðu. Þrátt fyrir lélega enskukunnáttu landsmanna skildu þeir þó að maðurinn, sem var skipherra á varðskipinu, var að grennslast um hvort tundurdufl hefðu sést á reki eða vart hefði orðið við kaf- báta í nánd við Ólafsfjörð. Svo reyndist ekki og kvaddi maðurinn fljótlega og hélt til skips. Skipið hét Edouard van Flandern og var belgískur norðursjávartogari frá Ostende. Hafði áhöfninni tekist að sigla skipinu til Englands áður en Þjóðverjar náðu því á sitt vald í stórsókninni vorið 1940. Bretar höfðu svo tekið skipið í sína þjónustu og breytt því í núverandi mynd. Eftir þetta kom skipið nokkrum sinn- um inn að Kleifum en hafði sjaldan sam- band við land. Hins vegar lá það stund- um heilu næturnar á næsturn réttri legu fyrir framan Kleifarnar en legunterkin voru þá ekki komin. Leið svo tíminn fram í febrúar. Eins og fyrr sagði var ég farkennari í Ó- lafsfirði á þessum árum. f sveitinni kenndi ég í Hringverskoti en þar var þá nýbúið að byggja skóla en ég hélt til á Þóroddsstöð- um. Á Kleifum kenndi ég í lítilli stofu uppi á lofti í Hofi en hélt til á Syðri-Á. Ég var alltaf heima í Ásgarði um helgar - þá var einnig kennt um helgar - en þegar ég kenndi á Kleifum fór ég vanalega heim á miðvikudögum enda stutt að fara. Skíðafólk fyrir ojan Ólafsfjörð. Brynjólfur Sveinsson/Minjasafnið á Akureyri 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.