Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 28
Tiygginga-byltingin mikla rœtt við Þorstein Hjaltason lögmann Fyrir nokkrum árum síðan ritaði Por- steinn Hjaltason lögmaður tímarits- grein um tryggingamál sjómanna þar sem hann lýsti mikilli óánægju sinni með þau mál. Blaðamanni Víkings þótti ástæða til að heimsækja Þorstein og athuga hvort brún hans hefði eitthvað lyfst á þessum árum sem liðin eru síðan hann ritaði áð- urnefnda grein. Við hittum Þorstein á skrifstofu hans á Akureyri. Við komum okkur strax að efninu eins og góðum blaðamönnum sæmir og spurðum Þorstein hvernig þessum mál- um væri háttað núna, hafa orðið breyt- ingar til batnaðar, hefur brún hans lyfst? Þorsteinn: Já hún hefur ótvírætt gert það og lyfst hátt! Núna eru aðstæður allt aðrar en þær voru þegar ég ritaði greinina sem þú minntist á. Það má segja að bylting hafi orðið í þessum málum. Breytingarnar byrjuðu í maí 2000 í samningum félagsmanna í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur en þær víðtækustu urðu í maí 2001 með úrskurði Gerðardóms varðandi réttindi félagsmanna í Sjó- mannasambandi íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Alþýðu- sambandi Vestfjarða. Víkingur: Berðu í stuttu máli saman fyrir okkur iUNQLAUG Þorsteinn Hjaltason. réttarstöðu sjómanns sem slasast fyrir þessa byltingu, sem þú kallar svo, og eft- ir hana. Þorsteinn: Fyrir byltinguna miklu átti þessi sjó- maður rétt á greiðslum úr lögbundinni slysatryggingu sjómanna, sem voru lágar. Nokkur hundruð þúsund krónur fyrir t.d. 10-15% örorku. Örorkan var metin eftir töflum. Þannig að ekki skipti máli þótt sjómaður gæti ekki unnið sjómanns- störf lengur. Töflunni var flett og ef rnenn lásu út úr henni að örorkan væri 10% þá var hún það og bætur greiddar eftir því en ekki hirt um það þó starfsör- orkan væri 50%. Til þess að sjómaðurinn fengi raun- verulega skaðabót þurfti hann að sanna að slysið hefði orðið fyrir gáleysi annarra skipverja, tæki biluð eða eitthvað annað sem gat verið grundvöllur að skaðabótaá- byrgð útgerðar. Með öðrum orðum það þurfti að finna sökudólg í málinu til þess að sjómaður- inn fengi alvöru skaðabætur. Eftir byltingu þá er einfaldlega búið að breyta slysatryggingunni þannig að bæt- ur samkvæmt henni eru reiknaðar eins og skaðabætur. Það er búið að breyta bótunum úr slysatryggingunni. Það þarf ekki að finna sökudólg lengur, hinn slasaði sjómaður fær fullar bætur reikn- aðar eftir skaðabótalögum. Víkingur: Þetta á þá einungis við um slys sem hafa orðið eftir að þessar breytingar tóku gildi? Þorsteinn: Já það er rétt. Víkingur: Og hvenær gerðist það? Sjómennska er ekki við allra hæfi og stundum gefur á bátinn. Þá er það nokkur huggun að vera vel tryggður. Ljósm.: Þorgeir Baldursson Þorsteinn: Það er misjafnt. Fyrst kom þetta, 6. maí árið 2000, inn í kjarasamning Sjómannafélags Reykjavíkur og kaupskipaút- gerða. í nóvember sama ár bættust svo inn vélstjórar og skipstjórnarmenn á kaup- skipum. Flestir sjómenn komu svo inn með úrskurði Gerðar- dóms og gilti sá úrskurður frá og með 16. maí 2001. Víkingur: 1 upphafi voru sem sé ekki allir íslenskir sjómenn þátt- takendur í þessari trygginga- byltingu? Þorsteinn: Nei því miður. 28 - Sjómannablaðið Víkingui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.