Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 35
SAGA SJAVARUTVEGS Á ÍSLANDI íslenskrar sögu Ekkert hefur skipt íslendinga eins miklu máli og sjávaraflinn. Hann hefur gefið þjóðinni líf en líka krafist stórra fórna. Jón Þ. í>ór rekur þessa sögu í þremur viða- miklum bindum Uppgangsár og barningsskeið er heiti 1. bindis Sjávarútvegssögunnar. Par segir frá upphafi fiskveiða við ísland, hinni áhættusömu árabátaútgerð og ævintýralegri öld seglskipanna. Stundum urðu mannvíg út af fiskin- urn við ísland. í 2. bindi segir frá árabilinu frá 1902 til 1939. Vélaraflið hélt innreið sína og sjávarútvegur íslendinga gjörbreyttist á fáeinum árum. Bátar og togarar ösluðu urn öll mið og hafið tók sinn toll. Nú er komið út 3. bindi þessa grundvallarrits um sjávarútveg á ís- landi og nær lil 1973. Togararnir, síld- in, smábátar og þorskastríð eru meðal þeirra þátta sem þar er fjallað um. Saga sjávarútvegs á íslandi er glæsi- EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST GRUNDVALLARRIT ÍSLENSKRAR SÖGU Pantið núna og sparið allt að 8.640. Vinsamlegast netjið pantanir á; gudjon61@simnet.is legt tímamótaverk þar sem snilld og afburðaþekking Jóns t>. Pór á sögu íslands og íslendinga. fer saman rit- KOSTABOÐ Lesendum Víkings býðst að kaupa fyrstu tvö bindin á hálfvirði. í stað þess að greiða kr. 6.480 fyrir hvort bindi eru þau boðin á 3.200, hvort um sig. Ennfremur er les- endum Víkings boðið að eignast 3. bindið, fyrir aðeins 4.900 krónur í stað 6.980 kr. Séra Birgir Snœbjörnsson segirfrá Alkunn er leiðin milli Varmahlíðar og Bólstaðarhlíðar og nefnist hún Vatnsskarð. Færri vita það að hægt er að komast milli þessara sýslna um annað skarð er nefnist Litla-Vatns- skarð. Liggur sú leið upp Gönguskörð frá Sauðárkróki, fram Víðidal í gegnurn Litla-Vatnsskarð, fram Laxárdal ofan Auðólfsstaðaskarð niður í Langadal. Á þessum slóðurn var forðum töluverð byggð. Kirkja var t.d. á Gvendarstöð- urn í Viðidal. Bær var í skarðinu sem nefndist Móbergssel og skammt þar frá vatn sem kallað var Móbergsselstjörn. Brunnur var hjá bænum og rann þaðan lækur út í vatnið. Silungur er í vatninu og við viss skilyrði synti hann upp í lækinn svo að þar var uggi við ugga. Kom það fyrir að upp kom fiskur þeg- ar vatn var sótt í brunninn. Eitt sinn fóru Gautsdalsbændur út að Móbergsseli til heyskapar og urðu þess þá varir að fiskur hafði hlaupið upp í lækinn. Þeir brugðu skjótt við, rifu strigapoka utan af einum ljánum, sökktu honum ofan í lækinn og héldu uppi op- inu. Síðan köstuðu þeir steinum í brunn- inn og fiskurinn óð af stað í átt til tjarn- arinnar. Fljótt fylltist pokinn og þegar hvolft var úr var þarna komin hrúga af silungi. Mér barst þessi saga til eyrna og einn góðan veðurdag lagði ég af stað upp að tjörninni ásamt Guðmundi Guðlaugssyni sem hjá mér var. Ekki vantaði að við bár- um okkur veiðimannalega, en allt kom fyrir ekki. Afraksturinn var ein lítil lonta sem sleppt var með orðunum: „Stærri í staðinn.“ hað stoðaði ekki heldur. Vonsvikinn henti ég stönginni minni á hlaðið á Æsustöðum og fór inn til þess að fá mér kaffi. Þá heyrði ég að það þaut út af hjólinu og brá því við hart. Mér varð hverft við er ég sá að mórauð hæna var kornin á öngulinn og barðist um. Ég hafði engin ráð önnur en að grípa stöngina og byrja að þreyta bráðina. Þegar ég loks hafði hendur á hænunni kom í ljós að hún hafði maga-gleypt. Því voru í skyndi sótt skæri og skellt á girnið við gogginn. Hænan var frelsinu fegin og ekki virt- ist það há henni að lenda í þessu ævin- týri. Mér leið aftur á móti bölvanlega. Stöðug umferð var um veginn sem lá örskammt frá bænurn. Hvað skyldi fólkið hafa hugsað sem varð vitni að því að virðulegur sóknarprestur var að veiða hænu? Erfitt er að ráða í það. En hitt er víst að ég skammaðist mín svo mikið að ég óskaði mér niður úr jörð- inni. Þessa sögu hef ég stundum sagt þegar menn eru að gurna af því er þeir fengu þann stóra. Einkennilegur svipur hefur komið á þá marga. Engan hefi ég enn hitt sem státað hefur af slíkum happa- feng.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.