Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Qupperneq 45
Dýrafirði, þar sem við veiddum skarkola og þorsk. En breyttir útgerðar- hættir kölluðu á breyt- ingar á flotanum. Petta sáu allir og það var við þessar aðstæður sem skuttogaravæðing ís- lendinga hófst. Árið Í970 riðu Austfirðing- ar á vaðið og keyptu notaða togara, Barðann og Hólmatind, frá Frakklandi. Siglfirðing- ar höfðu reyndar átt skuttogara, Siglfirðing SI, síðan 1964 sem þeir höfðu aðallega notað til síldveiða en ekki togveiða. Hér fyrir vestan tóku menn þá ákvörð- un að verða sér úti um skuttogara af minni gerðinni, eða undir 500 brúttó- tonnum, og var þá horft til Norðmanna sem notuðu slík skip til að afla hráefnis handa vinnslunni í landi. Út úr þessu kom hin svokallaða norska sería, sex togarar smíðaðir í Noregi, en kaupendur voru allir með umfangsmikla fiskverkun í landi. Fimm togaranna komu hingað á Vestfirði, Júlíus Geirmundsson, Bessinn, Guðbjartur, Framnes og Guðbjörgin, en sjötti togarinn í norsku seríunni var Björgvin frá Dalvík. Vistaskipti og samið við Japani Um þetta leyti hætti ég hjá Gunnvöru og réð mig til Miðfells í Hnífsdal þar sem Jóakim Pálsson stjórnaði. Þetta var 1971 og menn komnir á bólakaf við að útvega sér skuttogara. Ég talaði því um það við Jóakim að ef ég kæmi yfir til hans þá myndum við athuga um kaup á skuttog- ara. Það þurfti ekkert að brýna Jóakim í þessum efnum og niðurstaðan varð sú að nokkrir útgerðarmenn vítt og breitt um landið tóku sig saman og sömdu um smíði á 9 skuttogurum í Japan og stofnuðu um leið með sér félag japanskra skut- togaraeigenda sem mig minnir að hafi verið skammstafað, FJAS. Síð- ar bættist Arnar HU í þennan hóp. Það þótti nokkur bjartsýni á þessum árum að láta smíða fyrir sig skip í Japan, fyrir nú utan það að öll tæki áttu líka að vera japönsk. Menn höfðu enga reynslu af Japönum sem skipasmiðum og landið óneitanlega ansi langt í burtu. En Jóakim hefur Prufukeyrsla á Páli í Japan desember 1972. Benni, Aðalbjöm, Leifur Páls. og Grímur Jónsson. eflaust rætt þetta við bróður sinn, Pál, sem var fyrrverandi skipstjóri, en starfaði þegar þarna var kornið sögu hjá Asíu- félaginu í Reykjavík sem hafði milli- göngu um samningana við Japanina. Menn vissu líka fullvel að Japanir voru gamalgróin fiskveiðiþjóð og með rnikla reynslu af veiðum skuttogara. Niðurstaðan varð því þessi samningur um smiði 10 skuttogarar í tveimur japönskum skipasmíðastöðvum, í borg- unum Narasaki og Muroran sem er sunnarlega á eyjunni Hokkaido. í síðar- nefndu borginni var Páll Pálsson smiðað- ur og þangað héldum við Kristján Páls- son yfirvélstjóri í októberlok 1972 að fylgjast með smíðinni. Á Kyrrahafi. 1 sólbaði á stefni. Bcrnharð Överby og Grimurjónsson og Einar annar vélstjóri. Vestmannaey framundan á bak- borða. Meðal Japana Við byrjuðum á því að fljúga til New York og þaðan til Anchorage, í Alaska, og síðan til Tokyo en seinasti leggurinn var norður til Muroran á Hokkaido. Þetta var skolli langt ferðalag, yfir mörg tímabelti að fara og að okkur settist mikið tímarugl. Við fórum því ekki í skipasmíðastöðina fyrr en á öðrum degi okkar í Muroran. Sem okkur sýndist ekki skipta miklu máli því að þegar þangað kom sáum við ekki betur en að skipið yrði vart tilbúið fyrr en á miðju ári '73, þrátt fyrir að Japanarnir hefðu lofað að afhenda það um næstu áramót. Rautt skipsjárnið blasti alstaðar við okkur, eitthvað var búið að einangra en sáralítið sem ekkert byrjað að inn- rétta. Við vorum því ekkert að æsa okkur af stað næstu tvo eða þrjá daga niður í skipasmíðastöðina en tókum það rólega og skoðuðum okkur svolítið um. En þeg- ar við kíktum við hjá þeim aftur og sáum hvað hafði miðað á þessum tveimur dög- um eða svo brá okkur í brún. Þá fyrst áttuðum við okkur á því að verkhraðinn hjá Japönunum, og reyndar allt skipulag- ið, var gjörólikt því sem við áttum að venjast. Það sem var búið að gerast á þessum dögum var alveg ótrúlegt. Upp frá þessu vorum við ekki i nokkrum vafa um að skipið yrði til á til- settum tíma. Við létum vita af þessu heim og báðum um að áhöfnin yrði send utan, sérstaklega reið á að fá vélstjórana sem fyrst svo þeir gætu fylgst með allri lagnagerð. Eftir þetta vorum við eins og gráir kettir í skipasmíðastöðinni og þrátt fyrir að við fengjum bráðlega liðsstyrk að heiman mátt- um við hafa okkur alla við að fylgjast með hvar lagnir voru í skipinu, nið- urföll og annað sem nauðsynlegt er fyrir sjó- manninn að vita, svo mikill var byggingarhrað- inn. Það var því svo sannar- lega full vinna að fylgjast með. Ýmislegt þurfti að lagfæra og fljótlega kom í ljós að japönsku skipa- smiðirnir höfðu ekki áttað sig til fullnustu á vaxtar- lagi íslenskra sjómanna. Röralagnir í vélarrúmi, sem lágu kannski þvert yfir brautir er urðu að Sjómannablaðið Víkingur - 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.