Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 12
eru þessi svæði ávallt heimsótt. Margar skoðunarferðir eru farnar um hafnar- svæði þar sem það er í boði í þeirri von að líta eitthvert gömlu skipanna okkar augurn. Oft hafa skipin tekið nokkrum breytingum og sum hafa breyst svo mik- ið að erfitt getur verið að átta sig á því hvort viðkomandi skip geti verið eitt- hvert gömlu skipanna okkar eða ekki. 1 þessari grein ætla ég að segja lesendum Víkingsins frá þremur skipunt gömlum skipum sem ég hef hitt á ferðum mínum úti í heimi. Maí Mér er minnisstæð ferð sern ég fór fyr- ir einum átta árum til Noregs að skoða skip sem þar var til sölu. Til að komast að umræddu skipi þurfti að fara með bát og lá skipið yst þriggja skipa í leguplássi. Eftir nokkurra tíma skoðun á skipinu lá leiðin upp á þilfar og blasti þá við bolur framskips þess sem legið var utan á. Pótti mér sem þetta byggingarlag væri nokkuð kunnuglegt og greinilegt að um þýskt byggingarlag væri að ræða. Skipið var aðstoðarskip fyrir borpalla en ekki var nokkurt nafn að sjá á bol skipsins þar sem ég stóð. Varð ég strax viss að hér væri um gamlan íslenskan togara að ræða. Við nánari eftirgrennslan með því að rýna i gegnum glugga kom í ljós að skip- ið bar nafnið Stril Mai. Þurfli ekki frek- ari blöðum um það að fletta að hér var kominn togarinn Maí frá Hafnarfirði, einn fjögurra síðutogara sem smíðaðir voru fyrir íslenskar útgerðir um 1960. Tvö skipanna voru seld úr landi, þau Freyr og Maí. Freyr var lengi gerður út sem togari í Bretlandi en var síðan breytt í úlvarpsstöð sem mörgum sjómanni var að góðu kunn sem Radio Caroline. Nú liggur skipið bundið við festar á Thamesá en þrátt fyrir margar skoðunar- ferðir niður með ánni þá hefur mér ekki enn tekist að komast á það svæði sem skipið liggur á. Hvað Maí áhrærir þá var skipinu breytt til verkefnis í tengslum við olíuleit og að- stoð við borpalla. Nú hefur þessi gamli togari lokið ævistarfi sínu og síðast þegar ég vissi beið hann við bryggju hjá brota- járnskaupmanni í Noregi eftir að vinna hæfist við niðurrif á skipinu. Hekla Það var einn haustdag árið 2003 að ég var staddur í frii í Cape Town í Suður- Afríku sem á íslensku legst út fyrir að vera Höfðaborg. Við hjónin vorum stödd eftir Hilmar Snorrason skipstjóra, skólameistara og skipaáhugamann Stril Mai á legufyrir utan Stavanger. Það er alveg ótrúleg upplifun fyrir skipaáhugamann eins og mig að rekast á gömul íslensk skip í erlendum höfnum. Gæsahúð færist niður bakið þegar farkosturinn er litinn augum. Skiptir þá oft litlu hvort um er að ræða skip sem ég hef siglt á eða bara fylgst með. Þau sem ég sigldi á hafa þó alltaf aðeins meiri áhrif. Það er einnig mjög spennandi þegar sjómenn hafa samband og segja frá því að þeir hafi rekist á eitt- hvert okkar gömlu skipa og hafa undir höndum ljósmyndir af þeim. Sem skipa- áhugamaður í nærri fjóra áratugi þá hafa bryggjusvæði óneitanlega haft tnikið að- dráttarafl og sama hvar verið er á ferð þá „Gamla strandferðaskipið Hekla með nýju nafni í Höfðaborg". Að hitta gamla „vini“ 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.