Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 56
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Morðákæra Tævanskur skipstjóri og tveir kinverskir skipverjar af stór- flutningaskipinu Well Pescadores eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisdóm fyrir morð. Skipið, sem siglir undir fána Panama, hafði verið á siglingu í Karabíska hafinu þegar fimrn laumufarþegar fundust um borð. Laumufarþegarnir voru allir frá dóminíkanska og ætlaði skipstjórinn ekki að lenda í vand- ræðum með þá. Fyrirskipaði hann að þeir yrðu settir í bát og var þeim þröngvað til að yfirgefa skipið. Þegar tveir þeir siðustu voru að fara niður leiðarann (kaðalstiga) skáru skipverjarnir á böndin með þeim afleiðingum að mennirnir tveir féllu í sjóinn og hurfu. Engir mannanna voru syndir. Dráttarbátarisínn Fairplay Towage hófst með kaupum á fiskibát fyrir 100 árum. Dregið í 100 ár Fyrir þá sjómenn sem sigla á hafnir i Þýskalandi hafa dráttar- bátar af ýmsum stærðum og gerðum verið tíð sjón. Fairpaly Towing fyrirtækið átti nýlega 100 ára afmæli og var þá mikið um dýrðir. Ekki verður fjallað um veisluhöldin heldur hvernig þetta veldi varð til. Pað var Richard nokkur Borchard sem lagði grunninn að þessu stórveldi með því að kaupa sér lítinn fiskibát sem hann nefndi eftir eiginkonu sinnar, Lucy. Mannaði hann bátinn með atvinnulausum fiskimönnum sem deildu aflanum á milli sín. Nokkrum árum síðar fór hann út í að breyta fiskibátnum í drátt- arbát og eftir það var ekki aftur snúið. Árið 1930 lést Richard langt um aldur fram og tók eiginkon- an, Lucy Borchard, þá við rekstri fyrirtækisins. Var hún í mörg ár eina konan í Evrópu sem var í skipaútgerð. Hefur hún gjarn- an verið kölluð móðir Borchard. Enn í dag er útgerðin í eigu fjölskyldunnar en þriðji ættliður situr við völdin. Eru það systk- inin Richard og Lucy. Þess má geta i lokin að fjögur fyrrum íslensk skip hafa borið nöfn úr Borchard fjölskyldunni áður en þau voru keypt til lands- ins og eitt þeirra, Dísarfell (III), hét áður Lucy Borchard. Áfengi úthýst Þýska ríkisstjórnin ætlar að gera þá kröfu til alþjóðasiglinga- stofnunarinnar (IMO) að settar verði strangar alþjóðakröfur hvað varðar áfengisnotkun til sjós. Ætla þeir að taka upp á svokölluðum MSC fundi að algjört áfengisbann verði sett á áhafnir ferja og skipa sem flytja hættulegan varning. Hvað varð- ar öll önnur skip þá verði mörkin 0,5 prómill. Á þessu ári, hér á landi, hafa reglur um áfengismörk verið gerð skýrari hvað varðar sjómenn. Neitaði kyrrsetningu Aðstoðarlögreglustjóri Suður Afríku mátti þakka sínum sæla að sleppa frá borði stórflutningaskips sem átti að kyrrsetja í Höfðaborg fyrir skömmu. Hafði hann verið sendur um borð til að stöðva för skipsins en kínverskur skipstjóri skipsins var á allt öðru máli. Hann ætlaði nú ekki að láta stöðva för sína og lét úr höfn og hélt til hafs á fullri ferð. Skipverjar tók þá að ógna stjóranum með lífláti og líkamsmeiðingum. Tókst honum að ná sambandi við land og með þátttöku tryggingafélags skipsins og útgerð þess tókst að fá skipstjórann til að slá nægjanlega mikið af ferð skipsins til að aðstoðarlögreglustjórinn kæmist frá borði og i lóðsbát. Skipstjórinn hafði gefið það út að aðstoðarlög- reglustjórinn yrði settur af í næstu höfn sem væri í Argentínu. Búið er að gefa út ákæru á hendur skipinu og skipverjum fyrir athæfið. Hungurverkfall Þrettán pólskir rafvirkjar við skipasmíðastöðina Chantiers de l’Atlantique í Nazaire fóru í viku hungurverkfall þar sem þeir höfðu ekki fengið greidd laun fyrir þau störf sem þeir höfðu unnið hjá skipasmíðastöðinni. Þeir höfðu verið ráðnir í gegn- um pólska starfsmannaleigu sem hafði ekki staðið við sinn hluta hvað varðaði greiðslur til mannanna. Eftir viku hungurverkfall var það fyrirtæki að nafni Gestal sem lagði fram 30 þúsund evrur til greiðslu launa til mannanna og lét fyrirtækið það fylgja með að þetta væri gert af mannúðar- ástæðum. í kjölfarið héldu Pólverjarnir til síns heima en fjöldi fólks hafði stutt þá í baráttunni fyrir launum sínum. Hafði meðal annars verið slegið upp tjaldbúðum til að gefa Pólverjun- um næturskjól. Skipasmíðastöðin Chantiers de l’Atlantique er þekkt fyrir smíði farþegaskipa á borð við Queen Mary 2. Gámaskipum fjölgar stöðugt og þau verða sífellt stærri og stœrri. Grete Mœrsk var stœrst þegar þessí mynd var tekin. Gámaskipin fylla hafnir Hin gífurlega aukning sem hefur orðið í fjölda gámaskipa í heiminum hefur valdið margskonar vandræðum. Bryggjupláss er orðið af skornum skammti í mörgum höfnum og er ekki óal- gengt að sjá allt að 30 til 50 skip bíða við akkeri eftir að bryggjupláss losni í stærstu höfnunum. Sem dæmi þá eru tvöfalt fleiri skipakomur til Southampton en höfnin var hönnuð fyrir. Þá eru skipin einnig að stækka og ekki lengur hægt að fullyrða hér hvað sé stærsta gámaskip heims því áður en blekið er þornað á blaðinu hefur enn stærra gámaskipi verið hleypt af stokkunum. 56 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.