Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 30
skilmálanna og falla því ekki undir slysa- trygginguna og engar bætur því greiddar úr slysatryggingunni. Pað er hins vegar annað mál ef sjó- maður lyftir þungum hlut og rennur til og á hann kemur hnykkur og meiðist við það í baki. Það er utanaðkomandi at- burður og meiðslin verða skyndilega, þ.e. við að renna til kemur hnykkur, og um er að ræða bótaskylt slys. Hérna erum við komin út i umræðuna hvað sé „slys“ i skilningi skilmálanna og um það geta oft orðið deilur. Yíkingur: Sjómaðurinn í þessu dæmi fengi því engar bætur úr slysatryggingu sjómanna. Hann er þá orðinn óvinnufær og fær engar bætur? Þorsteinn: Hann fær engar bætur úr slysatrygg- ingunni en hann fengi hins vegar bætur úr sínum lífeyrissjóði og frá Trygginga- stofnun ríkisins og jafnvel frá fleiri aðil- um allt eftir því hvernig hans trygginga- málum væri háttað að öðru leyti. Víkingur: Þú talar um meiðsli á líkama en menn geta líka orðið fyrir andlegum áföllum sem erfitt er að vinna úr og geta valdið mönnurn tekjutjóni án þess að um lík- amlegt tjón sé að ræða. Hvað með slik tjón eru þau bætt út úr slysatrygging- unni? Þorsteinn: Tja, ég verð að segja að Víkingur er beittur í spurningum sínum, þetta verð- ur erfiðara eftir því sem á líður. Þetta er nú nokkuð óljóst. Margir eru þeirrar skoðunar að aðeins beinn líkam- legur áverki teljist uppfylla skilyrði um meiðsl á líkama, þannig að sá sem verð- ur fyrir andlegu áfalli án þess að verða jafnframt fyrir beinum líkamlegum á- verka teljist ekki hafa orðið fyrir slysi i skilningi tryggingarinnar. Hins vegar eru aðrir sem eru einfaldlega ekki sam- mála og telja að andleg meiðsli séu meiðsli á likama og falli því undir slysa- trygginguna- Ég held að andlegt áfall sem stendur í sambandi slys eigi að bætast úr slysa- tryggingunni. T.d. tel ég að bæta eigi tjón sem verður þegar sjómaður lendir sjálfur í lífshættu, sleppur með skrekk- inn en verður eðlilega fyrir miklu and- legu áfalli sem hann losnar ekki svo auð- veldlega við og verður fyrir tjóni af þeim sökum. Þó engin líkamlega meiðsli verða tel ég að eigi að bæta tjón vegna andlegs skaða. Hins vegar myndi sennilega falla utan tryggingarinnar áfall sem sjómaður verður fyrir við að sjá aðra lenda í lífshættu eða annað sem veldur á- falli en án þess að sjómaður hafi lent sjálfur í lífsháska. Víkingur: Hvaða áhrif hefur gáleysi sjómannsins sjálfs á bætur samkvæmt nýju slysatrygg- ingunni? Þorsteinn Það má lækka bæturnar eða láta þær alveg niðurfalla ef tjónið verður rakið til vítaverðs gáleysis tjónþola. Um þetta eru strangar kröfur því gáleysið verður sem sé að hafa verið vítavert ekki nægir einfalt gáleysi og tryggingarfélag sem heldur slíku fram þarf að sanna þá full- yrðingu. Það mun sjálfsagt ekki reyna á lækkun af þessum sökum nema í undan- tekningartilvikum. Vitanlega má þó hugsa sér dæmi þar sem lækkun gæti orðið, til dæmis ef menn eru ölvaðir eða i slagsmálum eða eitthvað þess háttar. Víkingur: Væru menn þá réttlausir ef þeir lenda ölvaðir í slysi eða í slagsmálum? Þorsteinn: Nei hreint ekki. Öll tilvik alveg sama hvernig þau eru verður að skoða sjálf- stætt. Engin tilvik er hægt að afskrifa fyrirfram. Það sem ég átti við var að menn gætu hugsanlega verði réttlausir ef þeir lenda í slysi ölvaðir eða í slagsmál- um. Hins vegar eru til dómsmál þar sem niðurstaðan var sú að menn eigi bótarétt þó þeir hafi verið ölvaðir eða í einhverjum galsa og látum þegar slys ber að höndum. Bætur kannski lækkaðar eitthvað vegna eigin sakar en menn feng- ið bætur engu að síður. Slys gæti t.d. orðið með þeim hætti að algáður maður hefði ekki heldur getað umflúið það og er það þá bótaskylt. Víkingur: Nú hljóta iðgjöldin að hafa hækkað af slysatryggingu sjómanna því tryggingin er allt önnur og meiri, hver borgar ið- gjöldin? Þorsteinn: Já iðgjöldin hafa sjálfsagt hækkað. Sjó- menn og útgerðarmenn borga þessi ið- gjöld í sameiningu. í kjarasamningi Sjómannasambandsins segir að kostnaðarhlutur sjómanna sé kr. 2.332 á mánuði og hækkar þessi upphæð í takt við kauptrygginguna. Ég tel þetta hverrar krónu virði fyrir sjómenn. Víkingur: Víkingur þakkar fyrir sig. Er ein- hverju við að bæta? Þorsteinn: Það má velta sér endalaust upp úr þessum málum en meginatriðið er þetta. Langflestir sjómenn eru vel tryggðir sem er ákaflega mikilvægt því að sjó- mennskan er hættulegt starf og slys al- geng. Iðulega leiða þessi slys til þess að sjómaðurinn verður að hætta á sjónurn. Sjómaðurinn getur nefnilega ekki gert eins og við í landi að minnka við sig vinnuna, menn fara ekki á sjóinn til að vinna 50% vinnu, það er frekar verið að tala um 150% vinnu sem er aðeins á færi þeirra sem ganga heilir til skógar. Ég ætla nú ekki að mala meira um þetta að sinni en bendi þeim, sem vilja kynna sér málið niður í kjölinn, á afar góðar greinar eftir dr. Guðmund Sig- urðsson, dósent við Háskólann í Reykja- vík. Greinarnar heita „Vinnuslys, slysatrygging sjómanna" og birtust í Lög- réttu, tímariti Félags laganema við Há- skólann í Reykjavík. Fyrri hlutinn birt- ist í 1. tbl. 1. árgangs og síðari hlutinn í 2. hefti 2. árg. Ég þakka Víkingi fyrir spjallið. Gæði - Öryggi - Þjónusta Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is LOWARA - úrval af dælum Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.