Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 38
í eldhúsinu hjá Friðriki V. Ljósmyndir: Myndrún/RÞH Fiskisúpur Viðsvegar um heimin eru miklar hefðir í fiskisúpugerð og í flestum bæjum þar sem fólk hefur lífsviðurværi sitt af fisk- veiðum eru til klassískar fiski-eða sjávar- fangssúpur sem einkennast af því hráefni sem veitt er á staðnum. Oft eru þetta matarmiklar súpur sem eru framreiddar sem sjálfstæðir réttir. Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju við eigum ekki klass- íska Islenska fiskisúpu, auðvitað man maður eftir „Lúðusúpunni“ sem maður fékk sem krakki með sveskjum og lárvið- arlaufi. Ætli þetta sé vegna þess að „súp- an“ virðist ekki njóta mikillar virðingar á íslandi? Erlendir gestir spyrja mig oft hvort það sé tankbíll sem dælir súpunni inn á veit- ingahús landsins, sem ýmist eru kallaðar sveppa, blómkáls eða aspas-súpur allt eftir því hvaða hráefni er sett út í hverju sinni. íslenska kjötsúpan er þó að vinna á í seinni tíð, kannski vegna þrautseigju veitingamanna, helst þeirra sem eru með bændagistingu og þá með hjálp lamba- kjötsframleiðenda. Einnig hafa nokkrir af frægari matreiðslumönnum landsins út- fært Islensku kjötsúpuna á nýmóðins hátt með góðum árangri. Margir urðu hissa þegar ég bauð upp á fiskisúpu og nýbakað brauð í 11 ára af- mæli dóttur minnar sem var að hennar ósk en þessar veitingar mæltust þó vel fyrir þegar byrjað var að borða. Hér á eftir kem ég með uppskriftir að fiskisúpum sem eru í uppáhaldi hjá mér og af fisksoði sem er algjörlega nauðsyn- legt til að gera góða fiskisúpu. Verði ykkur að góðu. Fisksoð 500 gr fiskbein (tálkn og augu fjarlægð ef hausinn er notaður) 2 laukar (ekki hýði) 1 gulrót 1 lárviðarlauf 3 piparkorn blaðlaukur 1 sítróna (ekki hýði) 1/2 dl hvítvínsedik 2,5 1 kalt vatn Allt sett í pott og soðið við vægan hita i 20 mín. Látið standa í 10 til 15 mín, sigtað. Athugið, ekki hræra gruggið upp. Soðið sett í annan pott og soðið í 20 mín við vægan hita. Fiskisúpa með karrý og kókos Fyrir 6 100 g þorskur eða annar hvítur fiskur 100 g rækjur 50 g hörpuskel 50 g humar ( skelflettur) 1 dl kræklingur 1 dós kókosmjólk 2 rif hvítlaukur ( saxaður) 1 laukur (saxaður ) 3 gulrætur ( saxaðar ) 3 msk söxuð steinselja 3 msk smjör 2 stk lárviðarlauf 6 stk humarhalar í skel ( til skrauts má sleppa ) 2 til 3 msk karrý safran þræðir 1 1/2 1 fisksoð , 1 tsk turmerik 3 dl mysa (hvítvín) svartur pipar og salt Aðferð: Laukur og hvítlaukur er brúnað í smjörinu þar til laukurinn er orðin meir, þá er karrý og turmeriki sáldrað yfir. Mysunni eða víninu og fisksoðinu hellt yfir. Setjið lárviðarlaufin, gulræturnar og kókosmjólkina saman við og sjóðið í u.þ.b. tuttugu mínútur við væga suðu. og súpan smökkuð til með salti og pipar. Hreinsið sinina úr hörpuskelinni, skolið humarinn og skerið í bita ásamt þorskin- um. Bætið fiskinum öllum út í 1/5 1 af fisksoði og sjóðið í átta mínútur. Setjið í skálina og hellið súpunni yfir Sjóðið humarinn sér og setjið í súpuna á diskunum ásamt sýrða rjómanum og steinseljunni. Fiskisúpa 1 skallotlaukur (smátt saxaður) 2 msk smjör 1 1/2 dl hvítvín 7 dl fisksoð 2 dl rjómi 1 lárviðarlauf 3-4 stylkar timjan 100 g sveppir smátt saxaðir 60 g þorskur (skorinn í smáa bita ) 60 g rækjur 60 humar (skelflettur) 60 g lax (skorinn í smáa bita) 2 dl þeyttur rjómi Aðferð: Svitið laukinn í smjörinu, hellið * hvítvíni og soði yfir, ásamt lárviðarlaufi og timjankvisti og sjóðið við væga suðu í 10 - 15 mín. Sigtið soðið og sjóðið fiskin og skeldýrin í soðinu, varist að mauka fiskinn. Sigtið soðið aftur og hellið rjómanum út í ásamt sveppunum og sjóðið í 10 mín, smakkið til með salti og pipar, takið af suðu og blandið þeytta rjómanum út í þannig að súpan freyði, hellið súpunni yfir fiskinn og skreytið með fersku tiinj- an. 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.