Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 46
vera manngengar, voru i brjósthæð ís- lendinga enda þótt Japanarnir slyppu leikandi undir. En þeir kunnu sitt fag, ekkert stórvægilegt kom upp á og skipið var tilbúið um áramótin eins og til stóð. Boðskiptin við hinn venjulega verka- menn í skipasmíðastöðinni voru erfið, enginn þeirra talaði ensku en það gerðu hins vegar tæknimennirnir og allir þeir sem við þurftum að hafa samskipti við. Við kynntumst lítið mannlífinu fyrir utan hótelið sem við bjuggum á. Það kom þó fyrir að við fórum út á lífið, dönsuðum og skemmtum okkur. Um leið lærðum við svolitið um formfestuna og agann hjá japönskunr fjölskyldum. Foreldrar mættu á dansleik með tveimur dætrum sínum og ef einhver vildi dansa við þær varð hann að biðja föðurinn leyf- is. Pöpparöltið gat líka orðið svolítið fyndið. Þarna voru barir á breidd við klæðaskápa. Þeir sem þykkastir voru urðu að fara inn fyrstir því ef þeir voru næstir dyrunum komust ekki aðrir inn. En snakkið var töluvert betra en á vest- rænum börum. í staðinn fyrir hinar hefð- bundnu saltstangir var boðið upp á þurrkaða loðnu og smokkfisk. Annars fannst mér japanski maturinn hreint afbragð og þarna áttaði ég mig fyrst á ástæðum hinnar miklu kröfu- hörku Japana þegar kemur að hráefni og hvers vegna þeir borga svona vel fyrir sjófrysta grálúðu, karfa og rækju. Fersk- leikinn þarf að vera 100 prósent þar sem þeir borða þetta meira og minna hrátt. Auk þess verður hráefnið einnig að höfða til augans, þetta eru skrautmáltíðir, þar sem allskonar fiski og fiskmeti er raðað saman til að ná fram ákveðnu lita- munstri. Allir gilsar á og innjór það, heil 70 tonn aj þorskí á Halanum 1986. í fellibyl á Kyrrahafi Um áramótin lögðum við af stað heim og kvöddum Japanina sem höfðu reynst okkur ákaflega yndislegir, vinalegir og strang heiðarlegir. Við sigldum af stað í samfloti með Vestmannaey, sent Japanarnir luku við um líkt leyti og Pál Pálsson. Næsti á- fangastaður var Hawaiieyjar í miðju Kyrrahafi. Við biðum að vísu örlítið með brottförina því að úti fyrir ströndum Hokkaido var fellibylur að djöflast. Þegar við héldum að öllu væri óhætt lögðum við af stað og lentum óðara inn í ofviðr- inu miðju. Fellibylurinn hafði þá hægt á sér og sveigt til austurs, öndvert við það sem hann átti að gera samkvæmt veður- spám. Þarna þvældumst við í nokkrar klukkustundir í því leiðinlegasta sjólagi sem ég hef komist í á ævinni. Maður vissi aldrei hvaðan aldan kom næst, þær skullu á okkur úr öllum áttum. Skipið var þunglestað af olíu, með litla aðra yf- irvigt, nánast engin veiðarfæri á dekki, og því pallstöðugt. Það valt þvf ákaflega snöggt þegar fjallháum öldunum tókst að yfirvinna stöðugleikann á skipinu. í sneggstu veltunum var eins og gólfið dytti undan fótum okkar og við dingluð- um í þeirri handfestu sem var að hafa í brúnni. Þetta reyndi á mannskapinn. Lengi vel var þó ekki brugðið út af stefnunni til Hawaii en að lokum var okkur nóg boð- ið. Til að komast út úr þessum djöfla- gangi var kúrsinum breytt og stefnt í suðvestur en fellibyljir fara yfirleitt í norðaustur eða norð-norðaust- ur. í 7 eða 8 klukkustundir sigklum við öndvert við stefnu fellibylsins og komumst þá loks í glampandi sól og fínasta veður. Þá voru liðnir 18 tímar síðan við lentum inn í óveðrinu. Eftir þetta var siglingin tíð- indalaust til Hawaii. Sólin brenndi mannskapinn og vart hreyfði vind. Þegar farið var að huga að skemmdum kom í ljós að þær voru næsta litlar. Japanarnir höfðu byggt sterkt skip. Mesta tjónið varð frammi í báts- mannsgeymslunni þar sem við höfðum komið fyrir tveggja ára birgðum af skipamálningu. Þrátt fyrir að skipið væri vand- lega sjóbúið og málningarföt- urnar, 18 eða 20 lítra hver, vel skorðaðar í hillum og bundið yfir þá hafði losnað um þær og allt farið á tjá og tundur. Það eina sem við gátum gert var að lofta úl og leyfa málningunni að harðna. Þetta var þó ekki versta afleiðing óveð- ursins. Leifur kokkur, bróðir Jóakims út- gerðarmanns, flutti okkur þær fréttir að vatnið væri orðið algerlega ónothæft. Sósur urðu bragðvondar og gráar og kaff- ið ódrekkandi. Vatnstankarnir voru þrír um borð og tóku um 30 til 40 lonn samanlagt. Japan- arnir höfðu þrifið þá með lísóli, ljósgul- um sótthreinsunarvökva, sem fellibylur- inn hafði gruggað upp og hrist rækilega saman við neysluvatnið. Eftir þetta drukkum við aðallega bjór. Þegar við komum til Honululu áttuð- um við okkur fljótlega á því að borgin var ekki heppilegasti staðurinn til að stunda þrif á vatnstönkum. Mér er til efs að til sé öllu dýrara vatn í heiminum en það sem skip kaupa í Honululu. Þarna er þó enginn vatnsskortur en lítum á að- stæður. Eyja í miðju Kyrrahafi. Skipaum- ferð mikil. Því ekki að selja vatnið dýrt? Og það gera þeir svo sannarlega, eyjar- skeggjarnir á Hawaii. Við létum renna þrisvar í gegnum minnsta vatnstankinn og fylltum hann síðan af drykkjarhæfu vatni. Hinir urðu að bíða hreinsunar uns við kæmum heirn. Allar tómu bjórflöskurnar voru líka fylltar af vatni. Ferðin frájapan til Honululu hafði tekið 12 daga. Nú var stefnan sett á Panama. Panamaskurðurinn Siglingin frá Hawaii til Panama var lengsti leggur ferðarinnar, eða 18 sólar- hringar í hafi. Nánast allan þann tíma var staðviðri, stöðugur vindur, fjögur til sex vindstig beint í stefnið. 46 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.