Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 10
Skipsbjallan af Afercmesinu.
halda sjó, allt upp í átta eða tíu klukku-
stundir. Maður þarf að beita skipinu allt
öðruvísi en maður er vanur við svona að-
stæður.
Annað atriði sem þvældist dálítið fyrir
okkur var Líminn en við urðum að færa
klukkuna með reglulegu millibili á leið-
inni yfir hafið. betta ruglaði menn í rím-
inu og maður hætti að geta sofið. Ég hélt
að ég væri einn um þetta en eina nóttina
þegar ég hafði legið andvaka og bylt mér
í rúminu fór ég á fætur og niður í borð-
sal til að fá mér eitthvað í gogginn. Þá sat
mestöll áhöfnin þar að spilurn því það
gat enginn sofið. Smám saman jöfnuðum
við okkur þó á þessu. En svo upplifðum
við það að það komu tveir fimmtudagar í
röð þegar við fórum yfir daglinuna.“
Stöðugur mótvindur og pus var á leið-
inni yfir Kyrrahafið og til að kóróna leið-
indin fór önnur aðalvélin að hiksta og
gírókompásinn ruglaðist endanlega
skömmu áður en komið var til Los Ang-
eles. Þar var varpað akkerum að morgni
7. apríl, teknar vistir og olía og gerð til-
raun til að gera við kompásinn sem að
vísu dugði ekki lengi. Svo var siglt niður
með strönd Kaliforníu, Mexíkó og Mið-
Ameríku þar til lagst var við akkeri úti
fyrir Panamaborg. Siglingin um Panama-
skurð tók um hálfan sólarhring en frá-
sögn af henni bíður næsta blaðs.
Anægjuleg ferð
Pað var kominn 22. apríl þegar lagt var
upp frá borginni Colón við norðurenda
skurðsins og framundan rúmlega viku-
sigling lil Baltimore. Þar var skipið losað
og dyttað að ýmsu, þar á meðal ekkisens
gírókompásnum. Einnig kom í ljós smá
Veggurinn sem helgaður er hnattreisu Akranessins á byggðasafninu..
Skjöldurinn sem hafnaryfirvöld í Osaka í Jap-
an afhentu Jóni við komuna til borgarinnar.
Með honum vildu þau heiðra komu fyrsta ís-
lenska skipsins til borgarinnar.
leki i einni lestinni og var gerð bráða-
birgðaviðgerð til að stöðva hann.
Klukkan fimm síðdegis á degi verka-
lýðsins, 1. maí, voru landfestar leystar í
Baltimore og sigll til Lambert Point í
Norfolk en þangað var fjórtán tíma sigl-
ing. Þegar dráttarbátur var að leggja
skipinu að bryggju í Norfolk vildi ekki
betur til en svo að skipið rakst i bryggju-
enda. Við áreksturinn kom gat á lest 4 og
einhverjar fleiri byltur hlaut skipið. Það
var þó byrjað að lesta rúnrlega 6.000
tonn af kolum. Það gekk fljótt fyrir sig
og að því loknu var lagst fyrir akkeri úti
á legunni og gert við skipið til bráða-
birgða. Henni var lokið um nóttina og
upp úr hádegi þann 3. maí var lagt upp í
lokaáfangann. Hann tók tæpa 13 sólar-
hringa og snemma ntorguns þann 16.
mai var lagst að bryggju við Grundar-
tanga í Hvalfirði.
Þar með lauk fyrstu og að því er best
er vitað einu hnattsiglingu íslensks skips.
Hún tók heldur lengri tíma en hjá Phile-
as Fogg, eða rétta 120 daga. Og þó, það
er ekki rétt því þá vantar fimmtudaginn
sem áhöfnin græddi á Kyrrahafinu.
Jón G. Magnússon minnist þessarar
ferðar með ánægju. Hún gekk að flestu
leyti vel og engin meiriháttar óhöpp
urðu. Mannskapurinn naut ferðarinnar,
líka hásetarnir sem að því er sjá má í
dagbók skipsins voru að rústberja og
mála flesta daga, hvort sem skipið var í
höfn eða á siglingu.
„Ég reyndi að sjá til þess að allir
kæmust í land þar sem stoppað var svo
þetta var töluverð upplilun fyrir áhöfn-
ina. Sjálfum hafa nrér alltaf fundist það
vera forréttindi að fá að sigla um heim-
inn sem farmaður því á þann hátt sér
maður heiminn frá allt öðru sjónarhorni
en ferðamaðurinn,“ sagði Jón.
Við heyrum meira af ferðalögum hans í
næsta tölublaði Víkingsins.
10 - Sjómannablaðið Víkingur