Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 67
sjómönnum sem fluttu þau í breska tundurspillirinn, Havelock. Þar var son- urinn úrskurðaður látinn og líkami hans lagður í ört stækkandi haug látinna á þil- farinu. Móðir hans sleppti sér og einhver leit betur á drenginn og gat komið hon- um til lífs aftur. Sumir voru fluttir í land. Joan Rodes, ensk kona gift frönskum manni, hafði á- kveðið að verða eftir í Saint Nazaire fremur en að þiggja boð um að fara til Bretlands með skipalestinni. Þrátt fyrir að hún bæri barn undir belti og væri langt gengin með sigldi hún með frönsk- um vini sínum á angandi fiskibátnum hans út á flóann þar sem þau fiskuðu 19 alvarlega særða hermenn upp úr sjónum og fiuttu þá í land. Þau sigldu aftur af stað og björguðu fleirum. Seinna hjálpaði Joan Rodes við að skipuleggja greftrun þeirra fjölmörgu líka sem rak á fjörur næstu daga. Frönsk kona gaf land undir grafreitinn og brotn- ar vínflöskur voru setlar á grafirnar en í þær voru sett einkennismerki hins and- aða. Enn var Joan ráðlagt að yfirgefa Frakkland en hún neitaði. Hún hafði á- kveðið að sjúkra Bretunum sem komu á land og hjálpa þeim síðan lil að flýja. Þrátt fyrir að hún missti barnið, sem hún bar undir belti, og heilsuna um leið tókst henni þetta ætlunarverk sitt svo vel að bresku hermennirnir gáfu henni nafnið, engillinn frá Saint Nazaire. Það sem enginn mátti vita í London hélt Winston Churchill um alla þræði en því fór víðsfjarri að honum litist á blikuna þar sem hann reykti digr- an vindil á skrifstofu sinni þennan ör- lagaríka júnídag. Hver nýr dagur virtist staðráðin í að færa honum ný vátíðindi. Noregur var fallinn. Daginn eftir, eða hinn 10. júní, höfðu ítalir lýst yfir stríði á hendur Frökkum og Bretum, og aðeins fjórum dögum síðar brunuðu þýskar her- sveitir inn í París. Sovétmenn voru í óða önn að leggja undir sig Eistland, Leltland og Litháen, og nú höfðu þær fréttir borist að Petain marskálkur væri búinn að biðja Þjóðverja um vopnahlé. Með öðrum orðum, Frakkar ætluðu að gefast upp. Og nú þetta, Lancastriu sökkt og um 3000 rnanns saknað. Það má rnikið vera ef forsætisráðherrann hefur ekki teygt sig eftir viskilögg við þessar fréttir. Englend- ingar myndu brátt standa einir i barátl- unni gegn Hitler og útlitið var vægast sagt svart. Nú er nóg komið af vondum fréttum, hugsaði Churchill, og skipaði hershöfðingjum sínum að hafa hljótt um örlög Lancastriu. í bili að minnsta kosti. „Þetta bann átti þó aðeins að vara í fá- eina daga en stríðsástandið fór hríðversn- andi og ég gleymdi að aflétta banninu“, skrifaði Churchill í stríðsendurminning- um sínum. Pótt liðnir vœrufimm klukkutímar frá því að Lancastria fór niður var enn verið að fiska mcnn upp úr sjónum. Prátt fyrir aflnoðið sem bjðrgunarflotinn beið þá tókst engu að síðui; þessa tvo júnídaga 1940, að ferja 23.000 her- mennfrá St. Nazaire til Englands. Pó urðu 4000 hermenn eftir i landi og biðu örlaga sinna. Sumum var smyglað yfir Ermarsundið, aðrir lentu í fangabúðum Pjóðverja en margir þcirra gengu á vit örlaga sinna þctta sumar. Þess skal getið að myndirnar með þessari grein voru teknar af Frank Clements sem var á tundurspillinum Highlander. Og það voru þessar myndir sem 25. júli rötuðu í banda- rísku pressuna ógþaðan kom fréttin lil Eng- lands. Pá loks gáfu bresk stjómvöld út form- lega tilkynningu um örlög Lancastriu og BBC Jlutti frctt þess efnis. Þegar skipalestin kom aftur til Eng- lands og mennirnir af Lancastriu, illa til reika, óhreinir og klæðlitlir, sumir nánast naktir, gengu á land var brýnt fyrir þeim að segja ekki orð urn það sem gerst hafði á Biscayaflóanum. Margir þeirra höfðu reyndar enga löngun til þess. Rúmri hálfri öld síðar játaði hermaður, sem hafði bjargað lífi sínu með því að halda sér í lík sem flutu í björgunarbeltum, að hann hefði aldrei fyrr talað um þessa lífs- reynslu sína, ekki einu sinni við sína nánustu, eiginkonu og tvo syni, „ ... lil þess var minningin enn of sársaukafull.“ Nálega sex vikum eftir dómsdag Lancastriu birtist fyrsta fréttin urn örlög hennar í fjölmiðlum. Þó ekki í bresku blaði heldur bandarísku. í kjölfarið birtu bresku blöðin fréttina en það var eins og fréttabann Churchills lifði áfrant og örlög Lancastriu lögðust í þagnargildi. Jafnvel viðurkenndar alfræðibækur láta Lancastriu ógetið. Sem er einkennilegt ef við miðum við ýmsa aðra atburði sjó- ferðasögunnar. Flestir kannast við Lusi- taniu og örlög hennar í fyrra slríði en með henni fórust tæplega 1.200 rnanns. Allir þekkja örlög Titanic og þeirra um það bil 1.500 sem gistu vota gröf þegar hún sigldi á borgarísjaka. Með Lancastriu fórust fleiri en með Lusitaniu og Titanic samanlagt. Stað- reyndin er sú að aldrei í sögunni hafa fleiri farist með einu skipi. Um endan- lega tölu má þó deila. Churchill talaði um nálega 3000 en fréttamaðurinn og rithöfundurinn, Jonathan Fenby, sem hefur öðrum mönnum betur kannað þessi mál, segir að tala þeirra sem fórust með Lancastriu sé ekki innan við 3.500 til 4000 manns. Systkinin ungu, sem höfðu komið gangandi alla leið frá Belgíu, voru í þess- um stóra hópi sem rnætti örlögum sínum 17. júní 1940. Bjargvættur þeirra, her- maðurinn sem hleypti þeirn um borð, huggaði sig við það síðar að þau hefðu þó fengið að fara með hundunum sínum tveimur sem þeim þótti svo vænt um. Heimildir: Að langstærstum hluta er grein þessi byggð á hinni bráðskemmtilegu (segi ég þrátt fyrir um- fjöllunarefnið) bók Jonathans Fenby, The Sink- ing of tlie Lancastria. Britain’s Greatest Maritime Disaster and Churchill's Cover-Up, London 2005. Að auki var leitað til Winstons Churchill: The Second World War, 2. b., London 1950; og í hinar ágætu bækur Þórs Whiteheads: Bretarnir koma, Reykjavík 1999, og ísland i hers höndum, Reykjavík 2002, sem er mjðg vel heppnuð myndabók með frábærum texta Þórs, stuttum, hnitmiðuðum og afar fróðlegum. Ýmsar alfræði- bækur voru einnig hafðar til hliðsjónar. Sjómannablaðið Vikingur - 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.