Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Page 26
Skipið sat fast og var ekki nokkur vegur að ná þvi út. Brynjólfur Sveinsson/Minjasafnið á Akureyri um það að fá björgunarstólinn aftur í land og hann færi svo sjálfur um borð í honum og talaði við mennina. Eftir lög- fræðinám hafði Þorsteinn verið eitt ár í Englandi og þá meðal annars um tíma hjá Scolland Yard og var ágætur ensku maður. En áður en til þess kærni að Þor- steinn freistaði þess að fara um borð kom maður úr stjórnpallinum, batt eitthvað við björgunarstólinn og gaf merki um að hann skyldi dreginn í land. Var það óð- ara gert og reyndist lítill, vatnsþéttur poki festur við hann. í pokanum var bréf þar sem sagt var að áhöfnin mætti ekki yfirgefa skipið nema með leyfi herstjórn- arinnar og var þess óskað að leyfið yrði fengið. Brá lögreglustjórinn þegar við og fór heim til að komast í símann. Björg- unarsveitin og allmargir aðrir urðu eftir á strandstaðnum og voru í viðbragðsstöðu. Þrífóturinn var tekinn niður því hann þótti óstöðugur, eins var ekki hægt að hafa líflínuna fasta vegna veltings á skip- inu og var því hópur manna sem sá um að hún væri alltaf hæfilega strengd. Líklega hafa liðið tveir tímar áður en Þorsteinn Símonarson kom aftur og þá með leyfið frá herstjórninni. Leið nú ekki á löngu áður en fyrsti maðurinn fór í stólinn og var dreginn í land. Gekk það mjög vel en nokkuð dróst hann í sjó þeg- ar ólög komu því ekki var hægt að strengja líflínuna nógu hátt. Tók tiltölu- lega stuttan tíma að ná mönnunum, tólf að tölu, úr skipinu og voru þeir hressir þegar í land kom, enda vel búnir og stjórnpallurinn hafði haldist að mestu þurr um nóttina. Einn var þó meðvit- undarlaus er í land kom og töldu björg- unarmenn að það væri af vosbúð og tók héraðslæknirinn, Jóhann J. Kristjánsson, þegar við honurn til umönnunar. En sannleikurinn var sá að maðurinn var of- urölvi og raunar voru allir skipverjarnir meira eða minna undir áhrifum víns, nema stýrimaðurinn. Síðastur frá borði var skipherrann, Norman Ivaneis Davis, aðalsmaður frá Jersey. Þegar hann var kominn úr stóln- um þakkaði hann björgunarmönnum fyr- ir aðstoðina. Farið var með skipbrots- mennina yfir í þorpið þar sem þeir fengu góða aðhlynn- ingu. Voru þeir síðan nokkurn tíma í Ólafs- firði, mismun- andi lengi þó, meðan athugað var hvorl skip- ið næðist á flot aftur, og fóru þeir síðustu ekki fyrr en í júní. Einhver mannleg náttúra var í strákunum en ekki olli það neinni sérstakri hneykslun og raunar voru þetta sóma piltar. Flestir voru skipbrotsmennirnir á Kolku en þar var þá hótel. Orsök strandsins mun hafa verið sú að eftir að skipið lagðist frarn undan Kleif- um varð veðrið mjög slæmt, jafnvel rok, og rnikil snjókoma og sást sjaldan og illa til lands svo skipverjar tóku ekki eftir því að skipið dró akkerið hægt inn með landinu uns Jrað tók niðri og festist aust- an við Kleifahornið. Mun strax hafa komið gat á framskipið og það farið að síga og festast. Strax þegar brimið gekk niður var tekið til við að reyna að bjarga skipinu og var byrjað á því að létta það, djúpsprengjurnar fjarlægðar, svo og allt sem var sæmilega meðfærilegt. Reynt var að þétta framskipið en verk- ið gekk hægt þvl stundum gerði stórbrim sem eyðilagði það sem gert hafði verið, stjórnpallurinn brotnaði og fleira fór úr- skeiðis. Þó tókst að þétta skipið svo framhlutinn lyftist nokkuð og voru þá vírar festir í það en þeir hrukku í sundur við fyrsta átak. Yfirleitt virtist mönnum að björgunar- tilraunirnar hefðu verið hálfgerður skrípaleikur, til dæmis hefði einn leið- angur verið gerður til að ná í áfengis- birgðir sem geymdar voru í skipinu. Loks fékk Edouard van Vlandern að vera í friði, nema hvað þegar brotajárn var hirt úr skipinu. Skipið seig hægt i sandinn og þegar Goðafoss strandaði þarna rétt hjá, hinn 24. febrúar 1961, sást ekkert eftir af skipinu nema grönn „davíða" sem var aftast á skutnum en hún var algerlega horfin þegar Hólinur bar þarna beinin síðla vetrar 1978. 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.