Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 16
Setið við háborðið; Harald Holsvili, Reynir Björnsson, Guðmundur Steingrímsson og fjærstur er Árni Bjarnason. Olga Herbertsdóttir afhendir Birni Vali Gíslasyni, stýrimanni á Kleifarberginu, þinggögn. Frá 42. sambandsþingi FFSÍ Þingglefsur Meðalaldur skipstjórnarmanna á far- skipurn er 55 ár, benti Árni Bjarnason á, og undirstrikaði að þegar væri farið að gæta vandræða vegna þessa á fiskiskipa- flotanum. Endurnýjun í stéttinni er allt of lítil. • Árni hafði orð á þvi að sumir bankar virtust frekar vilja lána þeim útgerðar- mönnum sem hefðu sýnt sig að vera reiðubúnir að ganga á hlut sjómanna. • Vangaveltur eru uppi úti í hinum stóra heimi um að banna togveiðar, fyrst á til- teknu dýpi og síðan alveg frá og með ár- inu 2010. betta er meðal annars rætt inn- an Sameinuðu þjóðanna. En getur verið að eitthvað hangi þarna á spýtunni ann- að og meira en verndun náttúrunnar? Pétur Bjarnason benti okkur á að fisk- veiðihagsmunir þeirra þjóða sem ræddu málin á þessum nótum væru langoftast hverfandi. Landbúnaðurinn væri hins vegar miklu sterkara pólitískt afl. Andið ofan í maga, var efnis- lega, en kannski ekki orðréttur, boðskapur Tryggva Þ. Herberts- sonar hagfræðings. Hlutaskifta- kerfið vinnur gegn hagsveifl- unni, það er, þegar krónan er hátt skráð og við ríkisstarfs- menn höfum það fínt, þá hafið þið það skítt, og öfugt. Þegar genginu var haldið stöðugu fór þenslan í verðlagið og verðbólgan óx. Núna er tak- markið að halda verðbólgunni niðri en krónan verður þess i stað aftöppunarleiðin fyrir þenslu í hagkerfinu. Og hvort kerfið skyldi nú vera betra? Það er betra að taka á sig tímabundinn hún væri njörvuð niður, auk þess sem víxlverkan ýmis konar gæti þá jafnvel dýpkað kreppu umfram þau efni er hún hefði úr að rnoða. Og við megum ekki gleyma því að núna eru afbrigðilegir tímar í efnahagslíf- inu, benti Tryggvi á. Allar þær fram- kvæmdir sem nú eru í gangi eru fyrir hagkerfið eins og það væri fyrir ykkur að gleypa fíl. Andið því rólega, þetta gengur yfir, krónan á eftir að jafna sig - að vísu ekki í bráð, benti hagfræðingurinn á og brosti breitt. • En hvað er þá til ráða þegar hágengis- stefna ríkisstjórnarinnar er í þann veginn að rústa grundvelli sjómannsstarfsins? Eitthvað á þessa leið spurði Árni formað- ur. Og hagfræðingurinn svaraði: Umfram allt verður ríkisstjórnin að taka til í sin- um ranni, spara og hagræða og draga úr ríkisútgjöldum. Hún má ekki dæla nýju fjármagni út í hagkerfið, ekki heldur lof- orðurn um framkvæmdir, hún á til dæmis að liggja á síma- peningunum og má ekki lækka skatta, nema þá að skera um leið niður ríkisumsvifin sem nemur skattalækkuninni. Þannig má draga úr vaxta- hækkunum Seðlabankans og flýta fyrir því að krónan jafni sig En hvað um evruna og af hverju má ekki lækka gengið handvirkt líkt og þótti svo sjálfsagt áður fyrr, var spurt. Evran er ákall eftir fastgengi, benti Tryggvi á. Og þá vaknar spurningin aftur um tímabundinn skell eða langvar- andi pínu. Hvað varðar gengisfellingar, Árni Bjarnason setur þingið. skell en langvarandi pínu, svaraði Tryggvi, og átti við að þrátt fyrir allt væri fljótandi gengi betra en fastgengisstefnan Gull-setning ráðs tefnunnar „Það er víst að byrja aftur þetta helvíti hérna.“ Árni Bjarnason í farsímann í lok einnar kaffipásunnar. sem hefði tíðkast áður. Hagkerfið væri mun fljótara að bregðast við þegar verð- mæti krónunnar fengi að flökta en ef 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.