Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Side 65
pólskir voru ennþá röngu megin Ermar- sundsins á örvæntingarfullum flótta und- an þýska hernum. Mennirnir um borð í Lancastriu höfðu ekki hugmynd urn þetta en eftir því sem þeir nálguðust Plymouth varð þeirn ljós- ara að eitthvað mikið stóð til. Þeir voru allt í einu orðnir hluti af stórri skipalest, ekki sértaklega vígalegri þó. Skipin voru nær öll ætluð til vörufiutninga eða skemmtiferða eins og Lancastria. Nokkur herskip voru einnig í lestinni. Annað skip nær sokkið Höfnin í Plymouth fylltist smám sam- an af ótrúlegustu fleytum. Sum voru sér- hönnuð lil að flytja ávexti frá Afríku, önnur höfðu verið við þorskveiðar á ís- landsmiðum. Daginn eftir, eða hinn 15. júní, var flotinn í höfninni orðinn sam- tals 50 kaupskip, 23 tundurspillar og 20 vopnaðir togarar. Dunkirk var að baki og orðið tímabært að hefja næsta stig björg- unar breskra hermanna frá Frakklandi, gleymdu hermannanna ef marka mátti orð sjálfs forsætisráðherrans. Aðgerðin fékk heitið Aerial. Aerial byrjaði vel. Um 100.000 her- mönnum var bjargað af Normandí- og Bretagneskaga en þá voru enn eftir um 50.000 breskir hermenn á svæðum i kringum Saint-Nazaire við Biscayaflóann. Þangað sigldi Lancastria. í flotanum var annað stórt skemmti- ferðaskip, Franconia, en það hafði fáein- um dögum fyrr einnig siglt með Lancaslriu til íslands. í það sinnið höfðu bæði skipin sloppið við áföll en gæfu- hjólið átti eftir að snúast með töluvert öðrum hætti á Biscayaflóanum. Fyrst kom röðin að Franconiu. Á leiðinni varð skipalestin fyrir árásum ílugvéla. Skotið var á skipin og sprengj- um varpað. Lancastria slapp ósködduð en um borð í Franconiu urðu menn að glíma við vélarbilun og alvarlegan leka. Eftir bráðabirgðaviðgerð var skipinu snú- ið við til Englands þangað sem það náði mjög sigið í sjó. Lancastria sigldi hins vegar áfram til Sainl-Nazaire en þangað flykktust breskir hermenn úr héruðunum í kring og biðu björgunar. íbúar borgarinnar horfðu á þessar aðgerðir bandamanna sinna og voru áhyggjufullir. Einn þeirra, ung stúlka, spurði breskan kaptein hvað myndi verða um Frakkana þegar Þjóð- verjar kæmu. „Ekki örvænta,“ svaraði kapteinninn. „Við komum aftur. Það kemur fyrir að England tapi fyrstu lotunni, stundum jafnvel þeirri númer tvö, en aldrei þeirri þriðju.“ Björgunin Saint-Nazaire hafði frá stríðsbyrjun verið vöruflutningahöfn fyrir breska her- inn. Hafnaraðstæður þar voru þó ekki Lancastria byrjuð að sökkva. Aðeins 2000 björgunarbelti voru um borð. bcint ákjósanlegar eins og skipverjar á Lancastriu komust að raun um þegar þeir nálguðust bæinn i dagrenningu 17. júní árið 1940. Nóttin hafði verið undursamleg og sjó- mennirnir á næturvaktinni gleymt um stundarsakir að þeir ættu í stríði sem þeir væru að tapa. Tungl var l'ullt og end- urvarpaði skini sólar niður á jarðar- kringluna þar sem það merlaði á stilltum haffletinum. Þegar nær dró landi dvinaði rómantíkin jafnt og þétt. Reyk lagði upp af borginni og flugvéladynur minnti á hættuna sem vofði yfir. Ekki var nokkur leið að koina skipinu inn á höfnina. Árósinn fyrir utan Saint- Nazaire var að vísu breiður en að sama skapi grunnur. Þar voru líka sterkir straumar sem mennirnir á Lancastriu áttu eftir að kynnast óþægilega náið. Að- eins smærri skip björgunarflotans Síðustu augnablihín í UJi Lancastriu. Kjölur skipsins er þéttsetinn mönnwn. í sjónum synda félagar þeirra og reyna að bjarga lífi sínu. komust inn á höfnina og jafnvel Jrau höfðu ekki nema þrjár stundir í kringum háflóðið til að athafna sig. Lancastria lá því við stjóra alllangl frá landi og varð að ferja hermennina út í hana. Þetta óx þó engum í augum og þegar skipstjórinn var spurður hversu marga skipið tæki svaraði hann: „3000 manns.“ Hversu tnargir voru teknir um borð veit hins vegar enginn fyrir vist. Reynt var að telja flóttamennina en þegar talan var komin upp í 4000 og ennþá átti eftir að fara um stóra hluta skipsins var gefist upp. Enda streymdu hermennirnir ennþa um borð. Einhverjir sögðu að flótta- mennirnir í Lancastriu hefðu á endanum orðið 6000, aðrir nefndu töluna 7000 og enn aðrir 8000. Dauðinn kom úr loftinu Það voru ekki bara hermenn sent konru um borð í Lancastriu þótl Jreir væru vissulega í miklum meirihluta, ó- breylta borgara var líka að finna í hópn- um. Meðal seinustu flóttamannanna sem fengu pláss voru belgísk systkini á að giska tíu ára gömul. Þau höfðu kornið Sjómannablaðið Víkingur - 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.