Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Page 8
Formannaráðstefna FFSÍ Mikil umskipti hvað varðar kjör fiskimanna Árni Bjarnason forseti FFSÍ Ef menn sjá ekki og skynja mikilvægi sjávarútvegs- ins hérna í Vestmannaeyjum hljóta þeir að vera bæði blindir og heyrnarlausir," sagði Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og Fiskimannasambands íslands, í samtali við Víking að lokinni formannaráðstefnu FFSÍ. Hin margvíslegustu málefni fiski- manna voru rædd en Árni segir stöðuna vera með besta móti í dag. „Hjá fiskimönnum er staðan með því besta sem hún hefur verið i háa herrans tíð. Maður hafði það á tilfinningunni um síðustu áramót að ef ekki yrði breyting á gengi krónunnar strax þá myndi sjávarút- vegurinn fara fjandans til. Sjómenn voru þá yfir alla línuna ofboðslega illa staddir, þeir höfðu þá lækkað í launum um tugi prósenta bara útaf gengisþróun. Síðan þá hefur þessi sterka króna gefið eftir og verðið þá um leið hækkað umtalsvert á okkar afurðum. Eg held að það verði að leita ansi langt aftur til að finna einhverja hliðstæðu hvað þetta varðar.“ Ykkar félagsmenn eru þá yfir heildina jákvæðir núna? ,Já, en reyndar eins og ég kom inn á í ræðu minni þá á þetta ekki alveg við alla. Það er hluti af fiskimönnum f dag sem hefur aldrei búið við jafn mikla óvissu og núna. Þá er ég til dæmis að tala um þá sem treysta á loðnuvertíðina, þar eru bara aðstæður sem við ráðum ekki við. Breytingar í hafinu, heitari sjór og eitt- hvað sem veldur því að óvissan í grein- inni er meiri en nokkru sinni fyrr. Ég hef heyrt í þó nokkuð mörgum af okkar umbjóðendum sem segjast ekki þora i frí eða neitt stopp því þeir vita ekki hvað er framundan." Er eitthvað sem þið getið gert í þeim málum fyrir sjómenn? „Það eina sem gerist er að þessi grunn- krafa sjómanna um kauptryggingu sem hægt er að lifa á verður háværari. Það dugir ekki að vera með tryggingu sem telur ekki neitt í núverandi þjóðfélagi. Þegar menn eru í einhverju ástandi þar sem stöðugleikinn er takmarkaður, á sama tíma og kröfur fólks til lífsgæða eru alltaf að aukast. Þetta gæti endað með því að enginn fengist lengur til að sækja fiskinn fyrir okkur. Það verður að tryggja að sjómenn hafi það góð kjör, að fórnin sem er fólgin í því að vera á sjó skili sér. Ef menn eru með einhverjar 200 þúsund krónur á mánuði í kauptryggingu og þurfa að búa við það einhverja mánuði árlega, jafnvel fleiri en færri, að fá ekkert umfram trygg- inguna þá getum við bara gleymt þessu. Þá fara menn í land og finna sér eitthvað annað að gera.“ Svo mál sjómann snúast um meira starfsöryggi? Já, starfsumhverfið og svo auðvit- að öryggið á sjónum. Ég held samt að útgerðarmenn skynji þetta alveg eins og við. Þeir vita að ef þeir ætla að fá góða menn sem eiga að skila miklurn verð- mætum á land þá verða þeir að horfa til þess að menn hafi það góða afkomu að þeir vilji halda áfram að vera á sjónum. Ég held til dæmis að þessi samningur sem við gerðum við Brirn á dögunum, þar sem uppgjör er einu sinni í mánuði og menn eru með lágmarkstryggingu þar sem skipstjórinn er til dæmis með 600 þúsund á mánuði þótt hann fái ekki í soðið, sé breyting í rétta átt. Þetta tel ég vera einhvern grunn að þvi sem koma skal. “ En hvernig var fundurinn í Eyjum? „Það eru engar ályktanir hér sem munu valda neinum straumhvörfum en það sem ég held að við fáum út úr þessu er að þétta hópinn og kynnast betur, það er það sem mér finnst stærsti pósturinn í þessari fundarsetu hér í Eyjum. Ég held ég sé miklu meiri vinur manna sem eru hérna heldur en ég var í gær,“ sagði Árni áður en hann hélt heim á leið að nýju. 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.