Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Blaðsíða 23
lét úr höfn í Buenos Aires hinn 14. des- ember 1928 höfðu bæði lærlingarnir og áhöfnin sent jóla- og áramótakveðjur til fjölskyldna og vandamanna í Danmörku. Þær bárust í lok janúar 1929 áður en nokkurn grunaði þau örlög, sem skip og áhöfn höfðu mætt. Jafnvel hjá útgerðarfélagi skipsins, Austur-Asíufélaginu (OK) vakti það ekki neina undrun, að enginn á aðalskrifstof- unni í Holbergsgade hafði heyrt frá skip- inu. Síðasta fréttin var tilkynning um, að hafnsögumaðurinn hefði þann 14. desember 1928 farið frá borði við ósa La Platafljótsins við brottförina frá Buenos Aires. Þessi tilkynning barst frá umboðs- manninum þar, sem sendi ennfremur háan reikning fyrir rniklu magni vista, sem Kebenhavn hafði tekið um borð fyrir brottförina. í janúarlok 1929 voru forráðamenn útgerðarfélagsins enn ekkert farnir að undrast þögnina, þeir vissu sem var að Köbenhavn var háð bæði veðri og vindum, hjálparvél skipsins breytti engu þar um. Seinkun miðað við upphaflega áællun var daglegt brauð á tlmum stóru seglskip- anna. Það var fyrst hinn 18. febrúar 1929, sem menn tóku að gerast órólegir i höf- uðstöðvum skipafélagsins. Því var þann dag sent símskeyti til umboðsmannsins í Melbourne í Ástralíu. Svarið kom sam- dægurs: Af Köbenhavn eru engar fréttir. Óttinn gerir vart við sig Síðari hluta febrúarmánaðar gerði óttinn fyrir alvöru vart við sig. Hinn 4. mars var útgerðarfélaginu ljóst, að slys hafði orðið, Hvað fór úrskeiðis hjá skólaskipinu? Frd 22. desember 1928 hefurþað verið öllum þeim, sem hafa áhuga á sjómennsku óráðin gáta hvernig stærsta seglskip heimsins hvarf án ummerkja af yfirborði sjávar og dró sextíu danska sjómenn með sér í djúpið. 1 timans rás hafa margar tilgátur verið settarfram, en enginn veit hvort um er að ræða hreinar ágiskanir eða hvort einhverjar þeirra eiga við rök að styðjast. Ein harðvítugasta tilgátan er sú, að skólaskip- ið Kobenhavn hafi, undirfullum seglum, rifið aðra síðuna í árekstri við stóran neðansjáv- arísjaka. í skipinu var aðeins eitt „árekstr- arskilrúm", þ. e. þykkt stálþil þvertyfir skipið framanvert, sem átti að koma í vegfyrii; að skipiðfylltist af sjó ef t.d. það sigldi á annað skip. Auk þess var Kóbenhavn með þil mið- skips eftir endilangri lestinni, fyrst ogfremst til að kom i vegfyrir að farmurinn færðíst frá öðru borðínu til hins. Ef tilgátan um, að síðan á þessumfimmm- astraða barki hafíflest í sundur í árekstri við ísjaka er rétt, þá hefur skipið væntanlega „siglt sig niður“ áfáeinum andartökum. en kaus í fyrstu að senda frá sér fréttatil- kynningu, sem ætlað var að róa áhyggju- fulla foreldra og aðstandendur. í fréttatil- kynningunni reyndi OK að benda á, að ekki hefði náðst samband við Köbenhavn vegna þess, að á siglingaleið skipsins væri lítill möguleiki á loftskeytasambandi. Án vitneskju opinberra yfirvalda hóf OK víðtæka rannsókn til að komast að raun um hvort einhver hefði hina minnstu vitneskju um hvar skipið kynni að vera niðurkomið. Umboðsmaður félagsins í Buenos Aires hafði samband við fjölda hvalveiðiskipa, sem voru vön að vera á þeim slóðurn, sem Köbenhavn hafði ætlað að sigla. Engir höfðu heyrt eða séð til skipsins. Einnig var haft sam- band við Lloyds í London og Deutsche Seewarte í Hamborg með sörnu neikvæðu niðurstöðunum og sörnu skilaboð komu frá breska flotamálaráðuneylinu í London, en það hafði dagleg samskipti við flota sinn um víða veröld. Umfangsmikil leit Hinn 21. mars 1929 fór OK formlega fram á það við Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn að breska flotastjórnin yrði beðin að hefja skipulagða leit með herskipunr frá þáverandi nýlendum þeirra f Suður-Afríku og Ástralíu. Sex dögum síðar hélt Ok aðalfund og þar reyndi H. N. Andersen stærsti hluthafinn og stofn- andi félagsins, að róa menn með þessum orðum: „Eflir opinberum leiðum hefur félagið fengið tilkynningu um, að á þeirri leið, sem Kobenhavn á að sigla, hefur orðið vart borgaríss og ekki er útilokað að þoka hafi myndast af þeim sökum, sem gæti tafið skipið á siglingu þess ... “ Skólaskipið Kobenhavn tekur inn á sig sjó á siglingu fyrir Hornhöfða. Öiyggisnct hefur verið sett upp til að koma i vegfyrir að sjómennirnir skoluðust fyrir borð. Sjómannablaðið Víkingur - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.