Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Qupperneq 28
Captain Oskarsson Sögur skipstjórans Úrlðg Kristjáns Hólms Óskarssonar voru ráðin þegar hann réð sig sem hjálparkokk á kolakynta skipið Costa Rica aðeins 17 ára gamall. Kristján hafði misst móður sina í æsku og alist upp hjá vandalausum. Siglingar urðu ævistarfi hans en Kristján var stýrimaður og síðar skipstjóri áfjölda skipa sem sigldu um heimsins höf. Skipakosturinn var fjölbreyttur í gegnum árin og sigldi hann meðal annars á skipum í eigu íranskeisara og Gaddafis Líbýuleiðtoga og varð vitni að hörmulegum stríðsátökum og spillingu. Sögur útgáfa hefur gefið út bókina, Captain Osk- arsson - Sögur skipstjórans, sem Svava Jónsdóttir skráði. Sögumaður er Kristján Hólm Óskarsson sem ungur réði sig til sjós. Kristján lýsir ógleym- anlegum skipsfélögum og mönnum í íjarlægum höfn- um. Minningarnar end- urspegla litríka ævi manns sem sigldi meðal annars með morðingjum og sauðaþjófi og hitti Ólaf Noregskonung. Frásagnargleði Kristjáns er mikil og húmorinn aldrei langt undan. Undir niðri krauma þó margslungnar tilfinningar íslendings sem hélt ungur og óharðnaður út í hinn stóra heim í leit að betra lífi. Grípum niður í þessa for- vitnilegu ævisögu. Fyrst seg- ir frá grillveislu í Trinidad. Grillaðir apar Skipverji bauð mér einu sinni í land í Trinidad en hann bjó í fjöllunum. t>að kom bíll niður á bryggjuna og í honum sátu þrír menn sem voru vinir skipverj- ans. Vanalega gerir maður þetta ekki. Ég var bara búinn að fá nóg af að vera um borð. Það var keyrt þangað til við vorum komnir upp í fjall. Þar var veisla þar sem litaðir menn voru komnir saman. Ég kunni vel við mig þarna. Ég gleymi þvt ekki þegar þeir fóru að grilla. Þeir höfðu tekið smáapa, höggvið af þeim hausana og rófurnar, stungið teini í gegnum þá og þeir látnir á grillið. Þeir litu úl eins og lítil börn. I þessari grillveislu var mér sagt að íslensk kona væri mjög þekkt í Trinidad. Hún var gift ríkum Englendingi og áttu þau plantekru. Þeir sögðu mér að heimsækja hana; henni þætti ábyggilega gaman að hitta íslending. Ég hitti hana aldrei en ég las seinna um hana. Þegar hún dó var hluti af peningum hennar notaður til menntamála auk þess sem þeir voru gefnir til fátækra. Barnsfæðing og skipbrotsmenn Kristján segir frá því þegar hann var skipstjóri á glæsilegu farþegaskipi. Einn daginn var skipbrotsmönnum bjargað. Lífbáturinn fór niður með nokkra menn. Þeir sigldu að mastrinu og náðu í þessa náunga sem voru teknir um borð. Um 1.200 farþegar fylgdust með þvi sem var að ske. Það liðu um 20 mínútur þar til búið var að hífa lífbátinn um borð. Ég var aðalmaðurinn og stjórnaði þessu. Ég sagði við ,,staff-captain“ að fara ætti með mennina á sjúkrahúsið um borð og láta hlúa að þeim eins og hægt var. Þegar skipið var lagt af stað aftur til Jakarta ákvað ég að sjá hvað væri að ske. Þegar ég kom í móttökuna sá ég skip- brotsmennina liggja þar á gólfinu. ,,Af hverju liggja þessir menn á gólf- inu?“ spurði ég. ,,Af hverju var ekki farið með þá á spítalann?" „Við verðum að tékka á pappírunum," sagði „staff-captain“. „Hvaða pappírum?" sagði ég. „Þeir eru ekki með neina pappíra. Þeir eru bara á nærbuxunum.“ Hann sagði að þessir menn væru búnir að vera í tvær vikur uppi í mastr- inu. Hann hafði eftir þeim að það hefðu komið miklir rigningarskúrir sem liéldu í þeim lifinu. Það höfðu verið fleiri um borð en þessir þrír menn voru þeir einu sem lifðu af. Þetta kerfi hjá Indónesum! Þeir þurftu að skrifa allt niður og vildu taka skýrslu af hálfdauðu fólki. Læknarnir fóru að snúast og gáfu þeim einhverjar sprautur. Ég fór en bað um að ég yrði látinn vila ef eitthvað alvarlegt kæmi upp á. Komið var til Jakarta eftir hádegi næsta dag en þá var ég búinn að senda skeyti lil leigjenda skipsins. Ég var búinn að fá nöfn mannanna þriggja en þeir voru vaknaðir til lífsins. Skipið hafði sokkið undan löppunum á þeim en sum af þess- um farartækjum þarna eru handónýt. Ég fór niður, tók í hendina á skipbrotsmönn- unum og þeir fóru í land og í sjúkrabíla sem biðu eftir þeim. Við fórum frá bryggju klukkan eitt eftir hádegi næsta dag. Um hálftíma áður gekk ég út fyrir stýrishúsið þar sem fjórði stýrimaður, sem var Indónesi, var að gera klárt. Þegar ég kom aftur inn í brúna sá ég þrjár körfur sem lágu í kringum slýrið 28 - Sjómannablaðið Víkingui
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.